Fréttablaðið - 07.04.2011, Side 45

Fréttablaðið - 07.04.2011, Side 45
FIMMTUDAGUR 7. apríl 2011 33 Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzó- sópran og Antonía Hevesi leiða saman hesta sína á hádegistón- leikum í Hafn- arborg í dag. Yfirskrift tónleikanna er Skaphiti og ást, en þar flytja þær stöllur aríur frá barokk- til rómantíska tímabilsins, meðal annars eftir Donizetti, Rossini og Verdi. Sigríður Aðalsteinsdótt- ir hóf söngferil sinn í Þjóð- aróperunni í Vínarborg árið 1997 og hefur haldið fjölda ljóðatónleika og komið fram sem einsöngvari víða með kórum og hljómsveitum, til dæmis Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún kennir einsöng við Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík. Antonía starfar sem orgel- og píanómeðleikari og æfingapían- isti við Íslensku óperuna. Þetta er níunda árið í röð sem Hafnar- borg býður upp á hádegistónleka og hefur Antonía verið listrænn stjórnandi frá upphafi. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað klukkan 11.30. Sigríður og Antonía í Hafnarborg ANTONÍA HEVESI SIGRÍÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR Leikritið Bjart með köflum verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Það er eftir Ólaf Hauk Sím- onarson sem hefur samið mörg af vinsælustu leikritum sem sýnd hafa verið í Þjóðleikhúsinu á síð- ustu áratugum; Gauragang, Þrek og tár, Hafið, Græna landið og Bílaverkstæði Badda svo dæmi séu nefnd. Öll þessi leikrit voru sett á svið undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar sem leikstýrir einn- ig verkinu Bjart með köflum. Í verkinu segir frá því hvað gerist þegar ungur piltur, Jakob, er sendur í sveit þar sem nútím- inn virðist ekki hafa haldið inn- reið sína. Hann verður fljótt mið- punktur í ævagömlum fjandskap milli bæja í sveitinni. Leikritið gerist árið 1968 á tímum efna- hagserfiðleika þegar fólk flýr land í leit að nýjum tækifærum og þeir sem eftir verða spyrja sig að því hvers vegna þeir vilji búa hér. Tónlist skipar háan sess í verk- inu sem kynnt er sem leikrit með söngvum og er tónlistarstjórn í höndum Jóns Ólafssonar. Þrír ungir leikarar fara með aðalhlutverk í sýningunni, þau Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Heiða Ólafs- dóttir, en Heiða þreytir nú frum- raun sína í Þjóðleikhúsinu. -sbt Bjart með köflum í Þjóðleikhúsinu Bandaríska söngkonan Cindi Lauper er væntanleg til Íslands. Hún heldur tónleika í Hörpu í sumar. Í fréttatilkynningu frá tón- leikahaldara segir að Lauper mæti hingað með hljómsveit og hyggist flytja öll sín helstu lög. Þar á meðal Girls Just Want To Have Fun, True Colors, Time After Time og All Through The Night. Þá mun leika lög af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues. Tónleikar Lauper verða í stóra sal Hörpunnar, Eldborg, hinn 12. júní næstkomandi. Cindi Lauper í Hörpu í júní CINDI LAUPER Syngur öll sín þekktustu lög í Hörpu í júní. ÚR BJART MEÐ KÖFLUM Ungir leikarar eru í helstu burðarhlutverkum í þessari söngsýningu, þau Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Heiða Ólafsdóttir. Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 552 8300 ❚ thorsmork@thorsmork.is ❚ www.thorsmork.is Þórsmörk Er hópurinn að huga að vorferð? Komið í Húsadal og upplifið þessa náttúruperlu í aðeins 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Þórsmörk er sannkallað ævintýraland náttúruunnenda með endalausum möguleikum á gönguleiðum og útiveru þar sem jöklar, ár, fjöll og gróður kallast á í þessu magnaða landslagi. Fjölbreytt gisting Í Húsadal er fjölbreytt aðstaða fyrir einstaklinga og hópa til styttri eða lengri dvalar. Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum og skálum. Frábær aðstaða Í glæsilegum funda- og veitingasal eru sæti fyrir um 100 manns, hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur eða veisluhöld. Við getum boðið upp á fulla þjónustu í mat og drykk fyrir hópa. Auk þess eru gufubað og sturtur á staðnum og hvað er betra eftir hressandi gönguferð en að skella sér í gufu? Fróðleikur um gosin. Við bjóðum upp á fyrirlestur og myndasýningu um gosin í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi og afleiðingar þeirra. Einnig skipuleggjum við gönguferðir, kvöldvökur, leiki, grillveislur og gerum tilboð í akstur. Hafið samband eða farið á vefsíðu okkar www.thorsmork.is til að fá frekari upplýsingar. Sjáumst í Mörkinni!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.