Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2011, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 18.05.2011, Qupperneq 30
18. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Stúdentamiðlun, sem er ein rekstr- areininga Félagsstofnunar stúd- enta, er gagnvirk þjónustumiðl- un fyrir stúdenta og fyrirtæki en markmiðið er að auðvelda stúdent- um leit að atvinnu, húsnæði, skipti- bókum, barnagæslu og kennslu auk þess að gera þeim kleift að miðla lokaverk- efnum sínum. Skiptibóka- markaðurinn virkar þannig að notendur skrá bækur sínar til sölu og nemend- ur í leit að notuð- um bókum geta leitað á vefn- um. Viðskipt- in eru milli- liðalaus sem þýðir að starfs- menn Stúdenta- miðlunar koma hvergi nærri og ekkert gjald er tekið fyrir skrán- ingu. Verðlagn- ing er enn frem- ur í höndum selj- anda. Svipað kerfi er á kennslumiðlun þar sem nemendur geta boðið fram þjónustu sína sem leiðbeinendur á ýmsum sviðum en stúdentar hafa löngum verið eftirsóttir leiðbein- endur í hinum ýmsu fögum. Eins er hægt að auglýsa eftir leiðbein- anda í ákveðnu fagi. Svipað fyrir- komulag er á húsnæðismiðluninni, atvinnumiðlun- inni og barna- gæslunni. Lokaverk- efnamiðluninni er ætlað að auð- velda náms- mönnum að koma loka- verkefnum sínum á fram- færi til fyrir- tækja og ein- staklinga. Þeir geta skráð þau til sölu á vefn- um og fyrir- tæki leitað að áhugaverð- um verkefn- um í aðgengi- legri leitarvél. Verðlagning- in er alfar- ið í höndum nemenda. Skiptibóka-, kennslu- og húsnæðismiðlun Skiptibókamarkaður Stúdentamiðlunar opnaði árið 2005 og er vel nýttur. Hann þykir góður vettvang- ur fyrir stúdenta sem vilja koma notuðum bókum í verð. Brimbrettaiðkun hefur færst í vöxt hér á landi síðustu misseri og fleiri og fleiri sækja námskeið. Brimbrettakennarar hjá Surf.is segja alls ekki of kalt á Íslandi til að sörfa. „Það er mikill misskilningur að hér sé of kalt til að stunda brimbretti. Við notum besta búnað sem völ er á og eina skiptið sem fólki gæti orðið kalt, er þegar það klæðir sig úr göllunum eftir æfingu,“ segir Leif- ur Dam Leifsson, en hann kennir á námskeiðum hjá brimbrettaskóla Surf.is. Leifur segir aðsókn á brimbretta- námskeiðin að aukast en þetta er þriðja sumarið sem þau eru hald- in. Meðalaldur nemenda er 23 ár, yngsti nemandinn sem sótt hefur námskeið er 13 ára og sá elsti að nálgast fimmtugt. „Grundvallarreglan er að við- komandi sé orðinn stálpaður og vel syndur,“ segir Leifur en vel er hald- ið utan um öryggi nemenda á nám- skeiðum og byrjað á undirstöðuat- riðum. Í hópunum eru fjórir til sjö nemendur og tveir kennarar og fer kennslan fram í sandfjörunni í Þor- lákshöfn. „Þar er gott að byrja, botninn er mjúkur og allt í lagi að detta. Við byrjum í fjörunni á að kenna að standa og róa og förum yfir örygg- isatriði, færum okkur svo í flæð- armálið. Kennarinn veður út í upp að mitti og stillir brettið af, þegar alda kemur ýtum við nemandanum af stað og hann æfir sig í að standa. Þegar hópurinn er orðinn svolít- ið sjóaður færum við okkur utar í stærri öldur. Í lok námskeiðs geta langflestir staðið á brettunum.“ Kennt er allar helgar sumars- ins og eru fyrstu námskeiðin þegar hafin. Hvert námskeið tekur 6-8 tíma og er allur búnaður og akst- ur innifalinn í verðinu. Skráning fer fram á www.surf.is „Námskeiðið kostar 14.900 krón- ur en að því loknu fer fólk á póst- lista og hefur tækifæri á að koma aftur fyrir 5.000 krónur. Við skilj- um fólk því ekki eftir í lausu lofti,“ útskýrir Leifur. „Rúsínan í pulsu- endanum er síðan sú að námskeiðs- gjaldið getur gengið upp í búnað,“ segir hann. En hverjir eru það sem sækja mest í að sörfa? „Stelpurnar eru duglegri að skrá sig og miklu meira til í að skella sér af stað. Strákarnir eru kuldaskræf- ur,“ segir Leifur hlæjandi. - rat Stelpurnar harðari af sér Með góðri æfingu er hægt að sörfa með stæl við Íslandsstrendur. MYND/GÍSLI KRISTINSSON „Stelpurnar eru duglegri að skella sér af stað, strákarnir eru kuldaskræfur,“ segir Leifur. MYND/GÍSLI KRISTINSSON Leifur Dam Leifsson, brimbrettakennari hjá Surf.is, segir áhugann á íþróttinni hafa stóraukist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kassaklifur-GPS ratleikir-Bátasiglingar-Vatnaleikir-Frumbyggjastörf Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Upplýsingar og skráning á netinu - www.ulfljotsvatn.is “Spennandi útilífsævintýri - fjör og hópefli” INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.