Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 18
18 7. maí 2011 LAUGARDAGUR Uppsveiflan sem endaði með hruni bankakerfisins er sú fyrsta frá stríðslokum sem ekki var knúin áfram af útflutningi sjávar- afurða. Á síðasta áratug breidd- ist því sá misskilningur því út að sjávarútvegur skipti ekki lengur máli fyrir efnahagslíf landsins. Hátæknigreinar, fjármálageirinn og nýja hagkerfið væru að taka við því hlutverki sem sjávarútvegur hafði áður. Atburðir síðustu miss- era hafa hins vegar sýnt okkur að lítið hefur breyst í íslensku efna- hagslífi. Landið er háð sjávarút- vegi sem skapar bróðurpartinn af vöruútflutningi landsins með stóriðju. Hægt er að komast undan þessu tímabundið með erlendum lántökum, líkt og gert var síðustu árin fyrir bankahrun. Samhliða færðist efnahagslífið lengra í átt til verslunar og þjónustu en annars hefði verið mögulegt. Staðreyndin er þó sú að landsmenn verða enn að styðjast við sjávarútveg. Íslend- ingar hafa því ekki sama svigrúm og aðrar stærri þjóðir að hræra í sjávarútvegi á pólitískum forsend- um því það kemur beint niður á lífs- kjörum þjóðarinnar. Þetta þýðir samt ekki að aldrei megi víkja frá ítrustu hagkvæmnisjónarmiðum, en ef það gerist verður það að vera að yfirlögðu ráði og þjóðin öll verð- ur að gera sér grein fyrir afleið- ingum þess. Norðmenn veiða t.d. svipaðan afla og Íslendingar, en þeir gera það með mun fleiri sjó- mönnum og skipum. Norðmenn nýta þannig auðlindarentuna með- vitað til að styðja við byggðirnar. Þeir hafa efni á því. Þá má einnig benda á að hagsmunir einstakra hópa innan sjávarútvegsins þurfa alls ekki að fara saman við hags- muni heildarinnar. Stöðugt rekstrarumhverfi skipt- ir miklu fyrir öll atvinnufyrir- tæki. Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að glíma við meiri óstöðugleika en þekkist í flestum öðrum greinum vegna náttúrulegra sveiflna í stofn- stærðum. Ekki er heppilegt að bæta pólitískri óvissu þar á ofan. Sjávar- útvegur er hins vegar ekki einka- mál sjómanna, útgerðarmanna eða nokkurra annarra. Hann er ein meginstoð íslensks efnahagslífs og afkoma hans skiptir sköpum fyrir lífskjör almennings, hvar sem er á landinu. Í þessu ljósi er umræða um kvótakerfið oft óábyrg. Gagnrýn- endur eru margir og stórorðir. Það er aðeins andstaðan við núverandi kerfi sem sameinar þá. Engin sam- staða hefur náðst um nokkra aðra leið. Sumir vilja stjórna með hand- afli, aðrir með sóknarmarki og enn aðrir vilja frjálsar veiðar. Hægt er að sjá fyrir umbætur á núverandi kerfi en gagnger umbylting sem allir gætu sætt sig við er mjög ólíkleg. Því var það nánast krafta- verk að nær allir hagsmunaðilar og stjórnmálaöfl skildu geta komið sér saman um ramma fyrir nýtt kerfi líkt og nýlega gerðist með samn- ingaleiðinni svokölluðu. En eins og ég hef áður bent á, innan þess ramma vill forsætisráðherra ekki staðsetja sig. Forsætisráðherra þarf jú sitt olíufélag. Stór hluti þjóðarinnar virðist vera þeirrar skoðunar að leggja beri auðlindaskatta á útgerðina þar sem auðlindin sé lögfest eign þjóðarinnar allrar og því skuli hún öll njóta afrakstursins. Þeir hinir sömu verða að hafa í huga að ef skattleggja á auðlindahagnaðinn þá þarf hann að vera til staðar og eina þekkta raunhæfa kerfið sem tryggir hann er aflamarkskerfi líkt og hið íslenska, allt annað eru töfluæfingar. Jafnframt virðist það gleymast í umræðunni að útvegur- inn borgar nú þegar um 3 millj- arða á ári í auðlindagjald. En til að varðveita auðlindaarðinn þarf að tryggja að fiskveiðistjórnunarkerf- ið búi yfir tilteknum eiginleikum: • Aðgangur að auðlindinni þarf að vera takmarkaður. Með aðgangs- takmörkunum er komið í veg fyrir sorgarsögu almenning- anna. Eins og ég hef áður rakið leiða frjálsar veiðar til þess að of margir fiskimenn fjárfesta í of miklum búnaði sem leiðir til sóunar fiskveiðiarðsins og rán- yrkju á fiskistofnum. • Rétturinn til að nýta auðlindina þarf að vera því sem næst var- anlegur. Með því að aðgangs- rétturinn sé til langs tíma myndar hann verðmæti og langtímahugs- un við nýtingu auðlindarinnar er tryggð. Það er ekki rétt sem oft er haldið fram að með varan legum nýtingarrétti sé verið að færa útgerðum auðlindana. Alþingi getur á hverjum tíma afturkall- að heimildir með lagasetningu. Íslenska ríkið á auðlindina. • Aðgangsrétturinn þarf að vera framseljanlegur. Til að auðlinda- rentan myndist að fullu öllum Íslendingum til hagsbótar þarf að ná fram hagkvæmni. Það er gert með því að hagkvæmar útgerðir geti keypt út þær óhagkvæmu. Þannig minnkar sóknargeta og offjárfesting – auðlindaarðurinn verður til. Því þarf að vera hægt að kaupa og selja nýtingarréttinn. Íslenska aflamarkskerfið hefur alla þessa eiginleika. Eins og ég hef sýnt fram á hér í blaðinu und- anfarna daga byggist gagnrýni á kerfið að mestu á staðleysum. Kerf- ið er hins vegar ekki gallalaust. En að það þurfi að umturna öllu kerf- inu til að lagfæra þá og setja um leið útveginn í algjört uppnám er einfaldlega rangt. Vel er hægt að sníða af ágalla með tiltölulega ein- földum hætti eins og samningaleið sáttanefndarinnar sýnir. Það er von mín að greinarnar fimm sem birtar hafa verið hér í blaðinu undanfarna daga leiði til aukins skilnings á fiskveiði- stjórnunar kerfinu íslenska. Til mikils væri að vinna ef stjórnmála- menn bæru gæfu til að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið til fram- búðar. Ekki eingöngu vegna þess að þannig væri hægt að tryggja að auðlindarðurinn yrði varðveittur heldur vegna þess að sáttin er ein- faldlega sæt og við þurfum svo sár- lega á henni að halda. Sáttin er sæt Fiskveiðistjórn - grein V Tryggvi Þór Herbertsson prófessor í hagfræði og alþingismaður Engin samstaða hefur náðst um nokkra aðra leið. Sumir vilja stjórna með hand- afli, aðrir með sóknarmarki og enn aðrir vilja frjálsar veiðar. VIÐURKENNDIR BÓKARAR RÉTTINDANÁM HAUST 2011 Opni Háskólinn í HR kynnir réttinda- nám fyrir viðurkennda bókara haustið 2011. Nemendur sem standast prófin fá staðfestingu efnahags- og viðskipta- ráðuneytisins um starfsréttindi sem viðurkenndir bókarar, skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald. NÁMIÐ SKIPTIST Í ÞRJÁ HLUTA: I. HLUTI – SKATTSKIL (40 KLST.) Markmið námskeiðsins er að veita almenna innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. II. HLUTI – UPPLÝSINGAMIÐLUN OG UPPLÝSINGAKERFI (31 KLST.) Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á áhrifum upplýsingakerfa á reikningshald og rafræn samskipti. Áhersla er lögð á notkun Excel við bókhaldsstörf. III. HLUTI – REIKNINGSHALD (40 KLST.) Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu þátttakenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil byggja á. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. MAÍ 2011. Sjá nánari upplýsingar á www.opnihaskolinn.is eða hafðu samband við okkur í síma 599 6394 BRÉF TIL BLAÐSINS Landgræðsla Góðir Íslendingar. Eins og alþjóð veit er áætlað að um það bil 15.000 manns séu atvinnulausir núna. Allt þetta harðduglega fólk gæti hugsanlega fengið vinnu við landgræðslustörf, það er klæða landið skógi milli fjalls og fjöru og breyta eyðisönd- um í frjósamt akurlendi. Þetta mál þarf þjóðfélagslega umræðu, ekki seinna en strax. Fyrstan skal nefna Svein Runólfs- son, landgræðslustjóra, Alþingi og ríkisstjórn. Þessu máli þarf að hrinda af stað nú þegar og þolir ekki bið. Vilji er allt sem þarf. Ólafur Magnússon AF NETINU Vel stæðir sóa gjaldeyrinum Vöruskiptajöfnuður landsins í marz var ekki eins góður og hann hafði verið mánuðina og misserin þar á undan. Var raunar bara rúmlega helmingurinn af því, sem verið hafði, 6,3 milljarðar í stað 10 milljarða. Þetta er ekki nógu gott, því að vöruskiptajöfnuðurinn þarf að vera 10 milljarðar á mánuði. Það væri rétta leiðin úr skuldasúp- unni. Að baki vandans liggur of mikil neyzla þjóðarinnar, of mikil ferðalög til útlanda og of mikil benzínnotkun. Hvort tveggja kostar gjaldeyri. Þessu þarf að mæta með hærri skatti á banzíni og farseðla. Hálf þjóðin hefur það gott, en hún má ekki sóa gjaldeyri allra. jonas.is Jónas Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.