Fréttablaðið - 10.05.2011, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. maí 2011
Gleraugu
MAÍ 2011
25% afsláttur
TAX
FREE*
& gott betur!
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn
miðvikudaginn 25. maí, kl. 14.00 í Grjótsnesi,
Hlíðarsmára 8, Kópavogi.
Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins
og 30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi
lífeyrissjóða.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu með
málfrelsi og tillögurétt.
Ársfundargögn má nálgast í Hlíðarsmára 8,
á vefsíðu sjóðsins, www.efia.is og í móttöku
Eignastýringar Landsbankans - Austurstræti 11.
Stjórn Eftirlaunasjóðs FÍA.
ÁRSFUNDUR
EFTIRLAUNASJÓÐS FÍA
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
FÁÐU BEITTUSTU
BRANDARANA Í SÍMANN
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
Það kviknaði í mörgum hjörtum á fyrstu tónleikum
Hörpunnar og gaman að
skynja síðustu daga almenna
gleði yfir þessu langþráða
mannvirki. Ekki glittir í
íslensku drýldnina og hof-
móðinn, aðeins þakklæti,
auðmýkt og einlæga hrifn-
ingu. Og léttir. Loksins geta
okkar frábæru tónlistarmenn
raunverulega notið sín hér á
landi, sem og erlendir lista-
menn sem hafa áratugum
saman heiðrað okkur með því
að koma hingað og flytja sína
tónlist, þó þeir yrðu að gera
það í húsakynninum sem voru
byggð undir aðra starfsemi.
Og í framhaldi af því er allt
í einu komið sumar, öllum að
óvörum. Meira að segja veður-
fræðingum. Og þetta var góð
helgi. Sólin breytir öllu.
Karlinn á kassanum
Það eru ekki alltaf sólskins-
skrif sem maður rekst á ef
maður fer inn á netið, þó að
það sé til. Áður fyrr stóð
stundum karl uppi á kassa á
Lækjartorgi með hnefann á
lofti og fékk útrás fyrir allt
sem honum mislíkaði eða vildi
breyta. Hann talaði hátt og
sparaði ekki lýsingarorðin.
Karlinn á kassanum var hluti
af stemningunni í miðbænum,
rétt eins og Hjálpræðisherinn
sem söng og prédikaði á sama
stað. Þetta var náttúrlega ekk-
ert lögbundið. Hver sem var
hefði getað rölt með kassa
ofan í bæ, tyllt sér upp á hann
og hafið upp raust sína. Manni
þótti þetta eins og hvert annað
skemmtilegt fyrirbæri þegar
maður var krakki, hlustaði
ekkert á hvað maðurinn sagði,
horfði bara á tilburðina. Í
dag myndi þessi maður vera
virkur í blogginu og ekki láta
sig vanta ef boðið væri upp á
mótmælafund. Jafnvel þó að
hann vissi ekki hverju væri
verið að mótmæla.
Ósiðir
Mér finnst margir tala um að
gengisfall á mannasiðum og
orðfæri eigi að verulegu leyti
rætur á blogginu. Ögrandi
og rætin skrif sem beinast
að tilteknum einstaklingum,
fá klapp frá fjölda manns og
skrifarinn færist í aukana.
Finnst þetta vitna um að hann
sé greinilega á réttri leið.
Aðrir sjá hvað þetta er vinsælt
og taka upp sama orðfæri og
jafnvel óheflaðra.
Yfirleitt er það þannig að
þegar margir hafa um nokk-
urn tíma tileinkað sér tiltek-
inn talsmáta, þá festist hann
í sessi. Um það vitna algeng
lýsingarorð sem fyrir löngu
hafa fengið andstæða merk-
ingu: ógeðslegt, geðveikt,
geggjað, truflað. Þessi orð eru
hugsunar laust notuð yfir það
sem er fallegast og best. En
þetta er saklaust miðað við
það þegar farið er að klína
ónefnum á annað fólk í því
augnamiði að gera lítið úr því.
Ekki síst þegar um eða að ræða
fólk sem þjóðin hefur valið sér-
staklega á Alþingi Íslendinga.
Alþingismenn og ráðherrar
eru ekkert öðruvísi en annað
fólk. Það getur verið skap-
mikið, og breyskt á ýmsum
sviðum, en í störfum sínum
og samskiptum við annað fólk
ber því að haga sér eins og
siðað fólk. Uppnefni og ávirð-
ingar gengisfella þá sjálfa,
ekki þá sem þeir vilja gera
lítið úr.
En nú er semsagt komið
sumar. Bjartar nætur og betra
skap. Tilvalinn tími til að gefa
neikvæðni og önuglyndi frí.
Helst varanlegt frí.
Góðir siðir og vondir
Jónína
Michaelsdóttir
Blaðamaður
Í DAG
Alþingismenn og ráðherrar eru ekkert
öðruvísi en annað fólk. Það getur verið
skapmikið og breyskt á ýmsum sviðum,
en í störfum sínum og samskiptum við annað fólk ber
því að haga sér eins og siðað fólk. Uppnefni og ávirð-
ingar gengisfella þá sjálfa.
AF NETINU
Sumir jafnari en aðrir ?
Nú er komið í ljós að á ári
óttans í Kaupþingi, skulfu allir
þar á bæ á beinunum en voru
látnir halda að með því að
hreyfa ekki við hlutabréfum
sínum væru þeir að sýna
samstöðu til að berjast fyrir
vinnustað sinn og í þessari
samstöðu berðust einn fyrir
alla og allir fyrir einn sem jafn-
ingjar.
En ennfremur hefur komið
í ljós að sumir voru jafnari
en aðrir og ef þeir voru nógu
stórir var í góðu lagi að þeir
neyttu allra bragða til að skara
eld að eigin köku og gæfu skít
í alla samstöðu.
Ætlun þeirra var greinilega
að geta haldið sínu þótt aðrir
yrðu að blæða.
omarragnarsson.blog.is
Ómar Ragnarsson
Fasistabeljan
Það sætir almennri furðu,
hvernig allt of margir þingmenn
telja tíma sínum og kröftum
best varið landi og þjóð til
heilla. Í stað þess að þingmenn
séu samtaka í að leita að leiða
út úr efnahagsþrengingum þá
berast fréttir, af hótunum þing-
manna um meiðyrðamálaferli
og að þeir uppnefni hverjir aðra
ýmsum hætti og líki við; ketti,
hryssur og nú fasistabeljur.
Einhvern veginn þá finnst mér
verulega skorta á að heiðurs-
listamaðurinn Þráinn Bertelsson
sem telur víst drjúgan hluta
þjóðarinnar vera fábjána, rök-
styðji þetta orðaval sitt. Ekki
virðist vera um góðlátlegt grín
að ræða heldur virðist sem
einhver særindi búa að baki og
að Þráinn telji sig hafa orðið
fyrir einhverju óréttlæti af hendi
Þorgerðar Katrínar.
sigurjonth.blog.is
Sigurjón Þórðarson