Sameiningin - 01.01.1910, Side 4
340
[Samhygð yðar og annarra ný-guðfrœðiuga með
trúarskoðunum séra Friðriks skil eg. En þá gjörðuð
þér sannarlega vel í því að ráða honum bróðurlega til
þess, sem fyrst að segja sig út úr kirkjufélaginu. Enga
betri ráðlegging getr hann nú fengið, og af yðr myndi
hann taka henni vel.]
Djúpið, sem skilr nýju guðfrœðina frá hinni gömlu
er meira — miklu meira — en það, er skildi lúterska
menn og aðra Prótestanta frá kaþólskum mönnum á re-
formazíónar-tíðinni. Um sátt milli þeirra tveggja and-
stœðu flokka getr ekki verið að rœða. í þeim efnum
ræðr að eins það, sem Parvún nefndi survival of the
fittest.
Þótt eg deyi, eins og auðvitað verðr bráðum, heldr
barátta þessi áfram meðal Islendinga liér, og það allt
eins fyrir því, þótt kirkjan öll á Islandi aðhyllist þennan
nýja rationalismus. Yðr skilst það líklega, að prest-
arnir nálega allir hér í kirkjufélaginu eru fullt eins and-
vígir modernismus séra Friðriks eins og eg. Sennilega
eru þeir allir meir lúterskir en eg, eins og líka séra
Friðrik var áðr en hann snerist burt frá oss.
Þér vitið, að vér hér í kirkjufélaginu liöfum átt í lát-
lausri baráttu við Únítara-vantrúna hjá löndum vorum,
sem í þá komst fyrst á íslandi, en magnaðist eðlilega hér
í frjálsu landi. Nýja guðfrœðin fer í nákvæmlega sömu
átt, en er í mínum augum, og ótal-margra annarra krist-
inna manna, enn þá háskalegri, fyrir þá sök, að hún varp-
ar yfir sig dulargerfi. Hví skyldi þá ekki nú vera
barátta ?
[Má eg ekki vænta þess, að málgagn vðar flvtji ekki
framvegis eins óáreiðanlegar fréttir af högum vorum
hér eins og tíðindin, sem það k'om með í fyrra um kirkju-
þing vort?]
Mig langar til að vera út úr styrjöldinni, því eg er
leiðr á rabie theologorum, og tel eg í þeirra hópi ekki að
með viðvörun sína séra Friöriks vegna, því að ,,hans vcgr
myndi vaxa viS það", ef honum yröi hrundiö burt úr
kirkjufélaginu, heldr til þess aö varna því að félagið
klofnaði o. s. frv.