Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 86
7. maí 2011 LAUGARDAGUR46
Hver er uppáhaldsliturinn þinn?
Mér finnst skærir litir fallegast-
ir.
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? Fiskur, lambakjöt og
grænmeti.
Hvernig var Ísland þegar þú
varst barn? Það var jafnfrá-
bært og í dag en þó færri bílar
og minna stress.
Hvað vildir þú verða þegar þú
yrðir stór? Mér fannst
mikið óréttlæti í þjóð-
félaginu og vildi
vinna að því sem
gæti breytt þessu.
Áttu börn eða
barnabörn?
Hvernig finnst
þeim að eiga for-
sætisráðherra fyrir
mömmu og ömmu?
Ég á tvo syni og sex
barnabörn. Ég held að
þau séu oft ánægð með
mömmu sína og ömmu
en vildu gjarnan að
hún væri ekki allt-
af svona upptekin í
vinnunni.
Kanntu ennþá að
leika þér? Ég leik
við barnabörn-
in mín þegar ég
get. Það er alltaf
gaman að bregða
á leik og verða
barn í annað
sinn.
Ræður þú öllu
á landinu? Nei,
margir aðrir
ráða miklu, hver
á sínu sviði.
Þetta er eins
og í stórri fjöl-
skyldu þar sem
allir þurfa að
hjálpast að við
að sinna ólíkum
verkefnum.
Ef þú réðir öllu,
hverju myndir
þú helst vilja
breyta? Ef hægt
væri að ráða
öllu myndi ég
fyrst og fremst
óska þess að
a l l ir væru
heilbrigðir og
hamingjusam-
ir.
Hvað finnst þér um íslenska
krakka? Íslenskir krakkar eru
frábærir. Barnabörnin mín eru
á aldrinum 2 til 14 ára svo ég hef
fylgst með því sem krakkar á
ýmsum aldri eru að gera í skóla
og frístundum og er ánægð með
unga fólkið sem seinna mun
taka við stjórn landsins.
Verður þú aldrei leið á að sitja
í þingsalnum og hlusta á allar
ræðurnar? Jú, stundum.
Eru sætin á Alþingi þægileg?
Sumum finnst þau svo þægileg
að þeir vilja helst sitja í þeim
lengi lengi.
Hver er skemmtilegasti þing-
maðurinn og af hverju? Á
Alþingi er oftast verið að fjalla
um alvarlega hluti en sumir
þingmenn geta verið léttir og
skemmtilegir þegar þeir eru
ekki í vinnunni.
Hvað er það leiðinlegasta við
að vera forsætisráðherra? Það
er auðvelt að svara þessari
spurningu. Eftir að ég varð
forsætisráðherra hef ég
ekki getað hitt barna-
börnin mín eins oft og
áður og það finnst mér
afskaplega leiðinlegt.
Hefur þú fengið að
hitta frægt fólk
sem forsætisráð-
herra? Forsætis-
ráðherrar hitta
stundum frægt
fólk en það er
ekkert öðru-
vísi en að
hitta þá sem
eru ekki
frægir.
krakkar@frettabladid.is
46
Ég á tvo syni og sex barnabörn.
Ég held að þau séu oft
ánægð með mömmu
sína og ömmu en
vildu gjarnan að hún
væri ekki alltaf svona
upptekin í vinnunni.
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
ALLTAF GAMAN AÐ
BREGÐA Á LEIK
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir íslenska krakka frábæra.
Leiðinlegast við starfið þykir henni að hafa lítinn tíma fyrir barnabörnin.
Þegar sól hækkar á
lofti er gaman að útbúa
ferska og svalandi
drykki og bjóða vinum
sínum upp á eða fjöl-
skyldu. Þessi drykkur er
skemmtilega grænn á
litinn, bráðhollur og afar
bragðgóður.
Fyrir fjóra
2 bollar ferskt spínat
2 bollar frosin jarðarber
1 banani
2 msk. hunang
½ bolli ísmolar
lauf af myntu (má
sleppa)
Setjið spínatið í frystinn
og látið það vera þar í
klukkutíma. Setjið svo
spínatið, jarðarberin,
bananann, hunangið
og ísmolana í blandara
og fáið aðstoð einhvers
fullorðins við að setja
blandarann af stað.
Látið blandarann vinna
drykkinn þar til hann
er skrímslagrænn með
slímmjúkri áferð. Skreyta
má drykkinn með græn-
um blöðum af myntu-
plöntu, en því má líka
sleppa.
Grænn skrímsladrykkur
Hvað er það sem sekkur í sæ
en blotnar ekki?
Sólin.
„Ég ætla að fá fuglafræ.“
„Hvað áttu marga fugla?“
„Enga ennþá en ég ætla að sá
fyrir nokkrum.“
Einu sinni voru tveir vitlausir
karlar að hjálpast að við að
þvo bíl. Annar hélt á tuskunni
og hinn keyrði bílinn fram og
til baka.
Tvær slöngur voru eitt sinn
saman úti að skríða þegar
önnur þeirra spurði: „Erum
við eiturslöngur?“
„Já, Af hverju spyrðu?“
„Ég beit í tunguna á mér!“
Ertu ánægður með nýja hund-
inn þinn?
Já mjög, hann sækir til dæmis
alltaf Moggann fyrir mig.
En eru ekki margir hundar
sem gera það?
Jú, jú, en ég er ekki áskrifandi.
WWW.KIDS.DISCOVERY.COM Á vefsíðunni er fjöldi skemmti-
legra leikja og þrauta. Þar er líka fræðandi og skemmtilegt efni um
heiminn eins og landafræði, dýralíf og mannkynssaga.
FATA
MARKA
ÐUR
LAUGA
RDALS
HÖLL
LAUGA
RDALH
ÖLLIN
Opið frá
12:00-19:00
Glænýjar
vörur beint
frá London!