Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 36
28. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar & námskeið Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar, heldur fyrirlestur um vísindastarf samtakanna í sal Þjóðminjasafns- ins í dag frá klukkan 12 til 13.15. Landssamtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína þremur árum síðar með mjög víð- tækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar, þar sem áhersla var lögð á að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma meðal Íslendinga. Rann- sóknin hefur staðið yfir í meira en fjörutíu ár og hefur náð til rúm- lega þrjátíu þúsund Íslendinga. Margar nýjar rannsóknir hafa tengst henni. Þessar rannsóknir hafa orðið grundvöllur þekking- ar hérlendis á helstu áhættuþátt- um kransæðasjúkdóma. Vísindastarf Hjartaverndar Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Vala Gestsdóttir heldur útskriftar- tónleika sína í Þjóðmenningarhús- inu laugardaginn 30. apríl klukkan 17. Vala útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum frá tónlistardeild Listaháskólans í vor. Á tónleikunum verður frumflutt verkið Völuspá í tónmáli, tónverk fyrir einsöngvara, kór og hljóm- sveit í þremur samtengdum köfl- um sem lýsa sköpun heimsins, ragnarökum og endurrisi jarðar, við texta Þórarins Eldjárns. Einnig verða flutt verkin Vertu hér, Betty Boop, Strengjarinn og Brassarinn og Sestu-Dansaðu-Vertu. Einsöngvarar á tónleikunum eru Sólveig Samúelsdóttir messósópr- an, Hafsteinn Þórólfsson barítón og Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Stjórnandi á tónleikunum er Úlfar Ingi Haraldsson. Völuspá í tónmáli Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu ● SPÁÐ Í SPIL Spámiðillinn Hrönn Friðriks- dóttir mun ásamt Ölmu Hrönn Hrannardóttur kenna áhugavert tveggja kvölda námskeið 2. og 7. maí næstkomandi. Þar munu þær kenna und- irstöðuatriði í að leggja spil og lesa úr fyrir aðra. Markmiðið er að koma þátttakendum yfir þrösk- uldinn hvað varðar spilalagnir og spádóma. Kenndar verða þrjár mismunandi spilalagn- ir. Þátttakendur velja hvers konar spil þeir nota; tarotspil, sígaunaspil eða venjuleg spil. Þátttak- endur koma með eigin spil. Kennt verður í Súðarvogi 7. ● TORFHLEÐSLUNÁMSKEIÐ FORNVERKASKÓLANS Þrjú námskeið í torfhleðslu og grindarsmíði verða á vegum Fornverka- skólans í sumar. Námskeiðin eru haldin á Tyrfingsstöðum 6. til 9. júní, 13. til 16. júní og þriðja námskeiðið í ágúst. Á námskeiðunum í júní verður kennd hleðsla torfveggja og smíði húsgrindar. Hlaðnir verða veggir í hrútakofa og grind smíðuð í búr og hrútakofa og þak tyrft. Þá verður haldið grjóthleðslunámskeið í Skagafirði í haust eða sumar. Meginmarkmið skólans er að bjóða kennslu í vinnubrögðum og verklagi í hefðbundnu íslensku byggingarhandverki. Fornverkaskólinn er samstarfsverkefni Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og tréiðnað- ardeildar Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Nánari upplýsingar er að finna á www.fornverkaskolinn.is. Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Kjúklingapylsur Kjúklingapylsurnar frá Holtakjúklingi eru framleiddar úr besta hráefni sem völ er á. Því geta þeir sem hugsa um hollustuna nú gætt sér á þjóðarrétti okkar Íslendinga með góðri samvisku. Hvort sem þeir vilja hann með hráum, steiktum, tómat, sinnepi eða bara beint af grillinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.