Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 26
7. maí 2011 LAUGARDAGUR26 sex ár. Húsið brann árið 2008 og hafa eigendur ekkert gert til þess að bæta ástand þess. Ekki hefur þó tekist að innheimta nokkuð frá fyrirtækinu og eru skuldirnar, sem nú skipta milljónum, komnar í lög- fræðiinnheimtu. Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að verið sé að ræða þessi mál í kerfinu. Úttektin frá árunum 2008 og 2009 sé enn í fullu gildi, en eftir- fylgnina vanti. Árferðið sé slíkt að yfirvöld vilji beita öllum ráðum til þess að sleppa við að beita fólk dag- sektum, en ástæða þess að verið sé að rukka Baldursgötu ehf. sé sú að fyrirtækið hafi sótt um leyfi til þess að rífa húsið, en svo gefist upp. Erfitt að skilgreina eignahluta „Það eru sérstakar skýringar við hvert eitt og einasta mál,“ segir Magnús. Eftir efnahagshrunið séu flest þessara húsa sem standa auð og niðurnídd komin í eigu gjald- þrota fyrirtækja og þar með bank- anna. Erfitt sé í raun að skilgreina hver eigi hvað. Magnús nefnir húsið við Frakkastíg 16 sem dæmi. „Því húsi er öllu búið að rústa að innan. Það var einstaklingur sem keypti það á sínum tíma og ætlaði gera það upp. Húsið komst svo í eigu banka sem síðan varð gjaldþrota og nú er búið að selja það úr því gjaldþrotabúi. Nýi eigandinn kom og ræddi við mig fyrir nokkrum mánuðum og sagðist ætla að gera það upp, sem var hið besta mál. En svo hefur ekkert heyrst meira frá honum,“ segir Magnús. „Þetta eru afleiðingarnar af hruninu þegar eignir skipta um eigendur og svo hafa hugsanlega skiptastjórar eitt- hvað með sumar eignirnar að gera. Það er erfitt að átta sig á því hver á hvað í þessu samhengi.“ Samkvæmt Magnúsi hefur borgin tvö úrræði til þess að leysa úr þess- um vandamálum. Eitt sé að beita eigendur dagsektum og hitt sé að fara í framkvæmdir á kostnað eig- enda, með því að rífa húsin eða gera við þau. „Þetta er bölvuð hringavitleysa í kringum þessi hús, það eru gríðar- lega mörg ljón í veginum,“ segir Magnús. „Og hvaða möguleika eigum við að velja til þess að láta okkar skattgreiðendur borga fyrir?“ Fá engin svör frá borginni Magnús Skúlason, arkitekt og for- maður Íbúasamtaka miðborgar, segir borgina hafa verið afar trega til þess að svara fyrirspurnum samtakanna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svörin berist einna helst í gegnum fjölmiðla. „Það þykir mér undarleg stjórn- sýsla,“ segir Magnús. „Við höfum sent bréf út og suður til borgar- innar, til skipulagsráðs, borgar- ráðs og borgarstjóra, en það fást aldrei nein svör, nema í gegnum fjölmiðla, sem hafa hjálpað okkur mikið í þessum málum.“ Magnús tekur undir með nafna sínum Sædal og segir að þrátt fyrir úttekt borgarinnar á niðurníddum húsum fyrir fjórum árum, vanti algjörlega eftirfylgni. En það ferli sem yfirvöld þurfi nú að grípa til standi einfaldlega í byggingar- reglugerð og henni þurfi að fylgja. „Rót vandans er skipulagið. Þegar það gerir ráð fyrir niður- rifi og einhverjum risastórum byggingum, þá hika yfirvöld við að ráðast í framkvæmdir eða beita dagsektum. Þetta bítur í skottið á hvert öðru,“ segir Magnús. Formaðurinn er þó skilningsrík- ur varðandi vanda yfirvalda, þar sem skipulagsmálin virðast vefj- ast fyrir mönnum og hindri þar af leiðandi framkvæmdir. Hann bend- ir þó á að flest húsanna séu komin í eigu bankanna og því sé ekki for- svaranlegt að skýla sér á bak við árferðið í samfélaginu þegar hikað er við að beita menn dagsektum. „Það er ekki lengur hægt að skýla sér á bak við þetta væl um að þetta séu vondir tímar og því sé ekki hægt að beita dagsektum. Það eru svo sannarlega ekki erfið- ir tímar hjá bönkunum, nema síður sé,“ segir Magnús. Húsin lækki fasteignaverð Að mati Magnúsar er ekki hægt að bjóða borgarbúum upp á að hafa þessi niðurníddu hús í nágrenni sínu, þar sem þau meðal annars lækki fasteignaverð nærliggjandi eigna. Ekki sé hægt að líða að ástandið sé slíkt, þrátt fyrir skipu- lag. „Við erum enn að bíða eftir heildarverndunarskipulagi. En þá segir borgin að hugsanleg skaða- mótamál geti orðið, en það verður bara svo að vera. Það er dýrt að gera mistök.“ Magnús segir að ein lausnin gæti legið í því að borgin myndi eignast ákveðin hús og endurúthluti þeim til þeirra sem sjá sér fært að gera við þau og koma þeim í stand. En fyrst og fremst verði að hætta að hika við að beita dagsektunum og koma reglu á skipulagsmálin í mið- borginni. „Einn húseigandi eða lóðarhafi hefur ekki rétt á því að troða á lóðum annarra,“ segir Magnús. „Og með því að taka ekki á því að þessi hús drabbist niður, er nákvæmlega það sem er að gerast. Það er verið að troða á rétti ann- arra. Það er eins og það sé engin stjórn á þessari borg.“ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er yfirleitt með reglulegt eftirlit með húsunum tvisvar í mánuði. Þá eru húsin skoðuð og teknar ljósmyndir ef þörf þykir á því. Ef einhverjir ágallar finn- ast er haft samband við húseiganda og segir Ólafur R. Magnússon, deildarstjóri forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, slíkt yfirleitt takast vel. Byggingarfulltrúi sé þá einnig upplýstur um stöðu mála. „Öryggismálum á þessum svæðum hafa verið fylgt fast eftir,“ segir Ólafur. „Flest þessi hús eru sæmilega byggð, en þetta er mjög viðkvæmt svæði þarna í 101.“ Hann bendir þar á að mikilvægt sé að húseigendur gangi þannig frá eignum sínum að börn og unglingar nái ekki að komast inn. Ábendingar berist reglulega þar sem búið sé að rífa frá hurðum eða gluggum í þeim húsum sem slökkviliðið hefur eftirlit með. „Auðvitað getur hver sem er, ef hann tekur sig til, komist inn í þessi hús. En það má ekki gleyma því að þótt þau standi auð eru þetta samt eigur fólks og alfarið ólöglegt að brjótast inn í þau,“ segir Ólafur. „Ef það gengur illa fyrir húseiganda að loka sínu húsnæði, hefur byggingarfulltrúi rétt á því að gera það á kostnað þeirra.“ Lagður er til þó nokkur mannskapur til þess að sjá um eftirlit með húsunum og telur Ólafur að það sé í eins góðu fari og hægt er. EFTIRLIT MEÐ HÚSUNUM TVISVAR Í MÁNUÐI MAGNÚS SKÚLASON ARKITEKT OG FORMAÐUR ÍBÚASAMTAKA MIÐBORGAR Magnús segir borgaryfirvöld helst svara íbúasamtökunum á svæðinu í gegnum fjöl- miðla og telur það undarlega stjórnsýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRAMHALD AF SÍÐU 24 Ef byggingarnefnd eða byggingarfulltrúi telja að útlit húss eða annars mannvirkis sé mjög ósnyrtilegt eða óviðunandi á annan hátt, eða að óþrifnaður eða óþægindi stafi af og eigandi (umráðamað- ur) sinnir ekki áskorun nefndarinnar/byggingarfulltrúa um úrbætur getur hún látið framkvæma á hans kostnað þær endurbætur er hún telur nauðsynlegar,“ segir í 61. grein byggingarreglugerðar. Enn fremur segir í reglugerðinni að sé ásigkomulagi húss eða lóðar þannig háttað að það sé óhæft til íbúðar og eigandi sinni ekki áskor- un yfirvalda um úrbætur, geti sveitarstjórn ákveðið dagsektir þar til úr hefur verið bætt. „Að fengnu samþykki sveitarstjórnar getur byggingarnefnd látið lagfæra, fjarlægja eða rífa mannvirki eða gera nauðsynlegar úr- bætur á lóð, sbr. mgr. 210.2, allt á kostnað eiganda (lóðarhafa, umráðamanns), en gera skal honum viðvart áður …“ EIGENDUR BERI KOSTNAÐ FRAMKVÆMDA FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BALDURSGATA BRENNUR Eldur kom upp á Baldursgötu 32 árið 2008, en húsið hafði þá staðið autt í um þrjú ár. Engar úrbætur hafa verið gerðar á húsinu síðan. Lára Magnúsardóttir formaður stjórnar Ávarp Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Starfsemi stofnunarinnar árið 2010 Hallgrímur J. Ámundason verkefnisstjóri Örnefni á Fimmvörðuhálsi Þórunn Sigurðardóttir verkefnisstjóri Nýfundið kvæði eftir Hallgrím Pétursson Jóhannes Bjarni Sigtryggsson verkefnisstjóri Handbók um íslensku: leiðarvísir um íslenskt mál Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknardósent UNESCO og handritin Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Afhending handrita úr Þjóðminjasafni Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Ávarp Skráning á: www.árnastofnun.is fyrir 10. maí 2011 Nýtt og gamalt Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 11. maí nk. á Hótel Sögu, Harvard-salnum, kl. 8.15–10. Á fundinum fer fram sá merki viðburður að þjóðminjavörður afhendir stofnuninni til varðveislu handrit úr Þjóðminjasafni og eru þar á meðal skinnbrot frá miðöldum. Einnig ber til tíðinda að lesið verður upp nýfundið kvæði Hallgríms Péturssonar í handriti í Uppsölum. Sagt verður frá nýjum örnefnum á Fimmvörðuhálsi, rætt um mikilvægi viðurkenningar UNESCO á íslenskum handritaarfi og flett í nýútgefinni Handbók um íslensku. Einnig verður litið yfir starfsemi stofnunarinnar og til framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.