Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 36
MARKAÐURINN18. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR6 U T A N D A G S K R Á R Margir hafa skipt út gömlu farsímunum sínum fyrir svokallaða snjallsíma á borð við iPhone- símana frá Apple og sambærilegar gerðir frá öðrum framleiðendum. Þeir bjóða upp á tals- vert fleiri möguleika en gömlu símarnir – úr þeim ódýrari var nær eingöngu hægt að hringja, senda smáskilaboð og flakka lítillega um netið, væri vafri til staðar. Snjallsímarnir eru mun skemmtilegri að mínu mati, enda möguleikarnir miklu fleiri og sím- arnir í raun nær því að vera smátölvur. Sjálfur fékk ég snjallsíma á dögunum eftir að fjögurra ára gamall sleðasíminn frá Nokia fór til farsíma- himnaríkis eftir hægfara hrörnunarferli. Þótt við sleðasíminn hefðum átt góðar stundir saman var depurðin skammvinn. Í stað Nokia-símans keypti ég LG Optimus One, tiltölulega ódýran snjallsíma sem keyrir á 2,2 útgáfunni af Android-stýrikerfinu. Skjárinn er 3,2 tommur, sem er þægileg stærð. Skömmu eftir að ég eignaðist símann komst ég að raun um að mér finnst gott að lesa dagblöð í símanum á sama formi og þau eru prentuð, sér- staklega er það hentugt um helgar þegar ég er tregari en virka daga til að hlaupa niður fjórar hæðir í blokkinni fyrir eintak af Fréttablaðinu. Hugbúnaður til þess arna hefur verið til um nokkurt skeið. Sá heitir PressReader og er frá bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu Newspaper- Direct. Hugbúnaðurinn er fyrir flestar gerðir farsíma af nýrri gerðinni, allt frá Blackberry til síma sem styðja Windows. Sömuleiðis virkar það á spjaldtölvur sem nota áðurnefnd stýrikerfi. Til að lesa dagblöð á PressReader-búnaðinum þarf að kaupa mánaðarlega áskrift. Hún kost- ar tæpa þrjátíu Bandaríkjadali á mánuði, jafn- virði rúmra 3.450 króna. Sömuleiðis má kaupa einstök tölublöð. Eitt stykki kostar 99 sent, rúmar 114 krónur. Það samsvarar einu dagblaði á dag í þrjátíu daga. Sjálfum þykir mér mun meira virði að greiða fyrir áskriftina enda veit- ir hún aðgang að 1.850 dagblöðum á prentformi frá öllum heimshornum á Netinu, allt frá Alban- íu til Úkraínu. Litlu finnst mér skipta þótt sum blaðanna séu á máli heimamanna, svo sem ar- abísku og öðrum málum sem ég skil ekki. Þótt lítill botn fáist í innihald fréttanna geta þeir sem áhuga hafa á fjölmiðlum skemmt sér við að skoða hvernig blöð í fjarlægum löndum líta út. Flest eru blöðin þó frá hinum enskumælandi heimi; 288 bandarísk dagblöð og 282 frá Kan- ada auk þess sem forritið gefur þeim sem áskrift eiga kost á að lesa 155 bresk dagblöð í tæki sínu. Forvitnir snjallsímaeigendur geta halað niður sex ókeypis eintökum af netdagblöðunum áður en þeir ákveða hvort blaðalestur í símanum eða spjaldtölvunni er eitthvað fyrir þá. Það sama gildir þó ekki um Fréttablaðið, sem er ókeyp- is þar eins og annars staðar. Ekki þarf því að kaupa áskrift til að hala því niður. Pappírsdagblað lesið af farsímaskjá S V O N A E R U D A G B L Ö Ð I N L E S I N Í S Í M A N U M 1 Þeir sem eiga Android-farsíma sækja hugbúnað í netversluninni Android Market. Til þess að það gangi þarf síminn annað hvort að vera tengdur staðarneti eða 3G-farsímanetinu. Þeir sem eiga síma sem nota önnur stýrikerfi nota aðra verslun. Eigendur iPhone-síma geta nálgast hugbúnaðinn í AppStore. 2 Í Android Market er einfaldast að smella á leitarstikuna, skrifa inn í hana PressReader og láta símann um að finna hugbúnaðinn. Þegar síminn hefur fundið PressReader þarf að samþykkja niðurhal og uppsetningu. 3 Þegar hugbúnaðurinn er notaður í fyrsta sinn birtast þrír valmöguleikar: „My Library“, „Store“ og „Settings“. Velja þarf „Store“. Eftir það birtist listi yfir þau lönd sem eiga dagblöð í kerfinu. Íslensk dagblöð eru undir flipanum „Iceland“. 4 Örskamma stund tekur að ná í eintak af því dagblaði sem maður kýs. Sérhvert eintak vistast sjálfkrafa í „My Library“ og má blaða í gegnum það hvenær sem tími gefst til án þess að tengja símann við net. Nóg er að smella á mynd af því blaði sem viðkomandi vill lesa hverju sinni. 5 Á farsímaskjá sem er 3,2 tommur má auðveldlega skoða hverja blaðsíðu fyrir sig. Letrið er vissulega allt of smátt. Því má bjarga með því að smella einu sinni á skjáinn. Við það stækkar blaðið. Hæglega má lesa heila blaðsíðu í senn með því að færa blaðið til á skjánum. 6 Einfalt mál er að fara á milli blaðsíðna í dagblöðum í símanum eða spjaldtölvunni. Nóg er að setja einn fingur á skjáinn og draga hann frá hægri til vinstri yfir hann. Við það flettist yfir á næstu síðu í blaðinu. Ef fingri er rennt yfir skjáinn frá vinstri til hægri er flett til baka í blaðinu. Í S Í M A N U M M E Ð J Ó N I A Ð A L S T E I N I Til leigu Skrifstofuhúsnæði á besta stað í Reykjavík Nánari upplýsingar eru veittar í síma 692 2323 eða 692 0900. Til leigu er skrifstofuhúsnæði að Rauðarárstíg 27. Um er að ræða húsnæði á fjórum hæðum sem leigist út að hluta til eða í heild. Á jarðhæð til leigu 333 fm. 2. hæð samtals 479 fm. 3. hæð samtals 479 fm. 4. hæð samtals 479 fm. Gott aðgengi og næg bílastæði bakatil.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.