Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 38
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson Pennar: Júlía Margrét Alexandersdóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir 512-5462 sigridurdagny@365.is BARNVÆNT Sjónleikur er stafakubbasett sem ætlað er börnum á aldr-inum fjögurra til sjö ára,“ segir Bergþóra Magnús- dóttir um útskriftarverkefni sitt úr grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. „Sjónleikur sameinar í leik heima sjáandi og heyrandi, blindra og heyrnarlausra. Hver kubbur er helgaður einum bókstaf stafrófsins þar sem hann er sýndur á ritmáli, með blindraletri og táknmálsmynd stafsins og mynd. Kubbarnir veita börnunum innsýn í fleiri heima tungumálsins en þeim er tamt og birtir þeim ólík tjáningarform.“ Hvert stafasett inniheldur 32 kubba sem eru stafir íslenska stafrófsins og eru sérhljóðar einkenndir með bleikum lit, samhljóðar með bláum. En hvernig kviknaði hugmyndin? „Síðasta sumar fékk ég styrk frá nýsköpunarsjóði námsmanna og hannaði íslenska stafaöskju þar sem ég var bara að vinna með bókstafina án myndar. Það verkefni var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Þessi heimur hefur lengi verið mér mjög hugleikinn, mamma er kennari og ég er alin upp við það að velta þessum málum fyrir mér.“ Átt þú börn? „Ég á tveggja ára stelpu sem er bara nákvæm- lega eins og börn eiga að vera, en algengasta spurningin sem ég fæ í sambandi við þetta verkefni er hvort ég eigi blint eða heyrnar- laust barn. Kveikjan að verkinu var að mig langaði að gera eitt- hvað fyrir börn sem hefði dýpri merkingu og kenndi börnum að þekkja fleiri heima og verða með- vituð um það að þessi tungumál, blindraletrið og táknmálið, eru alveg jafn gild og tungumálið sem við tölum.“ Verkefni Bergþóru er unnið í samstarfi við þrjú fyrirtæki, Lógóflex, Artis og Fókus, og seg- ist hún mjög þakklát fyrir hvað fólk hafi verið áhugasamt og hjálpfúst. „Þetta verkefni virðist standa nærri hjarta fólks og það hefur verið mjög gaman að fylgj- ast með viðbrögðum fólksins á sýningunni,“ segir Bergþóra sem vinnur nú að því að koma kubbun- um í framleiðslu. - fsb Stafakubbar Útskriftarverkefni Bergþóru. Sjónleikur „Þetta verkefni virðist standa nærri hjarta fólks,“ segir Bergþóra Magnúsdóttir um útskriftarverkefni sitt frá Listaháskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kubbarnir Sjónleikur sameina heima Útskriftarverkefni Bergþóru Magnúsdóttur úr grafískri hönnun við LHÍ er stafakubbasett. Hún segir kubbana sameina í leik heima sjáandi og heyrandi, blindra og heyrnarlausra. Fagna útgáfu púsluspils Puzzled by Iceland býður í fjölskylduvænt kaffi í Toppstöðinni í Elliðaárdal á mæðradag í tilefni af nýtilkomnu samstarfi við UNICEF og útgáfu púsluspils- ins Móðurást. Af hverju seldu púsli munu 500 krónur renna til UNICEF en fyrir þá upphæð geta samtökin meðal annars keypt 60 skammta af saltupplausn sem hjálpar til við að vinna bug á ofþornun og niðurgangi hjá börnum eða 427 skammta af A-vítamíni fyrir börn sem er nauðsynlegt fyrir sjón, ónæmis- kerfi, vöxt og þroska. Puzzled by Iceland, sem er í eigu Guðrúnar Heimisdóttur og Þóru Eggertsdóttur, var stofnað í ágúst í fyrra. Hugmyndin kom upp þegar þær voru í fæðingarorlofi en báðar eru tveggja barna mæður. Það lá því beint við að halda útgáfuhófið á mæðradaginn. Puzzled by Iceland framleiðir púsl með íslenskum myndum og lenti viðskiptahug- myndin í öðru sæti í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit, fyrir skemmstu. Þá fengu eigendurnir veglegan styrk frá Atvinnumálum kvenna til að fara með vörumerkið Puzzled by í útrás í lok apríl. Útgáfuhófið hefst klukkan 15 á sunnudag og mun frú Vigdís Finnbogadóttir taka við fyrstu Móðurást- inni en hún er verndari heimsforeldra UNICEF á Íslandi. SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Bolur 2.990 Peysa 4.990 Stuttbuxur 6.990 Hálsmen 3.990 Kjóll 7.490 Mikið úrval af sólgleraugum Á 1.250 – 1.750 kr. www.holta.is GRILL SUMAR! Á www.holta.is er fullt af glænýjum og ómótstæðilegum uppskriftum að girnilegum kjúklingaréttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.