Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 7. apríl 2011 19 Um daginn rifjaðist upp þessi ræðubútur: „Til mín komu á dögunum tveir framsæknir vísindamenn … Þeir vildu kynna nýja hugmynd sína. Hún var sú að gera Ísland að útflutningsvöru, eins og þeir orðuðu það. Ég verð að kannast við, að í fyrstu skildi ég hvorki upp né niður í því, hvað þeir væru að fara. En þeir skýrðu hugmynd sína með eftirfarandi hætti. Við höfum borið íslenskt stjórnarfar saman við það sem annars staðar gerist og það fer ekki á milli mála, að Íslandi þykir betur stjórnað og af meiri hagkvæmni og skil- virkni en annars staðar þekkist. Þeir flýttu sér að bæta því við, að þetta hefði ekkert með núverandi stjórnmálamenn landsins að gera. Ísland, sem lítið land, hefði hrein- lega neyðst til þess að hafa skil- virkara og þar með ódýrara stýri- kerfi á sínum málum en ríkari og fjölmennari þjóðir. Væri raun- ar sama hvar niður væri borið í stjórnsýslunni, og nefndu vísinda- mennirnir til sögunnar dóms- og lögreglukerfi, utanríkisþjónustu, félags- og heilbrigðismál, verkleg- ar framkvæmdir, aðgang borgar- anna að stjórnkerfinu og máls- hraða á öllum sviðum.“ Ég kímdi. Þetta var á gamlárskvöld 1998. Ég var að hlusta á áramótaávarp for- sætisráðherra í sjónvarpinu. Þegar ég skömmu síðar rakst á ráðuneytisstjóra forsætisráðu- neytisins, gamlan kunningja minn og samstarfsmann, úti í bakarí, þetta var á Seltjarnarnesinu, spurði ég hann í mesta bróðerni, hvaða framsæknu vísindamenn ráðherrann hefði fengið í heim- sókn. Ráðuneytisstjórinn fór undan í flæmingi. Ég sendi honum að loknum hátíðum skriflega fyr- irspurn um málið. Mér barst ekki svar. Dómur RNA um stjórnsýsluna Rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) dró aðrar ályktanir um íslenzkt stjórnarfar en þær, sem for- sætisráðherrann fyrrverandi lýsti í gamlársræðu sinni 1998. Við skulum grípa niður í 8. bindi skýrslu RNA frá í fyrra (Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008), en það bindi skýrslunnar hefur ekki enn vakið þá eftirtekt sem vert væri. Þar stendur orðrétt meðal annars: ■ Fjármálaeftirlitið og Seðla- bankinn brugðust meginhlutverk- um sínum í aðdraganda banka- hrunsins. Eftirliti með einstökum fjármálastofnunum var verulega áfátt (bls. 131) ■ Efla þarf fagmennsku og stór- bæta vinnubrögð innan stjórn- sýslunnar … Stjórnmálamenn og embættismenn þurfa að setja sér siðareglur … Efla þarf þá hugsun meðal stjórnmálamanna að starf þeirra er öðru fremur þjónusta við almannaheill. … Takmarka þarf pólitískar ráðningar innan stjórnsýslunnar. Skerpa þarf ákvæði um ráðherraábyrgð … (bls. 152) ■ Setja þarf skýrar reglur um styrki til stjórnmálamanna og um gagnsæi í bókhaldi stjórnmála- flokka. Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjár- málalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almanna- hagsmuna gangi erinda einkafyr- irtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins (bls. 170) ■ Skýra þarf hlutverk forseta Íslands mun betur í stjórnar- skránni. … Æskilegt væri að for- setaembættið setti sér siðareglur (bls. 178) ■ Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. … Skortur á fagmennsku og vantrú á fræðileg- um röksemdum er mein í íslensk- um stjórnmálum. Andvaraleysi hefur verið ríkjandi gagnvart því í íslensku samfélagi hvernig vald í krafti auðs hefur safnast á fárra hendur og ógnað lýðræðislegum stjórnarháttum. (bls. 184) ■ Leita þarf leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórn- málamanna … Draga þarf úr ráðherraræði … Taka þarf stjórnarskrána til skipulegrar endurskoðunar í því skyni að treysta grundvallaratriði lýð- ræðissamfélagsins og skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa. (bls. 184) Stjórnarskráin og hrunið Skýrsla RNA setur endurskoðun stjórnarskrárinnar í skýrt sam- hengi við hrunið. Þeir, sem berj- ast af mestri hörku gegn endur- skoðun stjórnarskrárinnar, líta líklega enn svo á, að Íslandi sé „betur stjórnað og af meiri hag- kvæmni og skilvirkni en annars staðar þekkist“. Brýna nauðsyn ber til, að skýrsla RNA sé öll þýdd á ensku til fróðleiks handa útlendingum. Íslenzkt stjórnarfar: Tveir vinklar Þorvaldur Gylfason prófessor Í DAG Að bera fyrir sig börn Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguð- um upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu nátt- úrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissu- lega framtíðarfjárskuldbind- ingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýj- ustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun frem- ur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börn- in séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri nið- urstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Ice- save-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinn- ingalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stór- ar byrðar, þróaðist svo í fjálg- legra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barna- þrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðar- ins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrd- leikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barn- væða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina – gætuð þið látið vera að bera börn- in fyrir ykkur? Icesave Finnur Þór Vilhjálmsson lögfræðingur Ert þú á réttri hillu? Ertu á réttri hillu í lífinu? Ertu að fást við það sem hentar þinni manngerð og nýta hæfileika þína til fulls? Ertu að leita að nýjum starfsvettvangi? Í þessari aðgengilegu bók er fjallað um það hvernig hægt er að rýna í sjálfan sig og finna út frá nokkrum grunnþáttum hvar hæfileikarnir liggja. Kíktu í útgáfuboð bókarinnar Á RÉTTRI HILLU - Leiðin til hamingju í lífi og starfi eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, í verslun Eymundsson á Skólavörðustíg kl. 17 í dag. Allir velkomnir! „Ákaflega skýr og skemmtileg bók sem skilur lesandann eftir með kollinn fullan af spennandi hugmyndum og hugsunum.“ Felix Bergsson, leikari og dagskrárgerðarmaður „Lesandanum er boðið upp á skemmtilegt og nauðsynlegt ferðalag um sjálfan sig sem eykur ánægju og hamingju hvers og eins.“ Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital Ti lb oð ið g ild ir til 1 3 . ap ríl 2 0 1 1 . 2.999 kr. Áður 3.999 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.