Sameiningin - 01.04.1916, Page 22
52
er eiginlega ekki orð, sem á vel við kér, enda notar skáld-
ið ekki það orð, og var smekklega gert), þar sem Kristur,
þ. e. trúin á hann, elskan til hans (“með ást og trú”),
skal búa. Með fegurri eða háleitari hugsun í snildar-
legri orðum og líkingum var ekki liægt að enda sálminn
—og sálmana. Það er upphaf og endir—ástin og trúin,
og hvorttveggja afleiðingin hjá hverjum trúuðum manni
af dauða Krists og friðþægingu og um leið grundvöllur
og upphaf allrar sælu.
Orðin “líndúkur (trúar)” og “(ilmandi) smyrsl”
eiga við það sem stendur í 49. sálminum 4. v. og er það
tekið úr frásögninni um Jósef og Nikódemus, en “lím
dúkur” er ekki nefndur í Matt., heldur í Markúsarguð-
spjalli, og “Nikódemus og smyrslin” eru tekin úr Jó-
liannesarguðspjalli—og’ alt hér sameinað.
Loks er svo síðasta versið, og er óhætt að segja, að
það er ekki að eins endir þessa sálms, heldur allra sálm-
anna:
Dýrö, vald, virðing og v'egsemd hæst,
vizka, makt, speki og lofgjörð stærst
sé þér, ó, Jesú, herra hár
og heiður klár —
amen, amen, um eilíf ár.
Þegar nú litið er yfir allan sálminn, er hann ein og
óslitin hugsanarétt heild,* efninu frábærlega vel fyrir
komið, orðaval ágætt og líkingar fagrar með vel löguð-
um lærdómum, leiddum itt af textaorðunum. Það er
meistaraleg snild á öllu þessu. Bragarhátturinn er eink-
ar viðfeldinn og þýður, hvergi er óeðlileg álierzla eða
málinu misboðið, lieldur þvert á móti. Þessi háttur
kemur annars ekki fyrir í sálmunum.
Málið er gott og lipurt. Eldíi þarf það að lineyksla
neinn sannsýnan mann þótt hér komi fyrir orð, sem nú
eru ekki talin góð íslenzka, svo sem strax, falsari, inn
(til), vakt, blíva, treiskur, soddan, upp stá, stá, forgá
slétt (=alveg), klár—alt þetta voru orð, sem þá liöfðu
lengi verið liöfð í málinu (síðan á 15. öld eða lengur), og
engin von til, að Hallgrímur gæti vitað eða séð, að þau
voru ekki “hrein” íslenzka.