Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 Miðvikudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn veðrið í dag 6. apríl 2011 80. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Norrænu ríkin gera ekki þá kröfu til íslenskra ríkis- borgara að þeir hafi undir höndum vegabréf á ferðum sínum til hinna Norðurlandaríkjanna. Þó þurfa menn að vera viðbúnir því að geta sannað hverjir þeir eru og í þeim efnum er ekkert skjal öruggara en vegabréfið. Ökuskírteinið dugar þó í flestum tilfellum. Verkfræðingurinn og Útsvarsstjarnan Kristveig Sigurðardóttir leggur land undir fót á hverju sumri. K ristveig Sigurðardóttir verkfræðingur var í sigurliði hins vinsæla Útsvarsþátt-ar í sjónvarpinu og hefur vakið athygli fyrir skemmtilega framgöngu þar. Í lokaþættinum laumaði hún því út úr sér í kynn-ingunni að hún væri stjórnarformaður Vatna-jökulsþjóðgarðs og það vekur upp spurningar um áhuga hennar á náttúru Íslands. Í ljós kemur að hún er útivistarkona. „Í sumarferðalögunum undanfarin ár hef ég mest verið fótgangandi. Frá 2003 hef ég verið í gönguhópi sem hefur farið í eina stóra ferð á ári og gengið um Hornstrandir, Tröllaskaga, Lónsöræfi, Öskju og nágrenni og Strandir. Síðasta sumar gengum við frá Langasjó niður í Hólaskjól.“ Hún upplýsir líka að hópurinn hafi farið út fyrir landsteinana og ekki styttra en til Nýja-Sjálands og gengið þar með fyrr-um félögum sem fluttir voru út. „Ég hef farið á Hvannadalshnúk líka,“ rifjar hún upp. „Að vísu komst ég ekki á toppinn vegna veðurs og það var dálítið gremjulegt því aðeins um 100 metr-ar voru eftir. Það þýðir að ég verð að fara aftur.“Áhugann á náttúrunni segir Krist-veig hafa vaknað fyrir alvöru er hún hafi verið landvörður í fjögur sumur í Jökulsárgljúfrum. „Auðvitað hafði ég ferðast áður því pabbi og mamma voru dugleg að fara í ferðalög um landið með okkur krakkana en þá var ég kannski uppteknari af því hvaða spóla var í tæk-inu en því sem fyrir augun bar,“ viðurkennir hún. Spurð hvað sé á döf-inni í sumar svarar Kristveig því að til standi að ganga um Víkurnar á milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarð-ar. gun@frettabladid.is Gengur á fjöll í fríum DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Boníto ehf. Praxis, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opið mán. – fös. kl. 11–17 laugardaga kl 11–14 Verona sportskór. Til í svörtu og hvítu. Stærðir 36-41. Verð 7.900 kr. California, með hrágúmmísóla. Til í svörtu og hvítu. Stærðir 35-46. Verð 12.990 Leðurskór. Svartir. Verð á par 14.990 kr. Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Sprotar Fimm atriði um sýningar 8 Stjórnarhættir Fyrirtæki til fyrirmyndar 2 Kynjahlutföll Jafnast ekki af sjálfu sér 6-7 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 6. apríl 2011 – 6. tölublað – 7. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Ólíklegt er að stjórnvöld samþykki innköllun afla-heimilda á tuttugu árum. Slíkt getur leitt til gjald-þrots þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráða yfir allt að helmingi af aflaheimildum og haft mjög nei-kvæð áhrif á bankakerfið. „Við viljum vekja athygli á því að verðmæti eigna í sjávarútvegi er háð aflahæfi. Í sjálfu sér leggjum við ekki mat á bein áhrif, en þau gætu orðið töluverð,“ segir Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Íslandsbanka. Hann kynnti í gær sérstaka áhættuskýrslu þar sem farið var yfir helstu áhættuþætti í starfsemi banka Kvótabreyting gæti skekkt bankakerfiðSjávarútvegsfyrirtækin skulduðu þremur bönkum 257 milljarða um áramót. Innköllun aflaheimilda gæti v ldið vandræðum. ÁHÆTTUS Ý MEIRI VANDRÆÐI Í PORTÚGAL Fjármálavandræðin í Portúgal versnuðu enn í gær þegar mats-fyrirtækið Moody‘s lækkaði láns-hæfismat landsins í annað sinn á innan við mánuði. Moody‘s gerir fastlega ráð fyrir því að Port-úgal sláist í hópinn með Írlandi og Grikklandi og leiti fjárhagsað-stoðar hjá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. FJÁRLAGAKREPPA Í BANDARÍKJUNUM Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi deila hart um fjárlög ársins, en þurfa að af-greiða þau fyrir vikulokin. Repú-blikanar, sem eru með meirihluta á þingi k t í Útlit er fyrir að lánardrottn- a r, s k u l d a - bréfaeigendur og fleiri kröfu- hafar taki yfir olíuverslunina N1. Stefnt er á að fjárhags- legri endur- skipulagningu fyrirtækisins ljúki í sumar. Fyrirtækið var í ábyrgð fyrir skuldum eigenda N1, eignarhalds-félagsins BNT, sem lenti í vanskil-um með 9,2 milljarða króna lán sem var á gjalddaga í fyrra. „Það var enginn valkostur í stöðunni,“ segir Hermann Guð-mundsson, forstjóri N1. Hann úti-lokar ekki að kröfuhafar félagsins leiti eftir því að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað þegar fram líða stundir. - jab / Sjá síðu 4 N1 í hendur kröfuhafa DÆLT Á BÍLINN Kröfuhafar eru við það að taka N1 yfir. Mikið drukkið Bjartsýnin borgar sig Bílaleigan Hertz á Íslandi er fjörutíu ára. tímamót 18 FERÐALÖG Færst hefur í vöxt að erlendir ferðamenn óski eftir puttalingum í bílaleigubíla sína til að deila með sér eldsneytis- kostnaði sem og upplifun sinni á landinu. Þetta segir Birgir Þór Halldórsson eigandi vefsíð- unnar sam- ferda.is sem tekið hefur við sem helsti við- komustaður puttalinga af þjóðvegum landsins. Birgir segir að eftir að kreppti að í buddum landsmanna hafi orðið sprenging í notkun vefsíð- unnar. „Puttalingar nútímans skipu- leggja ferðir sínar með auglýs- ingum á netinu og tryggja sér far með ókunnugum fram í tím- ann, en á sama tíma leita æ fleiri bíleigendur að samferðafólki til lengri ferða, og með góðum árangri,“ segir Birgir. - þlg / Allt í miðju blaðsins Puttalingar af þjóðvegunum: Fylla bílaleigu- bíla með húkki • • • • • www.for lagid . i s „Ótrúlega grípandi.“ N o w Ný bók eftir Dorothy Koomson, höfund Dóttir hennar, dóttir mín og Góða nótt, yndið mitt VORI Ð ER K OMIÐ 19.900,- 29.900,- 2.795,- 3.495,- Alveg steikt verð! 6.-13. apríl 2011 Tilbo ð ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag Æðisleg upplifun Hin 14 ára Magdalena Sara Leifsdóttir sigraði í Elite-fyrirsætukeppninni. fólk 24 UMHVERFISMÁL Sérfræðingahóp- ur Matvælastofnunar óttast að mengað ryk frá sorpbrennsl- unni Funa fjúki um í Skutuls- firði og viðhaldi menguninni þrátt fyrir að brennslunni hafi verið hætt. Í bráðabirgðaskýrslu segir að fram að þeim tíma sem brennslu var hætt hafi borist stöðug mengun frá Funa. Mikið af því mengandi efni sé enn á svæðinu og sennilegt er að það verði á ferðinni þar um nokkurn tíma. „Því er líklegt að mengun sé enn að eiga sér stað á svæðinu,“ segir í skýrslunni. Hætta er á að díoxín mengi jarðveg í Engidal næstu áratug- ina, að mati sérfræðings. - shá / sjá síðu 6 Skýrsla Matvælastofnunar: Díoxín-mengað ryk talið fjúka SKÚRAVEÐUR Í dag má búast við strekkingi við S- og V-ströndina og skúrum en heldur hægari vindi annars staðar. Úrkomulítið NA- og A-lands verður úrkomulítið. VEÐUR 4 5 2 2 3 4 ÞJÓÐKIRKJAN Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóð- kirkjunnar fékk tíu ný mál inn á borð til sín á síðasta ári. Tveimur hefur verið vikið úr starfi, en hvor- ugur starfaði sem prestur. Fagráðið lítur á öll tilvik sem alvarleg brot. Sum málanna áttu sér stað þegar þolendur voru börn að aldri og eru fyrnd að lögum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu fagr- áðs þjóðkirkjunnar. Formaður fagráðsins, Gunnar Rúnar Matthíasson, segir að í öllum tilvikum sé þolendum bent á sem fyrsta valkost að leita til lögreglu. Ekkert af málunum hafi þó ratað þangað, líklega vegna þess að mörg þeirra séu fyrnd. „Við erum greini- lega enn að vinda ofan af fortíðinni og ég vona að við séum að gera það vel,“ segir Gunnar. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort gerendur séu prestar eða gegni öðrum störfum innan kirkj- unnar. „Brotin eru ekki síður alvarleg þegar þau verða af hendi þeirra sem hafa minni skyldum að gegna, eins og í æskulýðsstarfi, kórastarfi, safnaðarþjónustu eða öðru,“ segir Gunnar. „Þó höfum við ekki þurft að sinna mörgum slíkum málum.“ Gunnar segir að nauðsynlegt sé að vera vakandi fyrir því að ger- endur geti verið af báðum kynj- um. „Það er eins með þolendur. Þar horfum við ekki á kynferðisþáttinn, heldur þátt ofbeldis og misnotkun- ar í hverju máli fyrir sig. Og hann vegur jafnt ef einstaklingur í trún- aðarstöðu brýtur á einhverjum sem treystir honum,“ segir Gunnar. Eitt tilvik var tilkynnt til barna- verndaryfirvalda á síðasta ári og er það ekki eitt af þeim tíu sem komu á borð fagráðsins. Það mál kom upp í æskulýðsstarfi innan kirkjunnar og er gerandinn annar þeirra sem vikið hefur verið úr starfi. - sv Tíu kynferðisbrotamál á borð kirkjunnar 2010 Fagráð þjóðkirkjunnar fékk tíu mál inn á borð til sín á síðasta ári. Öll varða þau kynferðisbrot af hendi starfsfólks kirkjunnar. Tveimur hefur verið vikið úr starfi. Eitt mál var sent til barnaverndarnefndar og fór ekki inn á borð fagráðs. Fagráð þjóðkirkjunnar var stofnað árið 1998. Fram til ársins 2010 höfðu þrjú mál komið inn á borð þess. Nú eru þau orðin þrettán. Sex af þeim tíu málum sem komu til fagráðsins á síðasta ári bárust á síðustu fjórum mánuðum ársins. Þá lét fagráð sig einnig varða eldri mál um ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi. Þau eru ekki tilgreind með heildar- fjöldanum. 13 mál til fagráðs BIRGIR ÞÓR HALLDÓRSSON SNÚ SNÚ Í MELASKÓLA Krakkarnir í Melaskóla fögnuðu mildu veðri sem gældi við landsmenn í gær og brugðu sér í snú snú og aðra gamla og góða sumarleiki. Búast má við strekkingi víða um land í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ríkisstjórninni tillög- ur sem meðal annars fela í sér að aflaheimildum verði úthlutað til minnst 35 ára en ekki ótímabund- ið eins og nú sé. Einnig að veiði- gjald miðist við hagnað útgerða í stað framlegðar. „Það er alveg klárt að það verð- ur ekki skrifað undir neina kjara- samninga á meðan verið er að rústa sjávarútveginum eins og er samkvæmt frumvarpi sem búið er að smíða eftir því sem við kom- ust næst. Ég held að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu ekki farnir að skilja það ennþá að við ætlum ekki að gefa þetta eftir,“ segir Vil- mundur Jósefsson, formaður SA. Ekki fengust viðbrögð forsvars- manna ríkisstjórnarinnar eða for- ystu sjávar- og landbúnaðarnefnd- ar Alþingis í gær. Vilmundur segir SA hafa átt tvo fundi með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra. „Það er bara talað út og suður,“ segir Vilmundur um þá fundi. - gar Samtök atvinnulífsins leggja til 35 ára kvóta og tengingu veiðigjalds við hagnað: Gefa ekki eftir í sjávarútvegsmálum Afgreitt mál Real Madrid og Schalke eru bæði komin með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar. sport 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.