Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 104
7. maí 2011 LAUGARDAGUR64 sport@frettabladid.is LIÐ 1. UMFERÐAR í Pepsi-deild karla að mati Fréttablaðsins er þannig skipað: Markvörður: Ögmundur Kristinsson, Fram. Vörn: Atli Sveinn Þórarinsson (á mynd), Halldór Kr. Halldórsson, Pál Justinusen (allir Val). Miðja: Orri Freyr Hjaltalín (Grindavík), Guðjón P. Lýðsson (Val), Matthías Vilhjálmsson (FH), Arnór Ingvi Traustason (Keflavík). Sókn: Kjartan Henry Finnbogason (KR), Helgi Sigurðsson (Víkingi), Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík). Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfinga- félaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrir- rúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hrein- lega nenni ekki að hlusta á leiðin- legar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf. Að vera sinn eigin besti æfingafélagi FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson breytti miklu þegar hann tók við liði KR síðasts sumar og eitt af því sem hann breytti var að færa Kjartan Henry Finnbogason til á vellinum. Rúnar færði hann aðeins aftar á völlinn, en Kjartan Henry hefur samt sem áður raðað inn mörkum í nýrri stöðu. Kjartan tók upp þráðinn frá því síðasta haust þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 útisigri KR í Kópavoginum. „Það gerðist allt í fyrri hálfleik og þetta var mjög viðburðaríkur fyrri hálfleikur hjá mér. Ég fékk að taka vítið og þakkaði traustið með því að skora. Svo veit ég ekki alveg hvað ég var að gera í vítateignum hinum megin enda er ég ekki vanur að vera þar eins og kannski sást. Sem betur fer náði ég að bæta fyrir það og skora eitt mark, sem var frábært,“ sagði Kjart- an Henry en Blikar jöfnuðu leikinn í 1-1 úr víti sem var dæmt á hann. „Þeir voru óheppnir að missa mann út af svona snemma því þessi brottvísun var vendi- punkturinn í leiknum. Blikarnir voru alls ekk- ert slakari í leiknum,“ segir Kjartan, sem átti möguleika á að innsigla þrennuna í seinni hálf- leik en skaut þá í stöngina á marki Blika. Umskiptin á Kjartani Henry síðan Rúnar tók við leyna sér ekki í tölfræðinni. Kjartan Henry hafði bara átt þátt í 4 mörk- um í 12 leikjum undir stjórn Loga Ólafssonar (3 mörk og 1 stoðsending) en hefur með leikn- um við Blika komið að 11 mörkum í 10 leikjum undir stjórn Rúnars (7 mörk og 4 stoðsending- ar). „Ég fékk loksins traustið og fór líka út á væng. Þá var ég meira í boltanum og var meira inni í leiknum. Mér finnst þetta mjög skemmti- leg staða og ég er mjög ánægður með að fá að spila hana áfram,“ segir Kjartan, sem er sátt- ur við þá ákvörðun Rúnars Kristinssonar að setja hann í nýja stöðu. „Ég held að Rúnar hafi fundið réttu stöðuna fyrir mig því ég var svolít- ið einangraður upp á topp. Þetta er ný áskorun fyrir mig. Það er mjög skemmtilegt að spila þarna úti hægra megin og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir Kjartan. KR-ingar hafa ekki byrjað Íslandsmótið vel undanfarin ár en sigur í fyrsta leik gefur ástæðu til bjartsýni í Vesturbænum. „Við lítum á þetta sem lítið hraðmót í byrjun sem klárast 6. júní. Ég held að þetta muni skýrast talsvert hverjir verða hvar eftir þessa fyrstu sjö leiki. Við brenndum okkur á því í fyrra að vera skítlélegir í fyrstu umferðunum,“ segir Kjartan. „Eftir að Rúni kom inn kom meiri sam- vinna í liðið. Þetta er liðsíþrótt og við erum búnir að átta okkur á því. Við ætlum ekki að gera sömu mistökin og við gerðum í fyrra. Það var frábært að byrja á sigri og nú þurfum við bara að fylgja því eftir og taka einn leik fyrir í einu,“ sagði Kjartan en fram undan er fyrsti heimaleikurinn á móti Keflavík á sunnudaginn. „Menn eru mjög spenntir og ég vona að þessi byrjun okkar hafi kveikt svolít- ið í áhorfendaskaranum okkar. KR hefur alltaf verið með flesta áhorfendurna og líka þá bestu og við erum því spenntir að spila á heimavellinum okkar. Völlurinn lítur vel út og þetta verður skemmti- legur leikur milli tveggja flottra liða,“ segir Kjartan, sem hefur mikla trú á KR-liðinu í sumar. „Við erum með hörkulið og ekki bara fyrstu ellefu því við erum með rosalega stóran og góðan hóp. Rúni sýndi það á undirbúnings- tímabilinu að hann treystir öllum og við sýnd- um það í verki að við erum traustsins verðir. Ég hef mikla trú á þessum hópi og er mjög spennt- ur fyrir sumrinu. Ég trúi því varla að þetta sé byrjað,“ segir Kjartan Henry að lokum. ooj@frettabladid.is Rúnar fann réttu stöðuna fyrir mig Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir KR í 3-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla og hann er bestu leikmaður fyrstu umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. KR-ingar sem hafa byrjað vel Flest mörk KR-inga í fyrsta leik á Íslandsmóti í knattspyrnu. ( frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) 5 mörk - Þórólfur Beck á móti Akureyri 28. maí 1961 3 - Tómas Ingi Tómasson á móti Breiðabliki 23. maí 1994 2 - Kjartan Henry Finnbogason á móti Breiðabliki 3. maí 2011 2 - James Bett á móti Breiðabliki 23. maí 1994 2 - Björn Rafnsson á móti ÍBV 17. maí 1986 og 2 - Björn Rafnsson á móti Þrótti 13. maí 1985 2 - Björn Pétursson á móti Þrótti 13. maí 1976 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Nýkomið í sölu 230 fm parhús með innb. 27 fm bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum á frábærum stað við Vesturbrún í Reykjavík. Neðri hæð: Forstofa. Gestasalerni. Eldhús m.búri inn af. Stór stofa með útg. út á hellulagða afgirta verönd til suðurs með heitum potti. Rúmgóð arinstofa. Efri hæð: Steyptur stigi milli hæða. Baðherbergi. Eitt barnaherbergi. Rúmgott hjóna- herbergi með fataherbergi inn af og útg. út á flísalagðar suður svalir. GÓLFEFNI: Kirsuberjaparket og flísar. Þetta er hús sem býður upp á mikla möguleika. Opið svæði fyrir aftan hús sem ekki verður byggt á. Verð 58,0 millj. Gísli Rafn sölufulltrúi fasteign.is tekur á móti gestum milli kl. 17 og 18 sunnudag. OPIÐ HÚS SUNNUDAG KL. 17-18 VESTURBRÚN 31 - PARHÚS FÓTBOLTI Manchester United og Chelsea eigast við í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar kl. 15.10 á morgun. Chelsea getur með sigri náð United að stigum en sigri þeir rauðklæddu er enski meistaratitillinn svo gott sem í höfn. „Ef við vinnum tel ég að við verðum meistarar,“ sagði Fergu- son við enska fjölmiðla í gær. „Árangur okkar á heimavelli hefur verið frábær og líklega sá besti í Evrópu. Það má ekki breytast um helgina,“ bætti hann við en United hefur unnið sextán af sautján leikjum sínum á Old Trafford og gert eitt jafntefli. Chelsea var fimmtán stigum á eftir United í mars en getur nú komist á toppinn með sigri þar sem liðið yrði þá með betra markahlutfall en United. Chelsea var einmitt síðasta liðið til að vinna leik á Old Trafford en sá sigur kom í apríl í fyrra. - esá Enska úrvalsdeildin: Titillinn undir í toppslagnum MÆTAST Í DAG Wayne Rooney, leik- maður Manchester United, og David Luiz hjá Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.