Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 ● HITINN ER MIKILVÆG UR Látið grillið alltaf hitna vel áður en byrjað er að grilla. Kola- grill þurfa að hitna í hálftíma til fjörutíu mínútur frá því kveikt er í kolunum en gasgrill þarf að hitna í tíu til fimmtán mínútur. Þegar notað er kolagrill er gott ráð að breiða álpappír á botn þess áður en kolin eru sett í og kveikt er upp. Þannig er auðvelt að þrífa grillið á eftir. Flest teljum við það engin geimvísindi að grilla mat. Kveikja upp, fleygja matnum á ristina og svíða hann vel áður en hann fer á diskinn. Auðveldlega má þó eyðileggja annars dýrindis hráefni í logunum, auk þess sem mikið brunnið grillkjöt getur innihaldið krabbameinsvaldandi efni. ÓBEIN GRILLSTEIKING Þykkari stykki en 5 sentimetra ætti ekki að grilla beint yfir eld- inum við háan hita í stuttan tíma, þar sem yfirborðið þornar og brennur áður en stykkið er full- eldað í miðjunni. Þunnar sneið- ar, fiskflök og grænmeti má setja beint yfir eldinn en þegar grilla á lambalæri er best að elda það við óbeinan hita. Notið grill sem hægt er að loka og setjið lærið á ristina, til hliðar við eldinn. Hæggrillað lærið verður safaríkt og gott og það besta er að lítið þarf að fylgj- ast með grillinu, þar sem fitan lekur ekki beint ofan í eldinn. Það er líka hægt að vefja matinn inn í álpappír og setja beint yfir logana, en þá gufusýðst hann í eigin safa frekar en að grillast. LÁTIÐ MATINN Í FRIÐI Eins er það algengur misskiln- ingur að standa eigi við grillið og snúa stykkjunum aftur og aftur. Þunn stykki eins og hamborgara, lærisneiðar eða kótelettur á til dæmis að grilla í þrjár til fimm mínútur á hvorri hlið og snúa einu sinni. Stærri stykkjum sem þurfa langan eldunartíma, eins og lambahrygg og læri, þarf þó að snúa nokkrum sinnum. Fisk ætti að leggja á vel olíuborna grindina og snúa einu sinni, og til að forðast að hann detti í sundur er sniðugt að klemma hann inn í fiskgrind sem auðvelt er að meðhöndla. GAS EÐA KOLAGRILL Betra er að stýra hitanum á gas- grilli en kolagrilli, auk þess sem það tekur enga stund að hitna. Þegar nota á kolagrill þarf lengri undirbúningstíma, en kolagrill hitna síðan meira en gasgrill. Mörgum þykir betra bragð af mat grilluðum á kolagrilli og róman- tík fylgja stússinu í kringum þau, meðan aðrir vilja minna umstang. Einnota grill eru einnig vel nýtan leg til að grilla pylsur, sneið- ar og bita en henta síður ef grilla á stórt lambalæri. Gott er að hafa í huga að þegar einnota grill er notað skal staðsetja það á eldfast undirlag til að forðast íkveikju og eftir notk- un er sniðugt að hella vatni í bakk- ann til að drepa í því alla glóð. Víða á netinu má nálgast ráð- leggingar varðandi grillmat, til dæmis á www.lambakjot.is Gott er að grilla mat Til að forðast það að brenna matinn yfir logunum er hann gjarnan vafinn inn í álpappír. Athugið þó að þannig gufu- sýðst maturinn, frekar en að grillast. Mörgum hættir til að standa við grillið og snúa matnum í gríð og erg. Þunnum sneiðum, svo sem hamborgurum, þarf bara að snúa einu sinni og grilla í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Minni stykki má staðsetja beint yfir eldinum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Stór stykki eins og lambalæri er best að grilla við óbeinan hita. Þannig verður lærið safaríkt og mjúkt. Meira í leiðinniN1 VERSLANIR WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 077 98130 VOKPANNA 2.183 kr. 077 21014 FISKIGRIND 2.980 kr. 909 31531 GRILLKVEIKJARI 590 kr. ELDHEITIR AUKAHLUTIR MIKIÐ ÚRVA AF VÖNDUÐUM A FYRIR N1 GERÐU 077 40036 GRILLSETT 2.980 kr. 077 98140 PIZZUPANNA Á GRILL 3.180 kr. 077 77336 GRILLBURSTI OG SKAFA 590 kr. GRILLYFIRBREIÐSLUR frá 5.290 kr. 077 41070 KERAMIK STEINAR 2.290 kr. 077 80024 ÞRÝSTIJAFNARI FYRIR GASGRILL 3.523 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.