Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 10
7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR10 ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁR: Skýrsla stjórnlaganefndar afhent stjórnlagaráði Aðalfundur SA 2011 verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl á Hilton Reykjavík Nordica og hefst opin dagskrá kl. 14.00. Vilmundur Jósefsson Jóhanna Sigurðardóttir Jóhann Jónasson Sigríður Margrét Oddsdóttir Guðmundur Þorbjörnsson Ingibjörg G. Guðjónsdóttir Rannveig Rist OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16 Ávarp Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra ATVINNULEIÐIN ER FÆR Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna Fundarstjóri er Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi. Skráning á www.sa.is Stjórnlaganefnd leggur til að auð- lindir landsins verði skilgreindar sem þjóðareign í stjórnarskránni. Tillagan er í samræmi við ein- dregna kröfu Þjóðfundar frá því í haust. Nefndin tekur þó fram að hugtakið „þjóðareign“ sé óskýrt og þarfnist nánari skilgreiningar. Ekki sé til dæmis ljóst hvort „þjóðareign“ eigi að fela í sér eignarrétt ríkisins eða ekki. Þá leggur nefndin til að í stjórnar- skrá verði kveðið á um að heimildir sem mönnum eru veittar til að nýta náttúruauðlindir í þjóðareign skuli aldrei leiða til eignarréttar eða óaft- urkallanlegs forræðis einka aðila yfir þeim. Lagt er til að röð kafla stjórnar- skrárinnar verði breytt og hverj- um þeirra gefið heiti til að auðvelda yfirsýn. Lagt er til að mannréttinda- kaflinn verði færður fremst, það er fram fyrir einstaka kafla um stofn- anir ríkisins. Slíkt væri til þess fall- ið að endurspegla mikilvægi mann- réttinda og þá grunnhugsun að öll meðferð ríkisvalds og starfsemi stofnana ríkisins sé bundin mann- réttindum enda komi valdið frá þjóðinni. Meðal tillagna er að sérstakur kafli verði um utanríkismál. Telur nefndin brýnt að skýrðar verði reglur stjórnarskrár um hlutverk og áhrif Alþingis á utanríkismál. Leggur hún því fram þann valkost að fest verði í stjórnarskrá skylda ráðherra til að hafa samráð við utanríkismálanefnd áður en tekin er ákvörðun um mikilvæg utan- ríkismál. Ákvörðun um stuðning við stríð gegn öðru ríki skuli jafn- framt skilyrðislaust háð samþykki Alþingis. Lagt er til að í stjórnarskrána bætist ákvæði um heimild til þess að íslenska ríkið verði aðili að þjóð- réttarsamningi sem felur í sér skuldbindingu til að framselja hluta löggjafarvalds, framkvæmdarvalds eða dómsvalds til alþjóðastofnana. Annar valkostur í þeim efnum er að framsal ríkisvalds sé eingöngu heimilt á afmörkuðu sviði í þágu friðar og alþóðlegrar samvinnu. Stjórnlaganefnd leggur til að í stjórnarskráni verði yfirlýsing um að forsetinn sé þjóðhöfðingi lýð- veldisins. Meðal valkosta um for- setaembættið er að ef enginn fram- bjóðenda til emættisins hlýtur meirihluta atkvæða skuli að nýju kosið milli þeirra tveggja er flest atkvæði fengu. Einnig; að forseti skuli ekki sitja lengur en þrjú kjör- tímabil. Lagt er til að skoðað verði hvort í ákvæði um málsskotsrétt beri að undanskilja fjárlög, fjáraukalög, lög um skatta og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarlegum skuld- bindingum, að forsetinn hafi þrjá daga til ákveða hvort hann synji máli staðfestingar og að hann þurfi að rökstyðja ákvörðun þar um. bjorn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is Skilgreina þarf „þjóðareign“ Stjórnlaganefnd leggur til marga og ítarlega valkosti um breytingar á stjórnarskrá. Lagt er til að fimmtán prósent kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskrárbreytingar verði auðveldaðar. Stjórnlaganefnd vann skýrslu sína um stjórnarskrármálefni á grundvelli laga um stjórnlagaþing. Ætlunin var að stjórnlagaþing fengi skýrsluna en eftir ógildingu á kjöri til þess og lagabreytingar í kjölfarið var hún afhent stjórnlagaráði til meðferðar. Stjórnlaganefnd stóð að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni og kallaði þar eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og breytingar á henni. Vann nefndin úr þeim upplýsingum sem þar söfnuðust og aflaði frekari gagna. Í skýrslunni eru hugmyndir nefndarinnar um breytingar á stjórnarskránni auk sjálfstæðra úttekta, skýrslna og skýringa. Í stjórnlaganefnd, sem Alþingi kaus, sátu Guðrún Pétursdóttir formaður, Aðal- heiður Ámundadóttir, Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen, Ellý Katrín Guð- mundsdóttir, Njörður P. Njarðvík og Skúli Magnússon. Með afhendingu skýrslunnar í gær lauk stjórnlaganefnd störfum. Skýrsluna og frekari upplýsingar og gögn er að finna á vefsíðunni stjornlagarad.is. Aðeins hugmyndir Lagðar eru til tvær hugmyndir um hvernig upphaf stjórnarskrárinnar gæti hljómað: Valkostur 1 I. KAFLI UNDIRSTÖÐUR Ísland er frjálst og fullvalda lýðveldi, reist á virðingu fyrir reisn mannsins, umhverfi og friði meðal þjóða. Allt vald kemur frá þjóðinni. Lýðræði, réttarríki og virðing fyrir mannréttindum eru hornsteinar stjórnskipunar Íslands. Valkostur 2 AÐFARAORÐ Við Íslendingar, lýsum yfir fortakslausri virðingu mannsins og reisn ásamt ábyrgð á því landi og lífríki sem við byggjum tilveru okkar á. Sem sjálfstæð þjóð meðal þjóða lýsum við jafnframt yfir þeim ásetn- ingi að vinna á þessum grunni með öðrum þjóðum og stuðla að friði. Það ríki sem við höfum stofnað til og falið vald þjóðarinnar skal í hvívetna byggt og bundið lögum með lýðræði, mannréttindi og heiðar- leika að leiðarljósi. Með þetta fyrir augum setjum við okkur grundvallarlög í svofelldri stjórnarskrá: I. KAFLI UNDIRSTÖÐUR Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Hvernig á stjórnarskrá Íslands að byrja? Mannréttindamál: ■ Við jafnræðisregluna bætist að ekki megi mismuna fólki á grundvelli fötlunar og kynhneigð- ar, og hugsanlega einnig aldurs eða búsetu. ■ Nokkrir valkostir lagðir fram um ákvæði um trúfrelsi og jafnræði trúfélaga, meðal annars: Engin trúarbrögð skulu njóta forréttinda umfram önnur. ■ Nafnleynd og vernd heimildar- manna fjölmiðla skuli tryggð með lögum, sem og starfsemi sjálf- stæðra fjölmiðla. ■ Börnum verði tryggður réttur til ákvörðunar um eigin málefni. Stjórnlagaráð: ■ Stofnað verði svokallað stjórnlagaráð, skipað lögfróðum mönnum, sem gæti veitt álit á því hvort efni lagafrumvarpa samrýmdist ákvæðum stjórnar- skrár. Dómstólar: ■ Bæði lögð fram hugmynd um að leggja niður landsdóm, og eins að skipan hans verði breytt á þá leið að í honum sitji ofangreint stjórnlagaráð, forseti Hæstaréttar og aðrir þeir sex dómarar við Hæstarétt sem lengst hafa starfað. Beint lýðræði: ■ Alþingi skuli láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu ef 15 prósent kjósenda krefjast þess. ■ Forseta verði gert skylt synja lögum staðfestingar og skjóta þeim til þjóðarinnar ef 15 prósent kjósenda krefjast þess. ■ Þriðjungur þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Sveitarfélög: ■ Réttur íbúa til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni sveitarfélaga skuli tryggður með lögum. Stjórnarskrárbreytingar: ■ Allar breytingar á stjórnarskrá skuli samþykktar í þjóðaratkvæða- greiðslu, en samhliða verði fellt niður ákvæði um að samþykkja þurfi breytingarnar á Alþingi fyrir og eftir þingrof. Meðal valkosta FYRSTI FUNDURINN Stjórnlagaráð mun í næstu þrjá til fjóra mánuði fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar og eigin tillögur um breytingu á stjórnskrá lýðveldisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.