Fréttablaðið - 10.05.2011, Page 20
10. MAÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Nú fögnum við þegar sólin er farin
að hækka á lofti en við þurfum þó
að muna eftir að vernda húð okkar
gegn geislum hennar því þeir geta
valdið húðkrabbameini. Aubrey
Organics er öflug
steinefnasólarvörn
sem er unnin úr
lífrænum jurta- og
olíu grunnum. Vör-
urnar innihalda ekki
paraben, litarefni
eða tilbúin ilmefni.
Aubrey Organics
sólar varnirnar
er u me ð h á a n
sólarvarnar stuðul,
minnst 15 og mest 30,
þær veita því mjög
góða vörn gegn UVA
og UVB geislum sem
eru skaðlegu geisl-
ar sólarinnar. Það er
mikilvægt að velja
sólar vörn sem hefur
SPF stuðul 15 eða
hærri. Aubrey Org-
anics sólarvarnirnar
eru náttúrúleg sólar-
varnarkrem sem mýkja
húðina, vernda hana og
halda henni heilbrigðri.
Í vörulínunni eru fimm
tegundir sólarvarna
og tvö krem sem eru
nauðsynleg eftir sólina:
■ SPF 30 með suðrænum tropical-
ilmi
■ SPF 30 ilmefnalaus fyrir við-
kvæma húð og börn
■ SPF 30 með andoxandi með
grænu tei
■ SPF 30 ilmefna-
laust sólarstifti
■ SPF 15 með suðræn-
um tropical-ilmi
■ SPF 15 ilmefnalaust
andlitskrem
■ Andoxandi og yngj-
andi After sun
■ og hreint Aloe Vera.
„Það er mikilvægt að
bera á sig sólarvörn,
hversu stutt sem verið
er úti við og jafnvel þótt
sólin sjáist ekki. Hvort
sem þú ferð í sólbað, sund
eða fjallgöngu. Verndaðu
umhverfið og vandaðu
valið á sólarvörn, því það
skiptir öllu máli hvað við
berum á húðina, taktu Au-
brey Organics, náttúrulega
sólarvörn með þér hvert
sem er. Þá geturðu verið
viss um að húðin á þér er og
verður hamingjusöm,“ segir
Hafdís Guðmundsdóttir,
vörustjóri Heilsu ehf, sem
flytur inn Aubrey Organics.
Aubrey Organics
paraben-frí sólarvörn
Í friðsælu umhverfi Hveragerðis
geta gestir og gangandi látið dekra
við sig á Hótel Náttúru og notið
gistingar í sumar en það er starf-
rækt í sama húsnæði og Heilsu-
stofnun náttúrulækningafélags Ís-
lands.
Hótelið er opið frá 20. júní til
20. ágúst en auk almennrar þjón-
ustu hefur hótelið algjöra sérstöðu.
„Heilsustofnun er meðal annars
þekkt fyrir lífræna ræktun og heil-
brigðan lífsstíl og munum við við-
halda þeirri stemningu í sumar.
Allir geta komið við og fengið sér
dýrindis máltíð en á kvöldverðar-
hlaðborði sumarsins verður lögð
áhersla á Slow Food stemninguna
og boðið upp á mikið af grænmet-
isréttum, fiski og íslensku lamba-
kjöti. Þegar matnum sleppir geta
bæði hótelgestir sem og þeir sem
eru á ferðinni komið við í Baðhús-
inu Kjarnalundi og nýtt sér fjöl-
breyttar meðferðir sem Hótel
Náttúra býður upp á. Má þar nefna
Bowen-meðferð bæði í vatni og á
landi, jógatíma, nudd og leirböð.
Fleira verður í boði t.a.m. hug-
leiðslumeðferðin „Innra bros“,
tónaheilun, gönguferðir, jóganám-
skeið, tunglserímóníur o.fl. Í ná-
grenninu er síðan fjölbreytt af-
þreying s.s. hestaferðir, golf, skipu-
lagðar göngu- eða hjólaferðir og
margt fleira,“ segir Ingi Þór Jóns-
son, hótel stjóri á Hótel Náttúru.
Það fara allir endurnærðir frá
Hótel Náttúru og allir geta nýtt sér
þjónustu þess, hvort sem þeir gista
eða ekki. Þjónustan er t.d. tilvalin
fyrir ferðalanga. Það getur verið
gaman að skella sér í notalegt leir-
bað og borða svo góðan grænmetis-
rétt á eftir. Verðið er sanngjarnt
og einnig mun Hótel Náttúra bjóða
upp á ýmis skemmtileg tilboð.
www.hotelnattura.is
Lífrænn lífsstíll á Hótel
Náttúru í Hveragerði
Tilvalið er að skella sér í notalegt leirbað og gæða sér á ljúffengum réttum í kjölfarið.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmaður auglýsinga:
Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is s. 512 5432
Lífræn matvælaframleiðsla hér
á landi er í stöðugri framþróun
þrátt fyrir tiltölulega ungan
iðnað. Fréttablaðið gluggaði
í nokkur plögg fortíðar og
skoðaði gamlar glefsur.
Þótt meirihluti íslenskrar ræktun-
ar hafi frá landnámi verið lífræn
véku lífrænir framleiðslu hættir
fyrir tilbúnum áburði og efnum
fyrir rest og við tók langt skeið þar
sem lífrænir framleiðslu hættir
voru ekki fyrir hendi. Á 20. öld
vaknaði meðvitund á ný um lífræna
fæðu og með fyrstu lífrænu garð-
yrkjustöðvunum sem ræktuðu líf-
rænt grænmeti á meðvitaðan hátt
var garðyrkjustöðin á Sólheimum í
Grímsnesi en þar hófst ræktun árið
1930. Fljótlega eftir það hófst líf-
ræn ræktun í Hveragerði á vegum
Náttúrulækningafélags Íslands.
Næstu áratugi vaknaði áhugi
og vitund almennings um kosti líf-
rænnar fæðu. Náttúrulækninga-
félag Íslands og Garðyrkjufélag Ís-
lands auglýsa í dagblaði árið 1949
fund þar sem ræða skyldi lífræn-
ar ræktunaraðferðir. „Sem eru í
því fólgnar að einungis er notaður
safnhaugaáburður en enginn til-
búinn áburður. Húsadýraáburður,
ásamt hálmi, moði, heyi, alls konar
úrgangi úr görðum og frá
heimilum o.fl. er sett
í safnhauga eftir
vissum reglum,“
segir í sömu grein
og er vitnað í
tilraunir sem
hafi sýnt að
dýr, sem alin
eru á fóðri rækt-
uðu á þennan hátt,
þurfi minna magn af því og verði
auk þess lítt næm fyrir sjúkdóm-
um.
Á 9. áratugnum fór almenning-
ur að láta málið sig miklu skipta,
verslanir með lífræna vöru dúkk-
uðu upp, má þar nefna að á Skóla-
vörðustíg var í upphafi 9. áratugar-
ins verslunin Kornmarkaðurinn
starfrækt, sem seldi lífræn grjón
og grænmeti. Þá fóru lífrænar
vörur að verða meira áberandi í
auglýsingum og ekki bara mat-
væli heldur líka hreinlætis vörur
og sjampó. Smám saman hefur
bæst við úrval af lífrænt vottuðum
vörum og urðu ákveðin kaflaskil í
íslenskri matvælasögu þegar fyrsta
lífræna mjólkurafurðin, lífræn AB-
mjólk, var framleidd árið 1997 og
seld á almennum markaði. Var það
bóndinn Bergur Elíasson á Vestri
Pétursey í Mýrdal sem framleiddi
lífræna mjólk í framleiðslu AB-
mjólkurinnar en mjólkurbú Flóa-
manna framleiddi síðan afurðina.
Auðunn Hermannsson forstöðu-
maður vöruþróunar hjá Mjólkur-
búi Flóamanna sagði við tilefnið
að það mætti segja að með „fram-
leiðslu á lífrænum mjólkurvörum
sé að nokkru leyti snúið aftur til
búskaparhátta sem tíðkuðust
fyrr á tímum þó tækni nú-
tímans sé nýtt.“
Í dag er lífræn mat-
vælaframleiðsla ekki
viðurkennd nema
hún sé vottuð eftir
þar til gerðum
reglum en líf-
ræn vottun
hér á landi
hófst ár ið 19 9 4 þega r
vottunarstofan Tún hóf starfsemi
sína. Fyrstir til að fá vottun frá
Túni um lífrænt ræktað grænmeti
var matvælafyrirtækið Ágæti hf.
og Stefán Gunnarsson, grænmetis-
framleiðandi á Dyrhólum í Mýr-
dal. Í viðtali við DV í tilefni af
tímamótunum sagði Matthías H.
Guðmundsson að lífrænt ræktað
þýddi að ekki mætti nota „tilbúinn
áburð, skordýraeitur eða illgresis-
lyf,“ og að merkja yrði vöruna á
sér stakan hátt. Þá yrði hún meðal
annars að vera aðskilin frá annarri
vöru en Matthías upplýsti að varan
yrði geymd í sérhólfi á lager fyrir-
tækisins.
Lífræn fortíð
héðan og þaðan
Með fyrstu lífrænu garðyrkjustöðvunum sem ræktuðu lífrænt grænmeti á meðvitað-
an hátt var garðyrkjustöðin á Sólheimum í Grímsnesi en þar hófst ræktun árið 1930.
Í dag er lífræn matvælaframleiðsla ekki
viðurkennd nema hún sé vottuð eftir
þar til gerðum reglum.
Hótel Náttúra
Gisting Baðhús Slow Food
Leirböð Nudd Yoga
Bowen Golf Hestaferðir
Hjólreiðar Gönguferðir
Náttúruupplifun
Baggubag eru sterkir,
plastpoki.
kr. 1299.-
kr. 1950.-
PÆGILEGT
&
UMHVERFIS-
VÆNT