Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2011, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 18.05.2011, Qupperneq 32
Sjá heildarframboð á www.opnihaskolinn.is eða hafðu samband við okkur í síma 599 6300 Nýttu þér fjölbreytt námskeið Opna háskólans í HR til að styrkja stöðu þína og stuðla að nýjum sóknarfærum. Hér má sjá brot af námsframboði vetrarins. ÞÚ! ÞETTA SNÝST UM ÞIG OG FRAMTÍÐ NÁMSBRAUTIR Verkefnastjórnun APME (Applied Project Management Expert) Nám samhliða vinnu, kennt í fjarnámi og samsvarar 24 ECTS einingum. Lögð er áhersla á tölulegar greiningar við ákvarðanatöku og stjórnun rekstrar og verkefna. Náminu lýkur með alþjóðlegu IPMA-prófi. Hefst 13. september. Markaðssamskipti og almannatengsl Kennd eru undirstöðuatriði öflugs markaðsstarfs. Námið er hagnýtt og miðar að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á viðfangsefninu. Námið er byggt upp í samstarfi við ÍMARK, SÍA og Almannatengslafélag Íslands. Hefst 14. september. NÁMSKEIÐ Coaching Clinic Vinnustofa þar sem þátttakendum er veitt hagnýt þjálfun og innsýn í hugmynda- og aðferðafræði markþjálfunar (Executive Coaching). Ágúst Frumgreinar – háskólagrunnur Markviss undirbúningur fyrir háskólanám. Ágúst Þjálfun og kennsla starfsfólks Gagnleg kennslufræðinámskeið fyrir þá sem vinna að þjálfun starfsmanna og starfsþróun. September Excel Hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja bæta þekkingu sína og færni í notkun Excel. September NÁMSLÍNUR Viðurkenndir bókarar Réttindanám fyrir bókara í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Hefst 19. ágúst. Rekstrar- og fjármálanám Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja auka færni sína í fjármálum og rekstri lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja. Hefst í september. Viðskipti um vefinn Námskeið fyrir þá sem stunda eða hafa hug á að stunda viðskipti á Netinu og byggja upp farsælan rekstur (með sölu á vöru og þjónustu) á þessu öfluga markaðstorgi. Hefst í september. Lífsviðhorf – Lífsstíll (Well-being) Árangursmiðað nám fyrir þá sem vilja efla persónulega færni og viðhorf, m.a. á sviði fjármála, heilsu, samfélagsábyrgðar og árangurs í samskiptum. Hefst í september. Verðbréfamiðlun I. hluti Nám til undirbúnings prófa í verðbréfamiðlun. Hefst í september. Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu Nám sem þjónar sérstöðu og tækifærum íslenskrar ferðaþjónustu. Hefst í október. PMD – stjórnendanám HR Námið er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum til að efla faglega þekkingu og færni stjórnenda. Kennt í Reykjavík og á Akureyri. Hefst í október. Greining ársreikninga Hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja dýpka skilning sinn á greiningu ársreikninga. September Ábyrgð og árangur stjórnarmanna Ítarleg kynning á lagalegum, fjárhagslegum og siðfræðilegum þáttum til að efla faglegan grunn og ábyrgð stjórnarmanna. September Grunnatriði verkefnastjórnunar Farið er yfir aðferðir við gerð á góðri verkefna- áætlun og einkenni árangursríkra verkefna. September Samningatækni Þátttakendur fá hagnýta þjálfun í samningatækni sem höfða til þeirra áskorana sem samningamenn standa frammi fyrir. September Framkoma og tjáning Þátttakendur eru þjálfaðir í að tjá sig með skýrum hætti, tala af öryggi fyrir framan hóp af fólki, leggja áherslur á aðalatriði og auka þar með áhrifamátt sinn og útgeislun. September Samningatækni – framhaldsnámskeið Lögð er áhersla á hagnýtingu vandaðrar samningatækni á vinnustað og í einkalífi með æfingum, raundæmum og umræðum. Nóvember 7 venjur til árangurs Vinnustofan byggir á mest seldu stjórnunarbók allra tíma: 7 Habits of Highly Effective People, eftir Stephen Covey. Nóvember

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.