Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 10
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR Ef þú ert hjá Símanum skaltu grípa tækifærið og græja þig upp fyrir sumarið. Magnaðir miðvikudagar! 25% afsláttur af öllum GSM aukahlutum í dag Flugöryggisfundur Fimmtudag 19. maí 2011 kl. 20.00 Flugskýli 25, Geirfugl, Fluggörðum Rvk-flugvelli. Fundarstjóri: Kristján Sveinbjörnsson 1. Flugmálafélagið hlutverk og verkefni Ágúst Guðmundsson 2. Rannsóknarnefnd flugslysa flugslys og alvarleg flugatvik síðustu missera Þormóður Þormóðsson og Þorkell Águstsson 3. Flugmálafélagið viðhaldsmál gagnvart flugöryggi. Valur Stefánsson og Reynir Guðmundsson 4. Flugmálastjórn breytingar varðandi kröfur skírteini - PART-FCL. Yfirlit um stöðu á viðhaldsmálum í almannaflugi. Einar Örn Héðinsson 6. Nýsköpunarmiðstöð, áhrif gosöskunar á þotumótora. Þorsteinn Ingi Sigfússon 5. Flugbjörgunarsveitin. Nytsemi björgunarstökks og vörufallhlífa FBSR. Guðjón Ingi Gústavsson 6. Stutt kvikmyndasýning, listflug og fl. Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðs. Kaffiveitingar í boði Flugmálafélagsins. Allt áhugafólk um flugmál velkomið. Flugmálafélag Íslands Flugmálastjórn Íslands Rannsóknarnefnd Flugbjörgunarsveitin Öryggisnefnd FIA Flugslysa F í t o n / S Í A Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Félagsfundur um nýgerðan kjarasamning VR og FA verður haldinn í kvöld kl. 18:15 á Hilton Reykjavík Nordica. Félagsfundur DANMÖRK „Konungsríkið býst við að gera tilkall til landgrunnsins á fimm svæðum umhverfis Græn- land og Færeyjar, þar á meðal til sjálfs norðurpólsins,“ segir í drög- um að sameiginlegri stefnu Dan- merkur, Grænlands og Færeyja í norðurskautsmálum næstu tíu árin. Danska dagblaðið Information hefur birt drögin á vefsíðu sinni, en skjalið átti að vera trúnaðar- mál. Danska stjórnin hefur stað- fest að skjalið er ófalsað, en segir þetta vera vinnuskjal. Lene Espersen utanríkisráð- herra segir að endanleg útfærsla stefnunnar verði ekki afgreidd fyrr en í júní. Þó staðfestir hún, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær, að Danir reikni með að geta gert tilkall til norðurpólsins. Í skjalinu er jafnframt tekið fram, að danska stjórnin leggi áherslu á friðsamlegt samstarf við önnur ríki, sem gera tilkall til norðurpólsins, og víðtækt sam- starf um málefni norðurskauts- ins. Hins vegar er einnig lagt til að danski herinn beini starfi sínu í auknum mæli að norðurslóðum. Rússar hafa á síðustu árum gert tilkall til norðurpólsins og vöktu mikla athygli þegar þeir sendu kafara til að setja upp rússneska fánann á hafsbotni á sjálfum norð- urpólnum. Þeir voru jafnframt gagnrýndir fyrir það tiltæki, þótt einkum hafi það átt að hafa tákn- rænan tilgang. Auk Rússa hafa Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Norðmenn gert tilkall til sjálfs norðurpólsins í krafti þess að hann sé beint úti af ströndum þeirra. Danir gera sitt tilkall í krafti þess að norðurpóll- inn er beint norður af ströndum Grænlands. Mikilvægi norðurslóða hefur vaxið á síðustu árum, einkum vegna hlýnunar jarðar sem innan fárra áratuga mun að öllum líkind- um valda því að siglingaleiðir yfir Danir gera tilkall til norðurpólsins Danska stjórnin hyggst í fyrsta sinn gera formlegt tilkall til norðurpólsins, í samvinnu við Grænlendinga og Færeyinga. Búast má við hörðum átökum um þetta við Rússa auk ágreinings við önnur ríki sem gera tilkall til svæðisins. RÚSSNESKI FÁNINN Á NORÐURPÓLNUM Danir ætla nú að feta í fótspor Rússa og gera formlegt tilkall til norðurpólsins. NORDICPHOTOS/AFP Norður-Íshafið verða greiðfærar hluta ársins. Talið er víst að miklar auðlindir leynist í landgrunninu víða á norð- urslóðum, meðal annars sé þar að finna olíu og gas í ríkum mæli. Vinnsla þeirra auðlinda verður mun auðveldari þegar ísinn hörfar. Til þessa hefur ekkert ríki átt formlegt tilkall til norðurpólsins. Samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa ríki tíu ára frest, eftir að þau staðfestu sáttmálann, til þess að gera til- kall til alþjóðlegs hafsvæðis áður en hægt verður að hefja eiginlegar samningaviðræður um skiptingu svæðisins. Danir staðfestu sátt- málann árið 2004. gudsteinn@frettabladid.is „Það var áréttað á fundi Norðurskautsráðsins í Nuuk á Grænlandi í síðustu viku að hafréttarsáttmálinn yrði það tæki sem menn notuðu til að greiða úr þrætum um landamörk á hafsbotni og þar með auðlindir,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Hann er í öllu falli farvegur til að komast að niðurstöðu um deilur af þessu tagi.“ Að sögn Össurar voru engar umræður um kröfu Dana á fundinum í Nuuk. Greitt úr þrætum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.