Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 24
24 7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR Óvenju mikil eindrægni ríkti á fundi um fimmtíu utanríkis- ráðherra og fulltrúa alþjóðastofn- ana um málefni Líbíu sem ég sat í síðustu viku í London. Þátttak- endur voru sammála um nauðsyn þess að styðja líbísku þjóðina í að koma á friði. Yfirvofandi hrann- morð harðstjórans Gaddafís gegn vopnlausum þegnum Líbíu yrði að stöðva. Það vakti athygli mína hversu eindregnir fulltrúar Araba- ríkjanna á fundinum voru í stuðn- ingi sínum við það að Atlantshafs- bandalagið tæki við samræmingu aðgerða gegn Líbíustjórn. Þríþættar aðgerðir Á ríkjaráðstefnunni voru sam- þykktar þrennskonar aðgerðir. Í fyrsta lagi að framfylgja álykt- unum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftferðabann, við- skipta- og vopnasölubann og vernd óbreyttra borgara. Atl- antshafsbandalagið hefur fallist á óskir ýmissa smærri ríkja að taka að sér samræmingu þessa þáttar. Í öðru lagi að tryggja tafarlaust mannúðaraðstoð sem nú sárvan- tar í borgum þar sem átök geis- uðu. Sammæli var um að alþjóð- legar hjálparstofnanir stýrðu þessum lið. Í þriðja lagi að styðja líbísku þjóðina við uppbygg- ingu nauðsynlegra innviða til að byggja eigin framtíð með lýðræð- islegum stjórnarháttum. Á blóði drifnum ferli upprætti harðstjór- inn pólitíska flokka, fangelsaði, hrakti í útlegð eða drap pólitíska leiðtoga. Framkvæmdastjóra SÞ var falið að hafa umsjón með upp- byggingu pólitískra grunnstofn- ana svo tryggja megi frjálsar kosningar. Lagalegt umboð til aðgerða Þessar aðgerðir hvíla á skýru lögmætu umboði sem felst í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1973. Hún var samþykkt 18. mars af 10 ríkjum, enginn beitti neitunarvaldi en fimm sátu hjá. Ályktunin gengur mun lengra en sem nemur loft- ferðabanni eingöngu. Hún veitir heimild til hernaðaraðgerða til að fylgja eftir lokun lofthelgi. Í ályktuninni er einnig mikilvægt ákvæði um vernd óbreyttra borg- ara sem slær í gadda að ályktunin veitir ekki umboð til að koma upp erlendu hernámsliði í Líbíu. Hótanir um hrannmorð Í ljósi ofangreinds hafa því loft- árásir samstarfsríkjanna – og nú Nató – ekki síst miðað að eyði- leggingu loftvarnarkerfa Gadd- afís. Ályktunin leyfir hins vegar víðtækari loftárásir á hernaðar- leg skotmörk ógni þau líbískum almenningi. Markmið hennar er að bjarga mannslífum sem voru í mikilli hættu. Sá háski speglaðist í yfirlýsingum harðstjórans þegar hann kvaðst í aðdraganda atlög- unnar að Benghazi ekki myndu sýna neinum miskunn og engu eira. Ban Ki-moon framkvæmda- stjóri SÞ telur þessar aðgerðir hafa bjargað þúsundum manns- lífa. Tífaldur styrkleikamunur Í kjölfarið hefur verið deilt um hvort ályktunin heimili að senda uppreisnarmönnum vopn. Þá er vísað til þess að þó skotfæri beggja séu farin að ganga til þurrðar er munurinn á herstyrk þeirra tífald- ur Gaddafí í vil. Möguleikinn á endurnýjun vopnabirgða er sömu- leiðis mikill. Uppreisnarmenn eiga enga fjársjóði en þó eignir Gadd- afís hafi verið frystar sýna skrár AGS að líbíska stjórnin á 144 tonn af gulli í landinu. Valdamikil ríki eins og Bret- land, Bandaríkin, og jafnvel Frakkar, hafa því rætt opinskátt um að vopna beri uppreisnar- mennina til að gefa þeim færi á jafnstöðu um bardagagögn. Hóf- stillingin af hálfu Nató, og skil- yrðislaus hlýðni við lögmætt umboð öryggisráðsins, speglast hins vegar í því að framkvæmda- stjóri bandalagsins hefur hafnað afdráttarlaust þeirri túlkun að ályktun 1973 veiti heimild til að vopna uppreisnarmenn. Blóðsúthellingum afstýrt Viðbrögð SÞ við atburðum í Líbíu hafa undirstrikað hvers alþjóða- samfélagið er megnugt, taki ríki höndum saman um aðgerðir til verndar friði og mannréttindum. Þótt uppreisnaröflum hafi ekki enn tekist að velta Gaddafí úr sessi hefur frekari blóðsúthelling- um meðal óbreyttra borgara verið afstýrt að sinni. Hjálparstofnun- um er gert kleift að koma aðstoð til nauðstaddra. Í fyrsta skipti í langan tíma hafa helstu stofnanir alþjóðasamfélagsins unnið saman eins og til var ætlast og Sameinuðu þjóðirnar fyrir vikið verið styrkt- ar í sessi. Tvennt réði þar úrslitum: Ann- ars vegar að samkomulag innan öryggisráðs SÞ um viðbrögð sem lagði lagalegan grunn að sameig- inlegum aðgerðum. Hins vegar að ríki sem átt hafa nánust tengsl við Líbíu, bæði Arabaríkin og Afríku- ríkin, sýndu vilja til að bregðast við án tafar. Aðgerðir Íslands Allt frá því að ljóst var hversu grimmilega Gaddafí réðist gegn eigin borgurum hafa íslensk stjórnvöld fordæmt gjörðir hans og kallað eftir aðgerðum til að stöðva blóðsúthellingar og stríðs- glæpi. Við höfum tekið undir harðorðar ályktanir öryggisráðs- ins; við studdum vopnasölubann á Líbíu, frystingu eigna Gaddafís og höfðum virkan atbeina að því að sakadómstóli SÞ hefur verið falið að rannsaka árásir öryggissveita Gaddafís á íbúa landsins. Við höfum lokið innleiðingu ályktun- ar öryggisráðsins um refsiaðgerð- ir gagnvart Líbíu. Þá var Ísland eitt þeirra ríkja sem stóðu að til- lögu um að reka Líbíu úr mann- réttindaráði SÞ. Ísland hefur lagt 12 millj. kr. til matvælaaðstoðar og flótta- mannahjálpar SÞ til að bæta stöðu almennings á átakasvæðunum. Okkur hefur hins vegar engin beiðni borist um neins konar fram- lag í tengslum við aðgerðir Nató gagnvart Líbíu. Hlutverk Atlantshafsbandalagsins Þegar geggjaður harðstjóri leggur til atlögu við vopnlausa borgara, og lýsir yfir að engin miskunn verði sýnd, á alþjóðasamfélagið engan kost annan en að grípa til aðgerða til að koma á friði. Ella ber það siðferðilega ábyrgð á hrannmorð- um gegn saklausu fólki. Íslenskir þingmenn úr öllum flokkum voru sama sinnis. Hver og einn einast þingmaður sem á Alþingi tók til máls í tveim- ur umræðum um málefni Líbíu studdi aðgerðir. Ríkisstjórnin samþykkti formlega stuðning við ályktun öryggisráðsins nr. 1973. Einstök ríki óskuðu eftir að Nató samræmdi aðgerðirnar og utan- ríkismálanefnd Alþingis var kynnt að umræður færu fram um það á vettvangi bandalagsins. Þátttaka þess rúmaðist vel innan lögmæts umboðs ályktunar öryggisráðsins. Innan bandalagsins gildir neit- unarvald eins ríkis. Í ljósi ofan- greinds var fastafulltrúa Íslands hjá bandalaginu heimilað að leggj- ast ekki gegn samstöðu ríkja um að það tæki að sér umbeðið hlut- verk. Reynsla síðustu dægra hefur sýnt að það fylgir ályktun örygg- isráðsins með varfærnari og hóf- stilltari hætti en einstök ríki. Líbía og stuðningur Íslands Utanríkismál Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherraErlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þús- und milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjár- munum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullviss- aðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feyskn- ar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni … Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrir- tæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunar- aflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eign- ir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráa- blóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrás- arvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxem- borg, á Tortóla, á Ermarsund- seyjum og á Bresku Jómfrúar- eyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þess- ara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heim- ila. Hvaðan halda menn að fjár- munirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslu- lán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslu- tímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækj- um, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosning- um. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinn- ar á erlendum vettvangi. Þjóð- in hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í sam- skiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóð- arinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórn- um Íslands, Alþingi og Seðla- banka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar eng- inn annar vildi ljá okkur lið. Þrí- vegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslend- ingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagn- vart nágranna- og vinaþjóðum? Að semja eða svíkja Efnahagsmál Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra Snorri Baldursson, líffræð-ingur, nú einn af stjórnend- um Vatnjökulsþjóðgarðs, en áður einn af æðstu stjórnend- um hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið þann 22. febrúar s.l. Þar ber hann fram þá einlægu ósk, að með breyt- ingu á náttúruverndarlögum verði skógræktarstarf lands- manna „skaðað til frambúðar“. Þar kom að því, að upplýst væri hvað liggur að baki þeim til- lögum til breytinga á völdum köflum náttúruverndarlaganna, sem nú liggja fyrir í umverfis- ráðuneytinu. Snorri varpar fram undar- legum rökum gegn blönduðum skógum og kallar þess í stað eftir fábreytni í flóru lands- ins Þar fór alþjóðasamningur- inn um líffræðilega fjölbreytni út í hafsauga hjá honum. Hann tínir síðan saman hvaðan helstu skógartrén séu ættuð, eins og það sé þeim til hnjóðs. Allar plöntur í íslensku flórunni eru ættaðar einhvers staðar frá. Það virðist ekki skipta máli. Þess í stað er reynt að finna trjánum allt til foráttu vegna uppruna þeirra. Það er ekki góð líffræði og vond siðfræði. Leiðarljós náttúru- og umhverfisverndarfólks sem vinnur að skógrækt og land- græðslu hefur verið að bjarga birkiskógum landsins og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. Merkustu áfangar í náttúru- vernd hafa náðst fyrir tilstuðl- an skógræktar- og landverndar- fólks sem sneri bökum saman í baráttu gegn eyðingaröflunum. Nægir í því samhengi að nefna Hallormsstaðaskóg, Skaftafell, Þórsmörk, Heiðmörk, Hreða- vatn og Fnjóskadal, svo nefnd séu nokkur helstu skógarsvæð- in sem risið hafa úr öskustónni. Í grein sinni hvetur Snorri skógræktarfólk til að snúa sér að friðun lands; þá vaxi upp sjálfgrónir birkiskógar þar sem engir voru áður. Honum til upp- lýsingar má benda á að þetta er og hefur verið ein helsta aðferðin sem skógræktarfólk hefur stuðst við sl. 100 ár við að vernda og auka útbreiðslu birki- skóga, í samræmi við skógrækt- arlög frá 1907. Skógræktarfólk hefur feng- ist við fleiri uppbyggileg verk- efni, m.a. að auðga flóruna með fleiri tegundum sem verða til nytja óbornum kynslóðum. Eru þær tegundir nú þegar farn- ar að skila þjóðarbúinu arði og störfum og eru almenningi til yndis. Þar eru m.a. sígræn tré sem sóma sér vel í íslensku umhverfi, laða að sér gesti og eru til skjóls og yndisauka. Alls eru 4,5 milljónir heimsókna í íslenska skóga á ári hverju. Í Heiðmörk koma um 500 þúsund gestir árlega til að njóta nátt- úrufegurðar hinna fjölbreyttu sígrænu skóga og sumargrænu birkiskóga. Skóga sem hafa orðið til vegna friðunaraðgerða og ræktunarstarfs harðfylgins skógræktarfólks. Meðal þess sem einkum virðist ergja embættismann- inn er að veitt skuli ríkisfé til skógræktar. Í því sambandi er rétt að benda á að árið 2007 var Skógrækt ríkisins flutt til umhverfisráðuneytisins, sama ráðuneytis og Vatnajökulsþjóð- garður og Náttúrufræðistofnun Íslands heyra undir. Það eru engin ný tíðindi að stofnanir innan ráðuneyta keppi um fjár- framlög, því eins dauði er ann- ars brauð. Því er hún auðskilin aðförin að náttúru- og umhverf- isverndarfólki sem vinnur að skógræktarmálum og þarf að lúta valdi og njóta velvilja sama ráðherra. Nú er aðeins 1% af flatarmáli Íslands vaxið skógi en var um 30% við landnám og hefur ekkert evrópskt land orðið jafn illa úti í eyddum vist- kerfum skóga, gróðurlenda og jarðvegs. Þetta eru verstu ham- farir af mannavöldum í Íslands- sögunni og umhverfisslys á heimsmælikvarða. Það vekur enda furðu erlendra gesta að heyra af þessum fjandskap nokkurra embættismanna ríkis- ins út í einlægan og einbeittan vilja þjóðarinnar til að auka við skóglendi landsins að nýju. Sennilega átta þeir sig ekki á að baki þessu liggur samkeppni um fjármuni meðal stofnana umhverfisráðuneytisins og von um að málflutningurinn sé ráð- herra þóknanlegur. Undir lok greinar sinnar hvet- ur Snorri skógræktarfólk til „að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endur- heimta birkiskóginn“. Þessi ósk hans er kyndug í ljósi þess að skógræktarfólk hefur unnið náið með stjórnvöldum í 100 ár að þessum verkefnum. En ef yfir- völd til húsa í umhverfisráðu- neytinu ætla að skaða skógrækt- arstarfið til frambúðar, með eins markvissum hætti og kemur fram í máli þjóðgarðsvarðarins og fyrrverandi forstjóra Nátt- úrufræðistofnunar Íslands, þá er friðurinn úti. Skýrasta birt- ingarmynd þess ásetnings sést best í áðurnefndum frumvarps- dögunum um breytingu á nátt- úruverndarlögum sem nýlega hafa verið kynnt. Það væri ekk- ert annað en umhverfisslys verði þessi frumvarpsdrög að lögum. Þá mun skógræktarfólk og annað ræktunarfólk snúast til varnar fyrir landið. Náttúruvernd Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafa- samra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Skógrækt Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.