Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 105
LAUGARDAGUR 7. maí 2011 65
HANDBOLTI Reynir Þór Reynisson,
sem þjálfaði meistaraflokk karla
hjá Fram í vetur, er hættur hjá
félaginu eftir að hafa komist að
samkomulagi þess efnis við stjórn
handknattleiksdeildar Fram. „Það
má segja að leið mín og leikmanna
hafi ekki legið saman,“ segir
Reynir í samtali við Fréttablaðið.
Reynir tók við Fram fyrir rúmu
ári og kom liðinu í úrslitakeppn-
ina, þar sem það tapaði fyrir FH
í undanúrslitum. Miðað við hans
orð voru það samskiptin við leik-
menn liðsins sem mestu réðu en
honum fannst hugarfar leikmann-
anna slæmt.
„Ég fór í Safamýrina til að vinna
titla. Ég var ekki sáttur við hvern-
ig þankagangurinn innan hópsins
var. Ég var ekki sáttur við þá for-
gangsröðun sem leikmenn höfðu.
Ég er sjálfur mjög kröfuharður,
bæði gagnvart sjálfum mér og
leikmönnum.“
Reynir gefur í skyn að þetta
sé vandamál sem hafi verið við-
loðandi liðið undanfarin ár. „Mér
sýnist að Fram sé að leita að sjö-
unda þjálfaranum frá 2007 fyrir
þennan hóp. Ef ég á að vera hrein-
skilinn þá finnst mér hópur leik-
manna búinn að koma sér vel fyrir
og þannig hafi það verið í einhvern
tíma. Það er erfitt að hreyfa við
honum,“ segir Reynir og bætir við:
„Það versta er að ungir leik-
menn alast upp í þessari menn-
ingu og hugsunarhætti sem ég
er ekki hrifinn af. Mér finnst að
Fram þurfi að hugsa upp ný gildi
innan sinnan herbúða. Gildi sem
eru vænlegri til árangurs en þau
sem eru til staðar nú.“
Hann ber þó stjórnarmönnum
Fram góða söguna. „Samstarf við
stjórnina var til fyrirmyndar og
með þá innanborðs er ég bjart-
sýnn fyrir hönd Fram. En það er
erfitt verkefni sem bíður þeirra
næstu daga. Það er mín skoðun
að það þurfi að hreinsa út í leik-
mannahópnum. Fá inn leikmenn
með meiri karakter og sigurvilja.
Ég ætla rétt að vona að þeir hafi
kjark og þor til að taka réttar
ákvarðanir.“
Hann veit ekki hvað tekur við
hjá sér. „Ég ætla að hlaða batterí-
in. Þetta hefur verið erfiður vetur
og mér hefur stundum liðið eins og
forstöðumanni á unglingaheimili.
Það hefur tekið á. Ég mun sjá til
hvað kemur upp á borðið til mín
en ef það verður ekkert spennandi
er mér það sársaukalaust að taka
frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auð-
vitað fúslega að það er heilmikið
sem ég gat gert betur og ýmislegt
sem ég tek til mín. Ég hef lært
mikið á þessu ári.“
eirikur@frettabladid.is
Leikmenn með
slæmt hugarfar
Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Fram
og gagnrýnir leikmenn liðsins harkalega. „Fram
þarf að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða.“
REYNIR ÞÓR „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og
hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af,“ segir Reynir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
af gagnvörðu palla-
og girðingarefni!
20%
afslátturAðeins í dag, laugardag!
Max1 skiptir þig öllu í dag
Max1 skiptir um dekk
Max1 skiptir um bremsur
Max1 skiptir um olíu
Max1 skiptir um rafgeyma
Max1 skiptir um dempara
Max1 skiptir um perur
Max1 skiptir um þurrkublöð
og rúðuvökva
HANDBOLTI Reynir Þór Reynisson,
sem hætti sem þjálfari Fram í gær,
segir að taka þurfi til í leikmanna-
málum félagsins og bar leikmenn-
ina þungum sökunum í viðtali við
Fréttablaðið.
„Ég ætla ekki að tjá mig mikið
um það sem Reynir hefur að segja
og býst við því að stjórn [hand-
knattleiksdeildar Fram] muni gefa
út yfirlýsingu um málið,“ sagði
Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði
Fram, í samtali við Fréttablaðið.
„En það er auðvelt að vera með
stór orð og mér finnst þetta heldur
ódýr útskýring,“ sagði hann. „Við
áttum ágætis samstarf við Reyni
og ég hef ekkert slæmt um hann að
segja. Ég ætla ekki að munnhöggv-
ast við Reyni í fjölmiðlum.“ - esá
Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram í handbolta:
Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni
HALLDÓR JÓHANN SIGFÚSSON