Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 7. apríl 2011 33 Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzó- sópran og Antonía Hevesi leiða saman hesta sína á hádegistón- leikum í Hafn- arborg í dag. Yfirskrift tónleikanna er Skaphiti og ást, en þar flytja þær stöllur aríur frá barokk- til rómantíska tímabilsins, meðal annars eftir Donizetti, Rossini og Verdi. Sigríður Aðalsteinsdótt- ir hóf söngferil sinn í Þjóð- aróperunni í Vínarborg árið 1997 og hefur haldið fjölda ljóðatónleika og komið fram sem einsöngvari víða með kórum og hljómsveitum, til dæmis Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún kennir einsöng við Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík. Antonía starfar sem orgel- og píanómeðleikari og æfingapían- isti við Íslensku óperuna. Þetta er níunda árið í röð sem Hafnar- borg býður upp á hádegistónleka og hefur Antonía verið listrænn stjórnandi frá upphafi. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað klukkan 11.30. Sigríður og Antonía í Hafnarborg ANTONÍA HEVESI SIGRÍÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR Leikritið Bjart með köflum verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Það er eftir Ólaf Hauk Sím- onarson sem hefur samið mörg af vinsælustu leikritum sem sýnd hafa verið í Þjóðleikhúsinu á síð- ustu áratugum; Gauragang, Þrek og tár, Hafið, Græna landið og Bílaverkstæði Badda svo dæmi séu nefnd. Öll þessi leikrit voru sett á svið undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar sem leikstýrir einn- ig verkinu Bjart með köflum. Í verkinu segir frá því hvað gerist þegar ungur piltur, Jakob, er sendur í sveit þar sem nútím- inn virðist ekki hafa haldið inn- reið sína. Hann verður fljótt mið- punktur í ævagömlum fjandskap milli bæja í sveitinni. Leikritið gerist árið 1968 á tímum efna- hagserfiðleika þegar fólk flýr land í leit að nýjum tækifærum og þeir sem eftir verða spyrja sig að því hvers vegna þeir vilji búa hér. Tónlist skipar háan sess í verk- inu sem kynnt er sem leikrit með söngvum og er tónlistarstjórn í höndum Jóns Ólafssonar. Þrír ungir leikarar fara með aðalhlutverk í sýningunni, þau Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Heiða Ólafs- dóttir, en Heiða þreytir nú frum- raun sína í Þjóðleikhúsinu. -sbt Bjart með köflum í Þjóðleikhúsinu Bandaríska söngkonan Cindi Lauper er væntanleg til Íslands. Hún heldur tónleika í Hörpu í sumar. Í fréttatilkynningu frá tón- leikahaldara segir að Lauper mæti hingað með hljómsveit og hyggist flytja öll sín helstu lög. Þar á meðal Girls Just Want To Have Fun, True Colors, Time After Time og All Through The Night. Þá mun leika lög af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues. Tónleikar Lauper verða í stóra sal Hörpunnar, Eldborg, hinn 12. júní næstkomandi. Cindi Lauper í Hörpu í júní CINDI LAUPER Syngur öll sín þekktustu lög í Hörpu í júní. ÚR BJART MEÐ KÖFLUM Ungir leikarar eru í helstu burðarhlutverkum í þessari söngsýningu, þau Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Heiða Ólafsdóttir. Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 552 8300 ❚ thorsmork@thorsmork.is ❚ www.thorsmork.is Þórsmörk Er hópurinn að huga að vorferð? Komið í Húsadal og upplifið þessa náttúruperlu í aðeins 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Þórsmörk er sannkallað ævintýraland náttúruunnenda með endalausum möguleikum á gönguleiðum og útiveru þar sem jöklar, ár, fjöll og gróður kallast á í þessu magnaða landslagi. Fjölbreytt gisting Í Húsadal er fjölbreytt aðstaða fyrir einstaklinga og hópa til styttri eða lengri dvalar. Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum og skálum. Frábær aðstaða Í glæsilegum funda- og veitingasal eru sæti fyrir um 100 manns, hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur eða veisluhöld. Við getum boðið upp á fulla þjónustu í mat og drykk fyrir hópa. Auk þess eru gufubað og sturtur á staðnum og hvað er betra eftir hressandi gönguferð en að skella sér í gufu? Fróðleikur um gosin. Við bjóðum upp á fyrirlestur og myndasýningu um gosin í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi og afleiðingar þeirra. Einnig skipuleggjum við gönguferðir, kvöldvökur, leiki, grillveislur og gerum tilboð í akstur. Hafið samband eða farið á vefsíðu okkar www.thorsmork.is til að fá frekari upplýsingar. Sjáumst í Mörkinni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.