Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 36

Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 36
28. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar & námskeið Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar, heldur fyrirlestur um vísindastarf samtakanna í sal Þjóðminjasafns- ins í dag frá klukkan 12 til 13.15. Landssamtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína þremur árum síðar með mjög víð- tækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar, þar sem áhersla var lögð á að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma meðal Íslendinga. Rann- sóknin hefur staðið yfir í meira en fjörutíu ár og hefur náð til rúm- lega þrjátíu þúsund Íslendinga. Margar nýjar rannsóknir hafa tengst henni. Þessar rannsóknir hafa orðið grundvöllur þekking- ar hérlendis á helstu áhættuþátt- um kransæðasjúkdóma. Vísindastarf Hjartaverndar Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Vala Gestsdóttir heldur útskriftar- tónleika sína í Þjóðmenningarhús- inu laugardaginn 30. apríl klukkan 17. Vala útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum frá tónlistardeild Listaháskólans í vor. Á tónleikunum verður frumflutt verkið Völuspá í tónmáli, tónverk fyrir einsöngvara, kór og hljóm- sveit í þremur samtengdum köfl- um sem lýsa sköpun heimsins, ragnarökum og endurrisi jarðar, við texta Þórarins Eldjárns. Einnig verða flutt verkin Vertu hér, Betty Boop, Strengjarinn og Brassarinn og Sestu-Dansaðu-Vertu. Einsöngvarar á tónleikunum eru Sólveig Samúelsdóttir messósópr- an, Hafsteinn Þórólfsson barítón og Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Stjórnandi á tónleikunum er Úlfar Ingi Haraldsson. Völuspá í tónmáli Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu ● SPÁÐ Í SPIL Spámiðillinn Hrönn Friðriks- dóttir mun ásamt Ölmu Hrönn Hrannardóttur kenna áhugavert tveggja kvölda námskeið 2. og 7. maí næstkomandi. Þar munu þær kenna und- irstöðuatriði í að leggja spil og lesa úr fyrir aðra. Markmiðið er að koma þátttakendum yfir þrösk- uldinn hvað varðar spilalagnir og spádóma. Kenndar verða þrjár mismunandi spilalagn- ir. Þátttakendur velja hvers konar spil þeir nota; tarotspil, sígaunaspil eða venjuleg spil. Þátttak- endur koma með eigin spil. Kennt verður í Súðarvogi 7. ● TORFHLEÐSLUNÁMSKEIÐ FORNVERKASKÓLANS Þrjú námskeið í torfhleðslu og grindarsmíði verða á vegum Fornverka- skólans í sumar. Námskeiðin eru haldin á Tyrfingsstöðum 6. til 9. júní, 13. til 16. júní og þriðja námskeiðið í ágúst. Á námskeiðunum í júní verður kennd hleðsla torfveggja og smíði húsgrindar. Hlaðnir verða veggir í hrútakofa og grind smíðuð í búr og hrútakofa og þak tyrft. Þá verður haldið grjóthleðslunámskeið í Skagafirði í haust eða sumar. Meginmarkmið skólans er að bjóða kennslu í vinnubrögðum og verklagi í hefðbundnu íslensku byggingarhandverki. Fornverkaskólinn er samstarfsverkefni Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og tréiðnað- ardeildar Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Nánari upplýsingar er að finna á www.fornverkaskolinn.is. Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Kjúklingapylsur Kjúklingapylsurnar frá Holtakjúklingi eru framleiddar úr besta hráefni sem völ er á. Því geta þeir sem hugsa um hollustuna nú gætt sér á þjóðarrétti okkar Íslendinga með góðri samvisku. Hvort sem þeir vilja hann með hráum, steiktum, tómat, sinnepi eða bara beint af grillinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.