Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 74
10 fjölskyldan
Afar og ömmur búa yfir reynslu sem er yngri kyn-slóðum dýrmæt. Bæði eru þau yfirleitt örugg í hlut-
verkinu að annast börn og hafa
lært af eigin reynslu,“ segir Svein-
dís Anna Jóhannsdóttir félagsráð-
gjafi. Ömmur og afar hafa leit-
að til Sveindísar en hún rekur
ráðgjafar- og meðferðarstofuna
Félagsráðgjafinn í Garðabænum.
Ömmur og afar eru virkir þátt-
takendur í lífi barnabarnanna að
sögn Sveindísar. Nútíma-afinn og
-amman leggi yfirleitt áherslu á
góðar samverustundir, eru áhuga-
söm um íþrótta- og tómstundastarf
og gegna mikilvægu hvatningar-
hlutverki þar. Að hafa það gaman
saman er oft efst í þeirra huga.
Stundum kvikna áhyggjur hjá
foreldrum að ömmur og afar
spilli börnunum með dekri. Svein-
dís segir að fyrst verði að skoða
hvað sé dekur. „Dekur er nefni-
lega kannski bara eitthvað gott –
eitthvað sem lætur manni líða vel
og nærir í alla staði. Ef við erum
sammála um að það sé dekur er
ekki hægt að spilla með dekri. Við
getum ekki verið of vel nærð eða
liðið of vel. Að leyfa allt er hins
vegar ekki dekur. Það er skortur á
aga og leiðir til þess að börn verða
óörugg, finna fyrir hjálparleysi,
þar sem þeim er ekki hjálpað að
skilja hvað má og hvað ekki.“
Ísland hefur sérstöðu gagn-
vart nágrannaþjóðum í samvist-
um barna við ömmur sínar og afa.
„Doktor Sigrún Júlíusdóttir, pró-
fessor í félagsráðgjöf við Háskóla
Íslands, hefur rannsakað hlutverk
afa og ömmu og þar kemur fram
að þau íslensku hitta barnabörnin
sín oftar og lengur en frændþjóð-
irnar. Ég myndi vilja sjá meiri
blöndun aldurshópa í félagsstarfi.“
Afar og ömmur eru virkir þátt-
takendur á atvinnumarkaði, í
félagsstörfum og oft í námi. „Þau
þurfa líka tíma fyrir sitt félagslíf.
Í dag búum við betra heilsufar og
betri fjárhag. Ömmur eru oft í því
að hugsa um eigin foreldra sem
glíma við erfiðleika tengda heilsu-
fari, en eru líka að hugsa um börn-
in sín og barnabörnin. Það getur
verið flókið að styðja svona marga
en eiga líka að sinna sjálfum sér.“
- jma
Meiri samgangur hér
Íslensku ömmurnar og íslensku afarnir hitta barnabörnin sín oftar og lengur en ömmur
og afar í nágrannaþjóðunum að sögn Sveindísar Önnu Jóhannsdóttur félagsráðgjafa.
Að leyfa allt er ekki dekur „Dekur er nefnilega kannski bara eitthvað gott –
eitthvað sem lætur manni líða vel og nærir mann í alla staði.” FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í íslenskum núgildandi
lögum segir í dag ekkert
um umgengnisrétt barna
við afa sína og ömmur
en það eru fyrst og
fremst foreldrar sem
geta óskað eftir að
umgengni verði ákveðin.
Einungis ef foreldri
barns er látið eða ef
foreldri getur ekki sinnt
umgengnisskyldum
sínum geta afar og
ömmur krafist úrskurðar
sýslumanns um
umgengni við barnið.
Afleiðingar hjónaskiln-
aða eru stundum þær að
tengsl við afa og ömmur
minnka, oft vegna misklíðar foreldra, og á það sérstaklega við
um stjúpafa og stjúpömmur. „Erlendis, til dæmis í Danmörku,
hefur það færst í vöxt að amma og afi leiti aðstoðar hjá
dómstólum um samskipti við barnabörn sín og þá sérstaklega
ef um er að ræða föðurafa og -ömmu. Hér á Íslandi geta
ömmur og afar hins vegar ekki sótt slíkan rétt en deilur foreldra
geta leitt til þess að afar og ömmur blæða fyrir það. Tengslin
við afa og ömmur geta því rofnað og oft er erfitt að vinna þann
tíma upp,” segir Sveindís.
Nefnd um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum var
skipuð í nóvember 2007 af þáverandi félags- og tryggingamála-
ráðherra í samræmi við þingsáætlun til fjögurra ára um
aðgerðir til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Meðal þess
sem starfshópurinn ræddi um var hvort rýma ætti heimild hjá
öfum og ömmum á Íslandi til að sækja rétt sinn til umgengni.
Nefnt var að ömmur og afar hefðu oft sterk tengsl við barn og
oft væri erfitt að komast að samkomulagi við forsjárforeldri
sem barn býr hjá. Hætta gæti verið á því að mikilvæg tengsl
barns við hluta ættingja sinna töpuðust en slíkt gengi gegn
hagsmunum barns.
Umgengni við ömmu og afa
Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma í
æsku. OKKAR Framtíð er ný trygging fyrir börn og ungmenni sem skipt getur sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á fullorðinsárum.
Það er einfalt að ganga frá OKKAR framtíðartryggingu á okkar.is
z
e
b
ra
„efin
”
Framtíð
o
g
fjá
rhag fullor
ði
n
sá
ra
n
n
afyrir
í lífin
u