Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 94
7. maí 2011 LAUGARDAGUR
Bækur ★★★
Brotin egg
Jim Powell. Þýðing: Arnar Matthíasson og Guðrún Vilmundardóttir.
Bjartur
Eftir að múrarnir falla
Feliks Zhukovski er ekki kommúnisti. Hann er vinstri maður sem hefur
lifibrauð sitt af því að semja ferðabækur um Austur-Evrópu kommúnismans.
Hann er Pólverji sem býr í París og hefur aldrei upplifað á eigin skinni að lifa
í kommúnistaríki, en er engu að síður sannfærður um að það sé harla gott.
Hann er einfari sem situr uppi með
biturð yfir því að móðir hans hafi sent
hann til Sviss í upphafi síðari heims-
styrjaldar, þá níu ára gamlan, og bróðir
hans yfirgefið hann til að berjast með
frönsku andspyrnuhreyfingunni. Þegar
Berlínarmúrinn fellur og kommúnism-
inn missir tökin á Austur-Evrópu neyðist
hann til að horfast í augu við söguna,
bæði sína eigin sögu og sögu Austur-
Evrópu.
Jim Powell er Breti og Brotin egg
hans fyrsta bók. Hún ber þess ýmis
merki að hafa verið lengi í vinnslu og
að höfundinum liggi mikið á hjarta.
Mikið er lagt upp úr því að leggja að
jöfnu kommúnisma og nasisma, en
fyrst og fremst birtir þó sagan ógnar-
stjórn mannsins yfir eigin huga.
Feliks er ekki sympatísk persóna,
forstokkaður og fastur í eigin klisjum,
en um leið óskaplega mannlegur og
auðþekkjanlegur. Sögusviðið spannar
bæði Austur-Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldar og kalda stríðsins,
Bandaríki nútímans og Evrópu eftir fall múrsins og persónugalleríið er
litríkt og skemmtilegt. Höfundurinn leggur sig í líma við að koma innri
baráttu persónanna til skila ekki síður en ytri átökum og þrátt fyrir vissan
fordæmingar tón er sagan full af mannlegri hlýju og léttleika. Endirinn
er í dálítið ódýrum Hollywood-stíl, en lesandinn fyrirgefur það þar sem
persónurnar hafa, þrátt fyrir margvíslegan breyskleika, öðlast líf í huga hans
og honum finnst þær eiga skilið „happy ending” þótt ódýr sé.
Brotin egg er ekkert meistaraverk sem skiptir sköpum í bókmennta-
sögunni en engu að síður vel unnin saga um óhugnanlegan blett á
evrópskri sögu 20. aldarinnar og þau áhrif sem sá blettur hefur haft á
nútímann. Powell er enginn stílsnillingur en bætir það upp með brennandi
áhuga á viðfangsefninu, húmor og hlýju.
Þýðingin er ein af þessum „hvorki né“ þýðingum, það bólar sem betur
fer ekki á ísl/ensku þýðingareinkennunum en tilþrifum í máli og stíl er ekki
heldur fyrir að fara. Á stöku stað hafa málvillur sloppið í gegn, en í það heila
tekið rennur textinn ágætlega og málfarið er tiltölulega eðlileg íslenska sem
því miður heyrir nánast til undantekninga í þýðingum. Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Áhrifarík saga um ógnartíma, full af mannlegri hlýju og létt-
leika.
Rýmingarsala
FJÖLÆR BLÓM • BLÓMLAUKAR • TYRFING • SÁNING • UPPELDI • ÁBURÐUR
TRÉ • RUNNAR • TRJÁKLIPPINGAR • GRÓÐURSETNING • MATJURTIR
KR
YD
D
JU
RT
IR
•
S
UM
AR
BÚ
ST
AÐ
AL
AN
D
IÐ
•
S
KÓ
GR
Æ
KT
•
S
UM
AR
BL
ÓM
JA
RÐ
VE
GU
R
•
VÖ
KV
UN
•
L
ÍF
RÆ
N
RÆ
KT
UN
•
T
RÉ
•
R
UN
NA
R
•
TR
JÁ
KL
IP
PI
NG
AR
Garðverkin
STEINN KÁR
ASON
Hagnýt ráð
um ræktun
arstörf í gö
rðum,
gróðurhúsu
m og suma
rbústaðalö
ndum og
leiðbeining
ar um lífræ
na ræktun
LOKSINS FÁANLEG AFTUR
Sendum út á land.
Frí heimsending í maí.
Garðyrkjumeistarinn
Sími 896 68 24
steinn@steinn.is
www.steinn.is
„Greinargóðar upplýsingar,
agaður texti, öguð bók.“
Hafsteinn Hafliðason
garðyrkjusérfræðingur.
„Hafsjór af upplýsingum í orði
og myndum frá fagmanni.“
Lára Jónsdóttir
garðyrkjufræðingur.
DVD mynddiskur
um trjáklippingar og umhirðu
trjáa og runna.
Bætir kunnáttu og léttir lund.
Fæst í bóka- og garðyrkjuverslunum
Ítalía, Danmörk, Ísland.
Ólífulundurinn – svikasaga
dregur upp mynd af íslensk-
um samtíma, þar sem hrunið,
efnahagsglæpir og saga
síðustu áratuga flétt ast
saman í grípandi atburðarás.
Ólífulundurinn
Skáldsaga eftir
Björn Valdimarsson
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
FÁÐU BEITTUSTU
BRANDARANA Í SÍMANN
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi