Fréttablaðið - 18.05.2011, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 18. maí 2011 13
ÖRYGGISMÁL Slysavarnafélagið
Landsbjörg og Olíuverzlun
Íslands hf. (Olís) hafa gert með
sér samstarfssamning til næstu
þriggja ára. Olís verður einn af
aðalstyrktaraðilum samtakanna
og mun styðja við samtökin bæði
fjárhagslega og með verulegum
afslætti af eldsneyti og öðrum
vörum.
Ellingsen, sem er í eigu Olís, er
hluti af þessu samkomulagi. En
Ellingsen mun bjóða afsláttar-
kjör á vélsleðum og fjórhjólum til
Landsbjargar. - shá
Samningur til þriggja ára:
Landsbjörg og
Olís í samstarf
LÖGREGLUMÁL Göt voru stung-
in í topp bifreiðar á Akranesi
fyrir nokkrum dögum, líklega
með skrúfjárni. Þar voru einnig
tvær bifreiðar skemmdar eftir
högg eða spark. Þá virðist sem
reynt hafi verið að brjótast inn í
heimahús með því að spenna upp
glugga, sem ekki tókst.
Þá ók ölvaður ökumaður niður
ljósastaur við Esjubraut. Mað-
urinn var talsvert lemstraður og
var fluttur á slysadeild SHA en
reyndist ekki alvarlega meiddur.
- jss
Annir hjá Akraneslögreglu:
Göt stungin í
topp bifreiðar
ÍSRAEL Ísraelskir foreldrar
nýfædds stúlkubarns sóttu inn-
blásturinn í val á nafni fyrir
stúlkuna í samskiptasíðuna
Facebook. Þeir hafa skírt dóttur
sína „Like“.
Lior og Vardit Adler sögðu
fréttavef BBC að þau hefðu
viljað nútímalegt og frumlegt
nafn. Notendur Facebook kann-
ast flestir við hnapp sem fólk
smellir á til að gefa til kynna að
því líki við færslur annarra á
þessari vinsælu samskiptasíðu.
Á íslenska hnappinum stendur
„Líkar við“, en á ensku útleggst
það „Like“.
Foreldrarnir segja þetta frum-
lega nafn nútímaútgáfu af nafn-
inu Ahava, sem þýðir ást. - bj
Foreldrar hrifnir af Facebook:
Dóttirin fékk
nafnið „Like“
MENNING Alls bárust 26 umsókn-
ir um svokallaða skyndistyrki
sem menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar afgreiðir í
næstu viku.
Hæsta styrkbeiðnin er frá
textílhópnum Snældunum sem
óskar eftir 900 þúsund krónum
til að vinna með ull á fjölförn-
um stað í hjarta Reykjavíkur í
sumar. Sex óska eftir 500 þúsund
króna styrkjum, meðal annars
vegna tónleikaraðar Gunnars
Kvaran á Kjarvalsstöðum, til að
taka upp ný kórverk eftir Haf-
liða Hallgrímsson og til að stofna
nýjan óperuhóp Alþýðuóper-
unnar. Sömu upphæð er beðið
um handa fyrirtækinu Classical
Concert Company Reykjavik sem
hyggst starfa með tónlistarhúsinu
Hörpu. - gar
Umsóknir til menningarráðs:
Listamenn vilja
26 skyndistyrki
HAFLIÐI HALLGRÍMSSON Taka á upp
ný kórverk tónskáldsins og myndlistar-
mannsins.
Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is
eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér.
ÍS
LE
NS
KA
SI
A.
IS
A
RI
54
32
7
05
/1
1
4,3%
„ Að tóm-
stundirnar
séu inni í
skipulaginu.“
„ Að ég
skili góðu
dagsverki.“
„ Að geta
notið lífsins
í rólegheitum.“
„ Að bankinn
minn þekki
þarfi r mínar.“
Ný íbúðalán
Hvað skiptir þig máli?
Það skiptir máli að geta fengið íbúðalán
á góðum kjörum. Þess vegna bjóðum við
hjá Arion banka viðskiptavinum okkar
ný íbúðalán.
Um er að ræða verðtryggð íbúðalán með
föstum 4,3% vöxtum í 25 eða 40 ár.
Komdu við í næsta útibúi eða reiknaðu
þitt dæmi á arionbanki.is.
Jason Kristinn Ólafsson
39 ára
„Það skiptir máli að geta
gert áætlanir fram
í tímann.“
SKATTAMÁL Heildarskattbyrði einstaklinga
jókst meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-
ríki á milli áranna 2009 og 2010. Þetta kemur
fram í árlegri skattaúttekt Efnahags- og fram-
farastofnunar Evrópu (OECD). Skattar á ein-
staklinga á Íslandi eru þó enn undir meðaltali
OECD-ríkjanna.
Hækkun á tekjuskatti hefur valdið þyngri
skattbyrði á alla tekjuhópa hér á landi en heild-
arskattbyrði jókst um 3,3 prósent. Skattbyrðin
jókst mest á einstæða tekjulága foreldra með
tvö börn en minnst á tekjulága einstaklinga.
Í skattaúttektinni eru tekjuskattsgreiðslur
og heildarlífeyrissjóðsgreiðslur vinnuveitenda
og starfsmanna reiknaðar saman að teknu til-
liti til bóta.
Skattbyrði jókst í 22 af 34 ríkjum OECD
á tímabilinu. Ísland er enn í lægri helmingi
OECD þegar kemur að skattbyrði. Í saman-
burði við meðaltal OECD er skattbyrðin sér-
staklega lág hér á pör með einum vinnandi
aðila, tvö börn og meðaltekjur.
Í úttektinni kemur einnig fram að skattbyrði
hér hefur aukist á alla tekjuhópa fyrir utan
einstaklinga með háar tekjur frá árinu 2000.
Sú breyting hefur jafnframt orðið frá aldamót-
um að einstæðir tekjulágir foreldrar greiða
nú meira í skatt en þeir fá í bætur en því var
öfugt farið. - mþl
Skattar ennþá lægri á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjunum:
Skattar á laun hækkað mest hér á landi
TEKJUSKATTUR HÆKKAÐ Skattbyrði einstaklinga jókst
um 3,3 prósent á milli 2009 og 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA