Sameiningin - 01.01.1910, Side 18
354
ar kirkjur; og má fyrir því kvíða, að lítið verði þar um safnaðarlíf
meðal landa vorra, ef sunnudagsskólinn kemst ekki á fót aftr. Mér
var allsstaðar vel tekið, og ber mér að minnast þess með þökkum.
i. Ágúst prédikaði eg í kirkju lúterska safnaðarins á Gimli og í
kirkju Víðiness-safnaðar í fjarveru séra Rúnólfs Marteinssonar.
Viðtökur þar voru hinar beztu. Eins og mörgum er kunnugt, hefir
við mikla mótspyrnu verið að stríða á þessum stöðum, og reyndar
allsstaðar í Nýja íslandi; en marga má þó finna meðal landa vorra
þar með heitum áhuga fyrir málefni kristindómsins. Á Gimli hefir
söfnuðrinn reist sér prýðilega kirkju, og er það því fólki til all-
mikils sóma. Árangrinn af verki séra Rúnólfs er þó ef til vill ekki
eins augsýnilegr og suinra presta í öðrum byggðarlögum. En þegar
allt kemr til alls og tillit er tekið til örðugleikanna, sem hann hefir
haft við að stríða, þá má víst óhætt fullyrða, að fáir hafi unnið eins
vel. Guði einum er full-kunnugt, hve mikið gagn hann hefir gjört
málefni drottins með óeigingirni sinni og sjálfsafneitun. Þá er
hann útskrifaðist frá prestaskólanum, stóðu honum opnir ýmsir álit-
legir vegir, að því er jarðneska afkomu snertir, bæði meðal ensku-
talandi manna lúterskra, og íslendinga. En öllum þeim tilboðum
hafnaði hann, og kaus heldr að starfa í byggð, sem þá var allt ann-
að en glæsileg frá veraldlegu sjónarmiði. Drottinn mun aldrei láta
aðra eins sjálfsfórn fyrir málefni hans vera ólaunaða, og í fyllsta
máta á séra Rúnólfr heiðr og þökk skilið.
8. og 15. Ágúst prédikaði eg í Fyrstu lútersku kirkju í Winni-
peg. Ástandið i þeim söfnuði er öllum svo vel kunnugt, að það
væri heimskulegt af mér að minnast nokkuð á það. Öll þessi ár
hefir söfnuðr sá undir forustu séra Jóns Bjarnasonar staðið sem
„bjargstuddr kastali“ á móti árásum villu og vantrúar; og guð
gefi, í Jesú nafni, að óvinir kristindómsins fái aldrei á honum
sigrazt.
Sunnudagana 22. og 29. Ágúst var eg staddr í Pine Valley-
byggð suðaustr frá í Manitoba, og flutti þar erindi drottins. Flest-
allir sóktu guðsþjónustur þær, og var mér sem fyrr tekið þar vel.
Eg var til húsa meðan eg dvaldi þar hjá hr. Pétri Pálmasyni. Eru
þau hjón bæði einkar skemmtileg og væn og bera málefni kristin-
dómsins mjög sárt fyrir brjósti; enda eiga þau stóran þátt í að
halda við safnaðarstarfseminni á þeim stöðvum.
Þær mœðgurnar Mrs. J. Thorláksson og Miss Lovísa Thor-
láksson frá Winnipeg hafa unnið kristindóminum mjög mikið gagn
í þessarri byggð síðastliðið sumar ineð því að halda þar uppi sunnu-
dagsskóla. Árangrinn af verki þeirra hefir sannarlega verið bless-