Fréttablaðið - 07.05.2011, Page 105

Fréttablaðið - 07.05.2011, Page 105
LAUGARDAGUR 7. maí 2011 65 HANDBOLTI Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppn- ina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leik- menn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmann- anna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvern- ig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá for- gangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum.“ Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið við- loðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjö- unda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hrein- skilinn þá finnst mér hópur leik- manna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum,“ segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leik- menn alast upp í þessari menn- ingu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú.“ Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjart- sýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leik- mannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir.“ Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batterí- in. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auð- vitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári.“ eirikur@frettabladid.is Leikmenn með slæmt hugarfar Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Fram og gagnrýnir leikmenn liðsins harkalega. „Fram þarf að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða.“ REYNIR ÞÓR „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af,“ segir Reynir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON af gagnvörðu palla- og girðingarefni! 20% afslátturAðeins í dag, laugardag! Max1 skiptir þig öllu í dag Max1 skiptir um dekk Max1 skiptir um bremsur Max1 skiptir um olíu Max1 skiptir um rafgeyma Max1 skiptir um dempara Max1 skiptir um perur Max1 skiptir um þurrkublöð og rúðuvökva HANDBOLTI Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmanna- málum félagsins og bar leikmenn- ina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið. „Ég ætla ekki að tjá mig mikið um það sem Reynir hefur að segja og býst við því að stjórn [hand- knattleiksdeildar Fram] muni gefa út yfirlýsingu um málið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram, í samtali við Fréttablaðið. „En það er auðvelt að vera með stór orð og mér finnst þetta heldur ódýr útskýring,“ sagði hann. „Við áttum ágætis samstarf við Reyni og ég hef ekkert slæmt um hann að segja. Ég ætla ekki að munnhöggv- ast við Reyni í fjölmiðlum.“ - esá Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram í handbolta: Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni HALLDÓR JÓHANN SIGFÚSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.