Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 18
18 7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ ví er gjarnan haldið fram í umræðum um Icesave-samn- inginn að það sé ósanngjarnt að skattgreiðendur þurfi að greiða skuldir sem einkaaðilar stofnuðu til. Þess vegna sé það prinsippmál að segja nei við samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Það er alveg rétt að lítil sanngirni er í því að almenningur skuli þurfa að taka á sig skuldbindingar vegna falls einkafyrirtækisins Landsbankans. En við höfum þegar axlað gífurlegar byrðar vegna falls hinna einkareknu banka. Í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær voru bornar saman nokkrar stærðir. Samninga- nefnd Íslands telur að kostnað- urinn við Icesave-samninginn verði um 32 milljarðar. Hann gæti orðið minni, jafnvel enginn, og hann gæti orðið meiri. Endurfjármögnun hinna föllnu banka hefur hins vegar nú þegar kostað skattgreiðendur 210 milljarða króna. Endurfjármögnun Seðlabankans, til komin vegna gjaldþrots hans sem var afleiðing gífurlegra lánveitinga til bankanna gegn ótryggum veðum – sem rannsóknarnefnd Alþingis átaldi í skýrslu sinni – hefur kostað okkur 166 milljarða. Beinn kostnaður skattgreiðenda af banka- hruninu er líklega um 468 milljarðar, fimmtánföld sú upphæð sem spáð er að Icesave-samningurinn kosti okkur. Að leggja þessar byrðar á skattgreiðendur getur seint talizt sanngjarnt en það hefur engu að síður verið talið nauðsynlegur þáttur í endurreisn fjármálakerfis og efnahagslífs landsins. Engin nei-hreyfing hefur orðið til gegn þessum skuldbinding- um og engin víðtæk krafa um að þjóðin taki afstöðu til þeirra í almennri atkvæðagreiðslu. Með Icesave-samningnum næst friður við nágrannaríki okkar, greitt verður fyrir aðgangi Íslands að lánsfé og fjárfestingum og þar með áframhaldandi uppbyggingu. Er það prinsippmál að neita að standa við þann samning, af því að í Icesave-málinu var líka svínað á útlendingum, en ekki bara Íslendingum? Reikningurinn fyrir bankahrunið er tilkominn vegna athafna eigenda og stjórnenda bankanna en þó ekki þeirra einna. Rann- sóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að íslenzkir stjórnmálamenn, embættismenn og eftirlitsstofnanir hefðu einnig brugðizt. Það átti við í Icesave-málinu eins og mörgum öðrum. Þannig var skortur á eftirliti með Landsbankanum vegna Icesave eitt af því sem rannsóknarnefndin tilgreindi sérstaklega sem vanrækslu bankastjóra Seðlabankans. Það var með öðrum orðum íslenzka viðskipta- og stjórnmála- elítan, sem brást hlutverki sínu og steypti þjóðinni í útgjöld og skuldir. Það tekur eiginlega út yfir allan þjófabálk þegar sumir af þeim sem þá héldu um valdataumana láta í það skína að annarleg sjónarmið „elítunnar“ í landinu liggi að baki málflutningi þeirra sem hvetja til að gengið verði frá litlu broti af reikningnum og bætt fyrir mistök þeirra sem klúðruðu íslenzka fjármálaundrinu svo herfilega. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Icesave er lítið brot af reikningnum sem skattgreiðendur sitja uppi með vegna bankahrunsins. Elítusjónarmiðin Allt það skelfilega sem hendir full-orðna á átakasvæðum kemur einnig fyrir börn. Börn særast, látast, flýja, leita skjóls í flóttamannabúðum, verða fyrir hroðalegum ofbeldisverkum, missa heimili sín – berjast jafnvel sjálf. Fregnir hafa borist af því að börn séu á meðal þeirra sem eru undir vopn- um í Líbíu, á meðal uppreisnarhópa og mögulega í stjórnarher landsins. Þetta eru alvarlegar fréttir. Annað er enn sorglegra: Vopnuð börn í Líbíu eru síður en svo einsdæmi. Börn eru flækt inn í stríðsátök í á þriðja tug átakasvæða. Börn eru börn og einmitt þess vegna eiga þau samkvæmt alþjóðalögum að njóta sérstakrar verndar. Þrátt fyrir það enda þau alltof oft hjá vopnuðum hópum – stúlkur sem drengir. Auk þess að taka þátt í átökum eru börn í herjum meðal annars notuð sem burðarmenn og innan herflokkanna eru þau oft beitt kynferðislegu ofbeldi. Hver sá sem ekki er orðinn 18 ára telst samkvæmt alþjóðlegum skilgrein- ingum vera barn. Í bókun við Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að aðildarríki skuli tryggja að börn séu ekki skylduð til herþjónustu. Aðrir vopnaðir hópar en ríkisherir mega ekki undir nokkrum kringumstæðum skrá þá sem ekki eru orðnir 18 ára í sinn flokk – hvað þá að beita þeim í hernað- arátökum. Árið 2002, í tengslum við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, varð að stríðsglæp að nota börn undir 15 ára aldri í herþjónustu. Það er með öðrum orðum glæpur sem alltaf er refsiverður í stríði. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur þungar áhyggjur af lífi og velferð barna í Líbíu. Eftir því sem átökin dragast á langinn fá fréttir þaðan hins vegar smám saman minna vægi. Nú þegar hafa fréttir frá Líbíu færst aftar í íslensku fréttatímunum. Hvernig verður það eftir tvær vikur, mánuð, tvo mánuði? Eitt er víst: Börn í Líbíu munu þurfa aðstoð löngu eftir að þau eru horfin úr íslenskum frétta- tímum. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyð- arsöfnun til styrktar þessum börnum. Markmiðið er að styrkja hjálparstarf UNICEF á svæðinu en fræðast má um söfnunina á www.unicef.is. Nýjustu fregnir herma að börnum hafi enn fjölgað í hópi þess flóttafólks sem flúið hefur yfir landamærin. Stöndum þétt að baki börnum í Líbíu. Börn með byssur Utanríkis- mál Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Ábyrgðarleysið Benedikt Erlingsson leikhúsmaður er með hressilegri samfélagsgagnrýn- endum. Á Rás 2 í gærmorgun ræddi hann meðal annars um þann fjanda sem ábyrgðarleysið í samfélaginu er. Enginn ber ábyrgð á neinu. Tók hann tvö dæmi: Ragnar Önundarson og Björgólf Thor Björgólfsson. Ragnar bar ekki ábyrgð á sam- keppnislagabroti kortafyrir- tækjanna af því að hann (að eigin sögn) var bara for- stjóri. Ábyrgðin var eig- endanna, sagði hann. Björgólfur á hinn bóginn ber ekki ábyrgð á Icesave af því að hann (að eigin sögn) var bara eigandi Landsbankans. Ábyrgðin er bankastjóranna, segir hann. Hugmynd Af þessum kyndugu skýringum hafði Benedikt nokkurt gaman, þótt fyrir- litningin væri greinileg. Enda lauk hann máli sínu með því að leggja til að þeir Björgólf- ur og Ragnar tækju saman höndum og stofnuðu fyrirtæki. Björg- ólfur yrði eigandi og Ragnar forstjóri. Hvorugur bæri ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut og braut velgengninnar því bein og breið. Á borgarstjórnarfundi Jón Gnarr: „Mogginn er vondur við mig.“ Hanna Birna: „Með því að segja þetta ert þú vondur við fólkið á Mogganum.“ Þorbjörg Helga: „Hættu bara að lesa Moggann.“ Sóley: „Þú hefur ekki efni á að tala um að aðrir séu vondir við þig, þú ert sjálfur með sjónvarpsþátt.“ Jón: „Nú ert þú Sóley að verja Moggann.“ Sóley. „Nei, ég er ekki að verja Moggann.“ bjorn@frettabladid.is www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.