Fréttablaðið - 10.05.2011, Page 2
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
Helgi, fá útlendingar nokkuð
svið-skrekk þegar þeir kynnast
íslenskri matargerð?
„Nei, nei, það er alltaf áhugi á mat-
argerð fyrri ára, en yfirleitt kynnum
við almenna nútímamatargerð.”
Helgi Einarsson er einn þriggja Íslendinga
í stjórn Heimssamtaka matreiðslumanna.
Stjórnarseta þeirra hefur eflt kynningu á
íslenskum mat og matarmenningu.
SPURNING DAGSINS
NÁTTÚRA Ekki verður tekin ákvörð-
un fyrr en næsta vetur um það
hvar hvítabjörninn, sem skotinn
var hér á landi í síðustu viku,
verður vistaður. Fjögur erindi um
vörslu hans hafa borist Náttúru-
fræðistofnun.
Frá þessu er greint á vestfirska
vefnum bb.is, en Vestfirðingar og
Skagfirðingar hafa lýst yfir áhuga
á dýrinu. Hornstrandastofa, Hótel
Núpur í Dýrafirði og Melrakka-
setrið í Súðavík vilja fá dýrið í sína
vörslu, auk Fljóta í Skagafirði.
Björninn verður ekki stopp-
aður upp fyrr en næsta vetur og
ákvörðun um dvalarstað hans ekki
tekin fyrr en að því loknu. - þeb
Áhugi á uppstoppuðum birni:
Fjórir vilja
hvítabjörninn
SKIPULAGSMÁL Fjölmargir íbúar og
húseigendur í nágrenni við vín-
búð ÁTVR á Hólabraut á Akur-
eyri mótmæla harðlega fyrirhug-
aðri deiliskipulagsbreytingu sem
gera mun fyrirtækinu kleift að
reisa viðbyggingu við húsnæði sitt.
Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd
sautján húseigenda og íbúa er
bent á að fyrri ákvörðun um að
veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir
viðbyggingu við Hólabraut hafi
verið kærð og felld úr gildi. Nú
ætli bærinn hins vegar að sam-
eina lóðir til að gera stækkunina
mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu
er sveitar stjórn að misfara með
skipulagsvald og um er að ræða
„skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað
til erindis JP lögmanna í fundar-
gerð skipulagnefndar Akureyrar.
Meðal þeirra galla sem íbúarn-
ir segja á fyrirhugaðri stækkun
vínbúðarinnar er bílastæðaekla
á svæðinu. Viðbyggingin muni
auka umsvif ÁTVR og það leiða
til meiri umferðar við verslunina.
Til standi að breyta Hólabraut í
botnlangagötu og það bjóði upp á
endalausar umferðarstíflur. Í bréfi
Brynhildar Ólafar Frímanns dóttur
og Guðjóns Hreins Haukssonar er
því mótmælt að ÁTVR verði áfram
á Hólabraut án þess að fyrirtæk-
ið opni aðra vínbúð annars staðar
á Akureyri til að minnka álagið á
Hólabraut.
Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir
í bréfi til bæjarins óásættanlegt að
hagsmunir ÁTVR séu teknir fram
yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun
núverandi húsnæðis að Hólabraut
16 og sameinaðar lóðir mun skerða
lífsskilyrði bæði utan og innan-
dyra í fasteign hennar og rýra
verðgildi,“ segir um efni bréfs
Þórkötlu í fundargerð skipulags-
nefndar. JP lögmenn taka í sama
streng. „Um er að ræða verulegt
inngrip í réttindi íbúa sem hefur
veruleg neikvæð áhrif á verðmæti
fasteigna þeirra,“ segir JP.
Mörg fleiri rök eru nefnd í mót-
mælabréfum íbúanna, meðal ann-
ars aukin hætta á eldsvoðum, tak-
markaðra aðgengi neyðarbíla og
hætta sem verði af blindu horni
á útakstursleið. Þá bætist við þau
óþægindi sem íbúarnir verði fyrir.
Málinu var frestað á síðasta
fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi
VG í nefndinni, Edward H. Huij-
bens, sagði í bókun að málið hefði
„undið hressilega upp á sig“ og að
meirihluti íbúa væri kominn með
lögfræðistofu í málið. „Að mati
fulltrúa VG er þessi þróun mála
endurspeglun stefnuleysis skipu-
lagsnefndar, þar sem hún reyn-
ir frekar að sigla á milli skers og
báru í álitamálum á einstökum
deiliskipulagsreitum í stað þess
að leggja fram heildarsýn á skipu-
lagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bók-
aði Edward. gar@frettabladid.is
Segja bellibrögðum
beitt í vínbúðarmáli
Íbúar í nágrenni vínbúðar á Akureyri telja bæinn misfara með vald og snið-
ganga lög til að tryggja að ÁTVR geti byggt við húsnæðið. Íbúarnir segja um
verulegt inngrip í réttindi sín að ræða og óttast verðfall á húsum sínum.
VÍNBÚÐIN Á HÓLABRAUT Ósáttir húseigendur segja það óviðunandi að hagsmunir
ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna í kringum Vínbúðina á Hólabraut.
MYND/GUÐJÓN HREINN HAUKSSON
DÓMSMÁL Þrír menn á þrítugs-
aldri hafa verið sýknaðir af
ákæru um hylmingu, eftir
að stolinn skjávarpi fannst á
skemmtistað sem þeir ráku.
Skjávarpanum hafði verið
stolið í innbroti í Háskólann á
Bifröst og hafði einn þremenn-
inganna keypt hann fyrir 40
þúsund krónur. Dómurinn taldi
ekki sannað að mönnunum hefði
verið ljóst að um þýfi væri að
ræða.
Hins vegar voru tveir þeirra
dæmdir fyrir að hleypa lofti
úr dekkjum bifreiðar, þannig
að hún stóð á felgunum, og
týna hettunum af þremur loft-
ventlum hennar. Annar greiðir
30 þúsund í ríkissjóð en hinum
var ekki gerð refsing. - jss
Sýknaðir af hylmingu:
Hleyptu úr
dekkjum og
týndu hettum
SÁDI-ARABÍA Stúlkubörn á aldr-
inum fimm til tólf ára eru seld
ríkum körlum í Sádi-Arabíu þar
sem þeim er haldið sem kyn-
lífsþrælum. Þetta kemur fram í
svokölluðum sendiráðspóstum
Bandaríkjanna sem Wikileaks
hefur birt og greint hefur verið
frá í Aftenposten.
Stúlkurnar eru fluttar frá
Máritaníu og Jemen í þúsunda-
tali. Þegar þær verða kynþroska
eru þær látnar stunda vændi.
Vel skipulagt net glæpamanna
heimsækir fátækar fjölskyldur
og falast eftir börnunum. Því
yngri sem börnin eru, þeim mun
hærra verð fæst fyrir þau. Brúð-
ur á barnsaldri getur kostað um
2,5 milljónir króna. - ibs
Vændi í Sádi-Arabíu:
Stúlkur seldar í
þúsundatali í
kynlífsþrælkun
BANDARÍKIN Lögreglan í Dallas í
Texas var kölluð til eftir að kona
hafði komið að nöktum innbrots-
þjófi í síðustu viku.
Þegar Jennifer Espinoza kom
heim eftir að hafa ekið dóttur
sinni í skóla sá hún að baðher-
bergisgluggi hafði verið brotinn.
Þegar hún opnaði dyrnar að bað-
herberginu sat þjófurinn nakinn
í baðvaskinum og lagði sér til
munns frosinn kjúkling sem hann
hafði stolið úr eldhúsinu.
Espinoza kallaði til lögreglu,
sem handtók manninn. - þj
Lögregla kölluð til í Dallas:
Nakinn þjófur
tekinn höndum
LÖGREGLUMÁL Fjórir til fimm
ungir menn í rauðum sendi-
ferðabíl reyndu að lokka nokkra
drengi upp í bifreiðina nálægt
Vesturbæjarskóla í dag.
Skólinn sendi í kjölfarið bréf til
allra foreldra og forráðamanna
barna í skólanum. Þar kemur
fram að mennirnir hafi boðið
drengjunum sælgæti gegn því að
þeir kæmu upp í bílinn.
Drengirnir hlupu í burtu og
eru mjög skelkaðir samkvæmt
bréfinu. Skólayfirvöld létu lög-
reglu umsvifalaust vita af mál-
inu.
Manna á sendibíl leitað:
Reyndu að lokka
drengi upp í bíl
UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur ákveðið að
beita Sorporkustöð Vestmannaeyja dagsektum frá
og með 1. júní næstkomandi ef mengunarvarna-
búnaður verður ekki bættur. Einnig verður starf-
semi stöðvarinnar takmörkuð við tilteknar veður-
aðstæður.
Umhverfisstofnun kynnti Bæjarveitum Vest-
mannaeyja áform um sviptingu starfsleyfis í
febrúar 2011 þar sem ítrekaðar ábendingar um að
úrbætur á hreinsibúnaði höfðu ekki leitt til þess að
rekstraraðilinn gerði nauðsynlegar ráðstafanir til
úrbóta á sorpbrennslunni.
Umhverfisstofnun telur að fram séu komin
áform um ráðstafanir til úrbóta á sorporkustöð-
inni en ákvörðun um hvaða úrræði verði fyrir val-
inu liggur þó ekki fyrir, né hvenær úrbætur verða
framkvæmdar. Sá tími sem er áætlaður fram
að endanlegri ákvörðun er allt of langur að mati
Umhverfisstofnunar og framkvæmdatíminn er
óviss.
Þvingunaraðgerðirnar vegna þessa eru 50 þúsund
króna dagsektir frá 1. júní þar til fullnægjandi
úrbætur hafa verið gerðar, sem hækka í hundrað
þúsund krónur 16. ágúst. Þá er starfsemin tak-
mörkuð með tilliti til veðurs.
Beri aðgerðir þessar ekki árangur innan sex mán-
aða mun Umhverfisstofnun taka til skoðunar á ný
að svipta rekstraraðila starfsleyfi, segir í frétta-
tilkynningu. - shá
Sorporkustöð Vestmannaeyja beitt þvingunaraðgerðum af Umhverfisstofnun:
Sorpbrennsla í Eyjum beitt hörðu
SORPORKUSTÖÐIN Í VESTMANNAEYJUM Ryk í útblæstri er
umkvörtunarefni Umhverfisstofnunar. Rykmagn hefur verið allt
að þrefalt það sem tilgreint er í starfsleyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
HVÍTABJÖRNINN Hann var skotinn á
Hornströndum hinn 2. maí síðastliðinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MENNTAMÁL Eigendur Mennta-
skólans Hraðbrautar hafa ákveð-
ið að innrita nýnema þrátt fyrir að
þjónustusamningur við mennta- og
menningarmálaráðuneytið kveði
aðeins á um kaup ráðuneytisins
á þjónustu skólans vegna nem-
enda á öðru ári. Eigendur Hrað-
brautar ætla hins vegar að gang-
ast í persónu legar ábyrgðir fyrir
áframhaldandi rekstri skólans
næsta skólaár. Það á við um alla
nemendur skólans; þá sem ljúka
námi og þá sem teknir verða inn á
fyrra námsár í haust.
Þetta kemur
fram í frétta-
tilkynningu frá
eigendum Hrað-
brautar sem
Ólafur Haukur
Johnson skóla-
stjóri undirrit-
ar. Þar segir:
„Fréttir af and-
láti Menntaskól-
ans Hraðbraut-
ar eru því stórlega ýktar! Pólitísk
atlaga ráðherra og ráðuneytis
mennta- og menningarmála hefur
vissulega stórskaðað rekstur skól-
ans og ímynd. Einnig hefur atlaga
ráðherra með ósanngjörnum hætti
skaðað nemendur skólans og skóla-
starfið mikið en þrátt fyrir afar
ómálefnalega atlögu eru aðstand-
endur skólans staðráðnir í að láta
þessi öfl ekki knésetja sig.“
Ráðuneytið ákvað að endurnýja
ekki þjónustusamning við skólann
að undanfarinni rannsókn Ríkis-
endurskoðunar þar sem niður-
staðan var að skólinn hafi fengið
tæplega 192 milljónir ofgreiddar
frá ríkinu. - shá
Hraðbraut starfrækt áfram þó að samningur við ríkið verði ekki endurnýjaður:
Gangast í persónulegar ábyrgðir
ÓLAFUR HAUKUR
JOHNSON