Sameiningin - 01.01.1910, Síða 20
35&
Ársloka-hátíö sunnudagsskóla Fyrstu lútersku kirkju í Winni-
peg var haldin a'ö kvöldi annars jóladags, sem var síöasti sunnudagr
ársins, með svipuðu fyrirkomulagi því, er áðr hefir lengi tíökazt við
það tœkifœri. Mikill fólksfjöldi eins og vanalega með í því há-
tíðarhaldi. Á eftir inngangs-guðsþjónustu fór þetta frarn: I.
Söngr smábarna: „Ó, komið, þér trúuðu!" — 2. Söngr eldri stúlkna:
„Dagr er liðinn“. — 3. Lítil stúlka recítcraði ljóð: „Guð ! blessa
vorn skóla“. — 4. Einsöngr drengs: „Góða tungl“. — 5. Söngr
smábarna: Beautiful Little Hands. — 6. Önnur lítil stúlka recíter-
aði ljóð: „Það blikar rósarunnr“. — 7. Smádrengr söng: „Vöggu-
ljóð“. — 8. Ávarp frá presti safnaðarins til almennings út af
sunnudagsskólanunt og hlutverki hans. — 9. Fjársamskot eða offr.
10. Söngr smábarna: „Ó, faðir! gjör mig lítið ljós“. — 11. Ein-
söngr smástúlku: And a little Child ivill lead thcm. — 12. Söngr
eldri stúlkna: „Sitr í haugi“. — 13. Söngr smábarna: „Himininn
hár“. — 14. Allir sungu: „Nú legg eg augun aftr“.
Frá Argyle-s'dfnuðum.
Uppskeru-hátíðir voru haldnar á þessu hausti hjá Frelsissöfn-
uði og Fríkirkjusöfnuði. Hin fyrri var haldin miðvikudaginn 20.
Okt. í kirkju safnaðanna, en hin síðari laugardaginn 20. Nóv. i
samkomuhúsinu að Brú. Báðar voru þær vel sóktar og fóru mjög
ánœgjulega fram.
Annað ársafmæli Immanúelssafnaðar var haldið sunnudaginn
21. Nóv. Voru þá tvær guðsþjónustugjörðir í kirkjunni, önnur á
ensku, en hin á íslenzku, báðar einkar vel sóktar. Séra Hans B.
Thorgrímsen prédikaði í hvorttveggja skiftið. og sömuleiðis seinna
part dags í kirkjunni norðr í byggðinni. Hann hélt líka aðal-
rœðuna á uppskeruhátíð Fríkirkjusafnaðar kvöldið áðr. og söng þar
nokkra einsöngva. Mánudagskvöldið var konsert hjá Immanúels-
söfnuði, og átti séra Hans B. Thorgrímsen ekki minnstan þátt í
því, hve sú samkoma varð öllum ánœgjuleg. Hann benti við það
toekifœri mjög sterklega á nauðsyn þess, að safnaðarfólkið tceki sem
mestan þátt í sálmasöngnum í kirkjunni, til þess að guðsþjónustu-
samkomurnar gæti orðið eins uppbyggilegar og aðlaðandi og þær
eiga að vera. Söngflokkrinn á að stýra söngnum, en ekki syngja
fyrir allan söfnuðinn. — Söngflokkr Immanúelssafnaðar fékk mak-
legt lof fyrir ágæta frammistöðu sína þetta kvöld.
Afmælisgjöf fékk söfnuðrinn, 100 dollara, frá kvenfélaginu
,,Baldrsbrá“, sem hefir söfnuðinum áðr marga góða gjöf gefið.
Klukku hefir kirkjan líka eignazt, og er hún gjöf frá Mrs.
Guðrúnu Árnason í Baldri. Klukkan, sem er 3 fet að þvermáli, er