Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 3rúm ● RB rúm að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði hanna og framleiða rúm, höfðagafla og húsgögn, allt eftir þörfum viðskiptavina sinna. „Fermingarrúmin eru vinsælust hjá okkur í dag,“ segir Birna Katrín Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri RB rúma, um það sem helst er á döfinni hjá fyrirtækinu um þessar mundir. „Það liggur við að við vinnum á vöktum því það er svo mikið að gera,“ segir hún glettin og með sanni má segja að starfsmenn RB rúma hafi í nógu að snúast. Fyrir utan fermingarvertíðina liggur fyrir pöntun á um 500 hótelrúmum sem fyrirtækið þarf að smíða fyrir hin ýmsu hótel á Íslandi. En hvaða rúm eru vinsælust meðal fermingar- barnanna? „Við hönnum rúmin eftir óskum krakkanna og því geta þau valið lengd, breidd, hæð, stífleika og útlit,“ svarar Birna og grein- ir stolt frá því að rúmin liggi aldrei á lager hjá fyrirtækinu heldur séu framleidd eftir óskum viðskiptavinanna. „Undantekningalaust reynum við síðan að klára rúmið fyrir fermingardaginn,“ segir hún glaðlega. Hún segir algengast að fermingarbörnin velji rúm sem eru 90 til 120 cm á breidd. Öll séu þau með svokölluðu tvöföldu fjaðrakerfi en í því felst að springdýna liggur ofan á trégrind með fjöðr- um. „Þá er einnig vinsælt að vera með bólstraðan höfðagafl og klæða rúmbotninn í sama efni. Þá kaupa einnig margir náttborð í sama stíl,“ segir hún en náttborðin eru helsta nýjungin í framboði RB rúma. Einnig eru kistlarnir vinsælir, sem fyrirtækið smíðar í öllum stærðum. Í þeim er gott geymslupláss en þá má einnig nota sem sæti. RB rúm standa á gömlum grunni en fyrirtæk- ið var stofnað af föður Birnu, Ragnari Björns- syni, árið 1943. „Það er enn í dag fjölskyldufyrir- tæki og öll okkar framleiðsla og sala fer fram hér í Hafnarfirðinum,“ segir Birna en bætir við að vörurnar séu einnig seldar í Bústoð í Keflavík og Vörubæ á Akureyri. Hún segir marga þekkja til fyrirtækisins og góður orðstír þess hafi borist víða, jafnvel út fyrir landsteinana. Til marks um það hlutu RB rúm í lok síðasta árs alþjóðleg verðlaun á Int- ernational Quality Crown Awards í London fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. „Við vorum mjög ánægð með þessi verðlaun, sérstak- lega þegar tillit er tekið til þess að ekki er hægt að sækja um verðlaunin heldur verður einhver að tilnefna okkur,“ útskýrir Birna. Hún bendir fólki á heimasíðu fyrirtækisins www.rbrum. is ef það vill fá nánari upplýsingar. Framleiða um 500 hótelrúm Öll rúmin eru hönnuð, framleidd og smíðuð í verksmiðju RB rúma í Hafnarfirði. „Vinsælt er að vera með bólstraðan höfðagafl og klæða rúmbotninn í sama efni. Þá kaupa einnig margir náttborð í sama stíl,“ segir Birna Katrín Ragnarsdóttir hjá RB rúmum. MYND/GVA Fátt er rómantískara en að kúra í mjúku rúmi og horfa upp í hvítt flaxandi léreft yfir höfði sér. Höfðingjar, fyrirfólk, kóngar og drottningar hvíldu undir himnasængum hér fyrr á öldum. Himnasængin var þó í upphafi síður en svo tákn glæsileika og ríkidæmis. Raunar var hún notuð af al- menningi, sem þannig skýldi sér betur fyrir vosbúð og kulda í fremur óþétt- um híbýlum þess tíma. Rúm með himnasæng og tjöldum sem hægt var að draga fyrir voru síðar notað- ar af lávörðum og aðalsmönn- um á miðöldum til að halda á sér hita en ekki síður til að fá meira næði. Enda svaf fylgdar- fólkið oft í sama herbergi. Fram að sextándu öld voru slík rúm fremur látlaus. Upp úr því varð útskurður á höfða- gafli og súlum vinsæll og rúmin æ skrautlegri. Undir hárri himnasæng Svefnherbergi Henri II (1519-59) og Diane de Poitiers (1499-1566). NORDICPHOTOS/GETTY Himnasæng með kínversku sniði frá árinu 1750. Himnasængur þykja rómantískar enda veita þær ástföngnu pari gott næði og fallega umgjörð. NORDICPHOTOS/GETTY RB rúm hlutu alþjóðleg verðlaun í lok síðasta árs fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Stæðilegt eikarrúm frá árinu 1570.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.