Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
● HITINN ER MIKILVÆG
UR Látið grillið alltaf hitna vel
áður en byrjað er að grilla. Kola-
grill þurfa að hitna í hálftíma til
fjörutíu mínútur frá því kveikt
er í kolunum en gasgrill þarf að
hitna í tíu til fimmtán mínútur.
Þegar notað er kolagrill er
gott ráð að breiða
álpappír á
botn þess
áður en
kolin
eru
sett
í og
kveikt er
upp. Þannig
er auðvelt að
þrífa grillið á
eftir.
Flest teljum við það engin
geimvísindi að grilla
mat. Kveikja upp, fleygja
matnum á ristina og svíða
hann vel áður en hann fer
á diskinn. Auðveldlega
má þó eyðileggja annars
dýrindis hráefni í logunum,
auk þess sem mikið brunnið
grillkjöt getur innihaldið
krabbameinsvaldandi efni.
ÓBEIN GRILLSTEIKING
Þykkari stykki en 5 sentimetra
ætti ekki að grilla beint yfir eld-
inum við háan hita í stuttan tíma,
þar sem yfirborðið þornar og
brennur áður en stykkið er full-
eldað í miðjunni. Þunnar sneið-
ar, fiskflök og grænmeti má setja
beint yfir eldinn en þegar grilla á
lambalæri er best að elda það við
óbeinan hita. Notið grill sem hægt
er að loka og setjið lærið á ristina,
til hliðar við eldinn. Hæggrillað
lærið verður safaríkt og gott og
það besta er að lítið þarf að fylgj-
ast með grillinu, þar sem fitan
lekur ekki beint ofan í eldinn. Það
er líka hægt að vefja matinn inn í
álpappír og setja beint yfir logana,
en þá gufusýðst hann í eigin safa
frekar en að grillast.
LÁTIÐ MATINN Í FRIÐI
Eins er það algengur misskiln-
ingur að standa eigi við grillið og
snúa stykkjunum aftur og aftur.
Þunn stykki eins og hamborgara,
lærisneiðar eða kótelettur á til
dæmis að grilla í þrjár til fimm
mínútur á hvorri hlið og snúa
einu sinni. Stærri stykkjum sem
þurfa langan eldunartíma, eins
og lambahrygg og læri, þarf þó að
snúa nokkrum sinnum. Fisk ætti
að leggja á vel olíuborna grindina
og snúa einu sinni, og til að forðast
að hann detti í sundur er sniðugt
að klemma hann inn í fiskgrind
sem auðvelt er að meðhöndla.
GAS EÐA KOLAGRILL
Betra er að stýra hitanum á gas-
grilli en kolagrilli, auk þess sem
það tekur enga stund að hitna.
Þegar nota á kolagrill þarf lengri
undirbúningstíma, en kolagrill
hitna síðan meira en gasgrill.
Mörgum þykir betra bragð af mat
grilluðum á kolagrilli og róman-
tík fylgja stússinu í kringum þau,
meðan aðrir vilja minna umstang.
Einnota grill eru einnig vel
nýtan leg til að grilla pylsur, sneið-
ar og bita en henta síður ef grilla á
stórt lambalæri. Gott er að hafa í
huga að þegar einnota grill er notað
skal staðsetja það á eldfast undirlag
til að forðast íkveikju og eftir notk-
un er sniðugt að hella vatni í bakk-
ann til að drepa í því alla glóð.
Víða á netinu má nálgast ráð-
leggingar varðandi grillmat, til
dæmis á www.lambakjot.is
Gott er að grilla mat
Til að forðast það að brenna matinn yfir
logunum er hann gjarnan vafinn inn í
álpappír. Athugið þó að þannig gufu-
sýðst maturinn, frekar en að grillast.
Mörgum hættir til að standa við grillið
og snúa matnum í gríð og erg. Þunnum
sneiðum, svo sem hamborgurum,
þarf bara að snúa einu sinni og grilla í
nokkrar mínútur á hvorri hlið.
Minni stykki má staðsetja beint yfir eldinum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Stór stykki eins og lambalæri er best að grilla við óbeinan hita. Þannig verður lærið
safaríkt og mjúkt.
Meira í leiðinniN1 VERSLANIR
WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000
077 98130
VOKPANNA
2.183 kr.
077 21014
FISKIGRIND
2.980 kr.
909 31531
GRILLKVEIKJARI
590 kr.
ELDHEITIR
AUKAHLUTIR
MIKIÐ ÚRVA AF VÖNDUÐUM A FYRIR
N1 GERÐU
077 40036
GRILLSETT
2.980 kr.
077 98140
PIZZUPANNA Á GRILL
3.180 kr.
077 77336
GRILLBURSTI OG SKAFA
590 kr.
GRILLYFIRBREIÐSLUR
frá 5.290 kr.
077 41070
KERAMIK STEINAR
2.290 kr.
077 80024
ÞRÝSTIJAFNARI FYRIR GASGRILL
3.523 kr.