Fréttablaðið - 07.05.2011, Síða 94

Fréttablaðið - 07.05.2011, Síða 94
7. maí 2011 LAUGARDAGUR Bækur ★★★ Brotin egg Jim Powell. Þýðing: Arnar Matthíasson og Guðrún Vilmundardóttir. Bjartur Eftir að múrarnir falla Feliks Zhukovski er ekki kommúnisti. Hann er vinstri maður sem hefur lifibrauð sitt af því að semja ferðabækur um Austur-Evrópu kommúnismans. Hann er Pólverji sem býr í París og hefur aldrei upplifað á eigin skinni að lifa í kommúnistaríki, en er engu að síður sannfærður um að það sé harla gott. Hann er einfari sem situr uppi með biturð yfir því að móðir hans hafi sent hann til Sviss í upphafi síðari heims- styrjaldar, þá níu ára gamlan, og bróðir hans yfirgefið hann til að berjast með frönsku andspyrnuhreyfingunni. Þegar Berlínarmúrinn fellur og kommúnism- inn missir tökin á Austur-Evrópu neyðist hann til að horfast í augu við söguna, bæði sína eigin sögu og sögu Austur- Evrópu. Jim Powell er Breti og Brotin egg hans fyrsta bók. Hún ber þess ýmis merki að hafa verið lengi í vinnslu og að höfundinum liggi mikið á hjarta. Mikið er lagt upp úr því að leggja að jöfnu kommúnisma og nasisma, en fyrst og fremst birtir þó sagan ógnar- stjórn mannsins yfir eigin huga. Feliks er ekki sympatísk persóna, forstokkaður og fastur í eigin klisjum, en um leið óskaplega mannlegur og auðþekkjanlegur. Sögusviðið spannar bæði Austur-Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldar og kalda stríðsins, Bandaríki nútímans og Evrópu eftir fall múrsins og persónugalleríið er litríkt og skemmtilegt. Höfundurinn leggur sig í líma við að koma innri baráttu persónanna til skila ekki síður en ytri átökum og þrátt fyrir vissan fordæmingar tón er sagan full af mannlegri hlýju og léttleika. Endirinn er í dálítið ódýrum Hollywood-stíl, en lesandinn fyrirgefur það þar sem persónurnar hafa, þrátt fyrir margvíslegan breyskleika, öðlast líf í huga hans og honum finnst þær eiga skilið „happy ending” þótt ódýr sé. Brotin egg er ekkert meistaraverk sem skiptir sköpum í bókmennta- sögunni en engu að síður vel unnin saga um óhugnanlegan blett á evrópskri sögu 20. aldarinnar og þau áhrif sem sá blettur hefur haft á nútímann. Powell er enginn stílsnillingur en bætir það upp með brennandi áhuga á viðfangsefninu, húmor og hlýju. Þýðingin er ein af þessum „hvorki né“ þýðingum, það bólar sem betur fer ekki á ísl/ensku þýðingareinkennunum en tilþrifum í máli og stíl er ekki heldur fyrir að fara. Á stöku stað hafa málvillur sloppið í gegn, en í það heila tekið rennur textinn ágætlega og málfarið er tiltölulega eðlileg íslenska sem því miður heyrir nánast til undantekninga í þýðingum. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Áhrifarík saga um ógnartíma, full af mannlegri hlýju og létt- leika. Rýmingarsala FJÖLÆR BLÓM • BLÓMLAUKAR • TYRFING • SÁNING • UPPELDI • ÁBURÐUR TRÉ • RUNNAR • TRJÁKLIPPINGAR • GRÓÐURSETNING • MATJURTIR KR YD D JU RT IR • S UM AR BÚ ST AÐ AL AN D IÐ • S KÓ GR Æ KT • S UM AR BL ÓM JA RÐ VE GU R • VÖ KV UN • L ÍF RÆ N RÆ KT UN • T RÉ • R UN NA R • TR JÁ KL IP PI NG AR Garðverkin STEINN KÁR ASON Hagnýt ráð um ræktun arstörf í gö rðum, gróðurhúsu m og suma rbústaðalö ndum og leiðbeining ar um lífræ na ræktun LOKSINS FÁANLEG AFTUR Sendum út á land. Frí heimsending í maí. Garðyrkjumeistarinn Sími 896 68 24 steinn@steinn.is www.steinn.is „Greinargóðar upplýsingar, agaður texti, öguð bók.“ Hafsteinn Hafliðason garðyrkjusérfræðingur. „Hafsjór af upplýsingum í orði og myndum frá fagmanni.“ Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur. DVD mynddiskur um trjáklippingar og umhirðu trjáa og runna. Bætir kunnáttu og léttir lund. Fæst í bóka- og garðyrkjuverslunum Ítalía, Danmörk, Ísland. Ólífulundurinn – svikasaga dregur upp mynd af íslensk- um samtíma, þar sem hrunið, efnahagsglæpir og saga síðustu áratuga flétt ast saman í grípandi atburðarás. Ólífulundurinn Skáldsaga eftir Björn Valdimarsson FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.