Fréttablaðið - 18.05.2011, Side 6
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR6
Aðalfundur SÁÁ
verður haldinn fimmtudaginn 26. maí 2011 kl. 17:00
í Von, Efstaleiti 7.
Dagskrá fundarins er:
Skýrsla stjórnar um framkvæmdir og starfsemi
samtakanna á liðnu starfsári.
Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til
umræðu og samþykktar.
Lagabreytingar ef fyrir liggja tillögur um þær.
Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og
varaendurskoðenda.
Tekin ákvörðun um félagsgjöld.
Önnur mál.
Öflugur greiðendavefur með hagnýtum
upplýsingum s.s.
Tekur aðeins 7 mínútur
að hella upp á 2,2 lítra
FRÉTTASKÝRING
Hvað á enn eftir að gera við kvóta-
frumvörp ríkisstjórnarinnar?
Ríkisstjórnin telur sig hafa nokk-
uð öruggan meirihluta fyrir kvóta-
frumvörpunum tveimur sem lögð
verða fram á Alþingi á næstu
dögum. Óvíst er hins vegar hve-
nær þau munu koma til afgreiðslu,
þótt reyna eigi til þrautar að klára
að minnsta kosti hið fyrra áður en
þingið fer í sumarfrí um miðjan
júní.
Tveir þingmenn Samfylkingar-
innar lýstu yfir efasemdum um til-
tekna þætti frumvarpanna í Morg-
unblaðinu í gær, einkum að þau
væru ekki nógu markaðsmiðuð og
veittu stjórnmálamönnum – ráð-
herrum og fulltrúum sveitarfélaga
– of mikil völd til úthlutunar úr
svokölluðum pottum. Sú útfærsla
hefur á hinn bóginn mælst vel
fyrir hjá Vinstri grænum og ólík-
legt að henni fáist breytt.
Þessar efasemdir enduróma þær
fjölmörgu athugasemdir sem fram
komu á þingflokksfundi Samfylk-
ingarinnar á mánudag, þar sem
frumvörpin voru kynnt og síðan
samþykkt til framlagningar á
þingi.
Samfylkingarmenn fara enda
ekki í grafgötur með að þeir séu
síður en svo himinlifandi með
frumvarpið. Með því hefði þurft
að ganga lengra í endurúthlutun
á aflaheimildum, að þeirra mati,
þótt menn geri sér grein fyrir því
að stjórnmál snúist um málamiðl-
anir, hugmyndir þeirra njóti ein-
faldlega ekki nægs fylgis og því
verði ekki komist lengra að sinni.
Búast við stuðningi annarra
En jafnvel þótt stöku þingmenn
Samfylkingarinnar kynnu að
ganga úr skaftinu við atkvæða-
greiðslu um málið óttast forystu-
menn stjórnarinnar ekki að frum-
vörpin verði felld.
Þeir treysta meðal annars
á stuðning Atla Gíslasonar og
Ásmundar Einars Daðasonar, nú
utan flokka, sem eru tæpast taldir
vilja leggja stein í götu frumvarpa
sem komin eru frá sjávarútvegs-
ráðuneyti Jóns Bjarnasonar, náins
samherja þeirra frá tímanum í
Vinstri grænum.
Þá er sömuleiðis búist við því
að framsóknarmenn, að minnsta
kosti hluti þeirra, muni styðja
málið á þingi, jafnvel þótt sumir
liðsmenn hafi gagnrýnt það opin-
berlega.
Enn fremur er ekki talið útilok-
að að Hreyfingin styðji frumvörp-
in á endanum þótt fulltrúar hennar
ætli fyrst að reyna fyrir sér með
sitt eigið.
Gæti tafist fram á haust
Ríkisstjórnin hefur fengið sex
hagfræðinga, undir forystu Axels
Hall, lektors við Háskólann í
Reykjavík, til að vinna álitsgerð
um hagræn áhrif frumvarpanna,
verði þau að lögum.
Í bókun um skipan hópsins segir
að tekið skuli mið af álitinu við
meðferð málsins í þinginu, og, eins
og það var orðað við blaðamann, að
ef það sýndi fram á að lagabreyt-
ingarnar myndu rústa íslenskan
sjávarútveg – sem útvegsmenn
hafa haldið fram – þá verði að
sjálfsögðu tekið tillit til þess.
Þetta þýðir að fyrra frumvarpið
verður ekki afgreitt fyrr en álitið
liggur fyrir. Upphaflega stóð til
að það yrði í byrjun júní, en hins
vegar þykir afar hæpið að sú tíma-
setning standist. Tefjist vinnan
við álitið mjög gæti tíminn orðið
naumur.
Þingið á að starfa til 15. júní en
svigrúm er til að starfa nokkra
daga til viðbótar ef mikið liggur
við, líkt og gert var í fyrra. Það
vilja menn þó helst forðast, enda
rækist það þá á annað á dagskrá
þingmanna og ráðherra, svo sem
hátíðahöld á 17. júní.
Þá er ekki heldur með öllu úti-
lokað – sérstaklega ef gera þarf
miklar breytingar á frumvörpun-
um – að afgreiðsla þess fyrra tefj-
ist fram á haust. Sumarþinginu
lýkur ekki fyrr en með tveggja
vikna þingfundi í september og
þess vegna þyrfti ekki að leggja
frumvörpin fram að nýju. Nýtt
fiskveiðiár verður þá reyndar
hafið, en þetta er þó talið mögu-
legt þar sem breytingarnar í frum-
varpinu taki ekki nema að litlu
leyti til næsta fiskveiðiárs.
Óttast ekki riftun kjarasamninga
Nokkur þrýstingur er hins vegar á
að ljúka málinu í júní vegna tengsla
þess við nýgerða kjarasamninga.
Samtök atvinnulífsins létu setja
ákvæði í samningana um að þau
gætu rift þeim einhliða fyrir 22.
júní, ekki síst vegna óvissunnar
um afdrif kvótamálsins.
Í stjórnarliðinu hafa menn reynd-
ar ekki teljandi áhyggjur af því að
reyna muni á riftunarákvæðið. Bent
er á að stór hluti aðildarfélaga Sam-
taka atvinnulífsins hafi samþykkt
kjarasamningana og víða þar innan-
búðar hafi gætt nokkurrar óánægju
með það hversu mikil áhrif kvóta-
málin virtust ætla að hafa á samn-
ingana. Að lokum hafi verið knúið á
um samningsgerðina og ólíklegt sé
að útgerðarmenn fái aftur að koma
kjaramálunum úr farvegi, hvað sem
hótunum um það líði.
Þá geti það jafnvel dregið enn úr
líkunum á að samningunum verði
rift að láta málið hanga í lausu lofti
fram á haust, enda geti atvinnurek-
endur þá skýlt sér á bak við það að
málið sé enn breytingum háð.
Svona hljóðar alltént stöðumatið
í herbúðum ríkisstjórnarflokkanna,
með þeim fyrirvara að í sjálfu sér
megi eiga von á hverju sem er.
stigur@frettabladid.is
Búast við öruggum
meirihluta á Alþingi
Innan stjórnarflokkanna er talið að þingmenn utan þeirra muni tryggja að
kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar verði örugglega samþykkt. Vonast er til að
það takist í júní, en gæti þó tafist fram á haust. SA hótar riftun kjarasamninga.
KERFISBREYTINGAR Í FARVATNINU Atvinnurekendur eru ekki par sáttir við fyrirætlanir
stjórnvalda. Fæstir þingmenn eru sérstaklega kátir heldur, en margir sættast á að
leiðin sem mörkuð hefur verið sé sú illskásta í stöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
■ Fyrra frumvarpið snýst um breytingar á núgildandi fiskveiðistjórnunar-
lögum. Í því er kveðið á um 70 prósenta hækkun veiðigjalds strax í haust
og 100 prósenta hækkun á fiskveiðiárinu sem hefst 2012. Þá er kveðið
á um að sveitarfélög fái rentu af gjaldinu og verði heimilt að framselja
byggðakvótann.
■ Síðara frumvarpið er til nýrra fiskveiðistjórnunarlaga. Það er því eðli
málsins samkvæmt mun víðtækara og kveður á um grundvallarkerfis-
breytingar. Samkvæmt því fara 15 prósent kvótans í leigupotta og gerður
verður nýtingarsamningar við útgerðirnar til fimmtán ára.
Frumvörpin tvö
DÓMSMÁL Þrír ungir menn hafa
verið dæmdir í sex til átta mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
vopnað rán.
Tveir mannanna fóru að kvöldi
þriðjudagsins 1. febrúar síðastlið-
ins inn í Bónusvídeó við Lóuhóla
með andlit sín hulin og ógnuðu
starfsmanni og hópi ungmenna
með vopnum. Annar mannanna
beindi hnífi að starfsmanninum
og skipaði honum að opna pen-
ingakassann. Er starfsmaðurinn
hafði gert það tók maðurinn pen-
inga úr kassanum og síðan sígar-
ettupakka úr skáp og setti í bak-
poka. Meðan á þessu stóð ógnaði
hinn ræninginn ungmennunum í
söluturninum með kúbeini. Menn-
irnir höfðu á brott með sér 30 til 40
þúsund krónur í peningum og 15 til
20 sígarettupakka.
Þriðji maðurinn beið í bíl á
meðan þeir frömdu ránið og ók
þeim síðan á brott. Mennirnir ját-
uðu sök. Þeir voru dæmdir til að
greiða starfsmanninum 165 þús-
und í skaðabætur, þar sem atvikið
olli honum andlegri vanlíðan. - jss
Ógnuðu starfsmanni og hópi ungmenna með hnífi og kúbeini:
Þrír dæmdir fyrir vopnað rán
BÓNUSVÍDEÓ Í LÓUHÓLUM Sölu-
turninn sem mennirnir rændu.
Hefur þú heimsótt tónlistar-
húsið Hörpu?
JÁ 13,7%
NEI 86,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Finnst þér ásættanlegt að
heræfingar séu haldnar hér á
landi?
Segðu skoðun þína á visir.is
SAMGÖNGUMÁL Von er á metfjölda
skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar
í sumar. Alls hafa 35 skip hafa
boðað komu sína þangað.
Fyrsta skemmtiferðaskipið,
MV Athena, lagðist að bryggju
þar í gær. Þetta kemur fram á
vefnum bb.is. Mikið er um stór
skip, og fimm þeirra eru með
yfir þúsund manns um borð.
Kristjana Milla Snorradóttir,
framkvæmdastjóri Vesturferða,
segir að annríkið verði mest í júlí
og séu til dæmis þrjú skip vænt-
anleg sama daginn, 14. júlí. - þeb
Skemmtiferðaskip á Ísafirði:
Búist við met-
fjölda í sumar
KJÖRKASSINN