Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 42
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR22 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. sálar, 6. í röð, 8. máleining, 9. tækifæri, 11. samtök, 12. grastoppur, 14. sauma, 16. sjó, 17. yfirgaf, 18. erlendis, 20. golf áhald, 21. titra. LÓÐRÉTT 1. loga, 3. nafnorð, 4. veiðarfæri, 5. skel, 7. aftursæti, 10. kann, 13. útdeildi, 15. spaug, 16. fýldur, 19. hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2. anda, 6. áb, 8. orð, 9. lag, 11. aa, 12. skegg, 14. stang, 16. sæ, 17. fór, 18. úti, 20. tí, 21. riða. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. no, 4. dragnót, 5. aða, 7. baksæti, 10. get, 13. gaf, 15. grín, 16. súr, 19. ið. Aha, aha, aha. Nú ætlar Dystalexy að beita enska leiknum, fulla ferð áfram. Þetta er sniðugur leikur, mjög sniðugur leikur. Hvað gerir Gogorin? Hvað skyldi hann gera? Nákvæmlega! Hann fórnar peði og setur allt sitt traust á vinstri vænginn. Klassísk Sevilla-taktík, þetta er djarft, mjög djarft! C8 eða D7, ætlar hann að veikja síber- íska varnarafbrigðið, þú veist aldrei með Dystalexy, ó boy! Takk, fáðu þér líka, þetta gæti tekið smá tíma. Aldur 14-19 94 milljörðum eytt í þag- mælsku. Mér er sama um þína lýð- fræði … þú ert að fara út með ruslið! Smásöluiðnaðurinn elskar mig meira en foreldrar mínir. FRJÁLS KJÚKLINGUR? EKKI LENGUR VINUR! Sagði ég hvað kom fyrir mig í skólanum í dag? Nei Sagði Solla þér það? Nei Þannig að ég komst upp með það! Nú eru hlýindin komin hingað til Andalúsíu og það þýðir að senjorít- urnar eru búnar að taka fram kjólana sína í bænum Priego de Córdoba. Um hverja helgi í maí eru mikil hátíðarhöld hér í bæ og þá blasa við litríkir kjólar á bronsuðum kvenmannskroppum hvert sem litið er. Ekki er nóg með það heldur er engu líkara en allar senjoríturnar hafi farið í lagningu, fóta- og handsnyrt- ingu og dvalið dágóða stund fyrir fram- an spegilinn með augnskugga, varalit og ælæner svo þær skarti nú sínu feg- ursta. ÞAÐ þarf ekki að hafa mörg orð um það hvílíkt ánægjuefni þetta er fyrir karlpeninginn hér í bænum. En þó verð ég að segja að þetta órétt- læti var farið að pirra mig því meðan senjoríturnar höfðu svona mikið fyrir því að ganga í augun á okkur erum við karlpungarnir samir við okkur. Í gallabux- um og kúrekaskyrtu rétt eins og John Wayne væri nýjasta nýtt. Þunnhærð- ir, með ístru að bora í nefið úti á miðju torgi eða þá að hagræða pungnum í nærbux- unum. HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ að við reyn- um ekki að vera meira augnayndi, spurði ég sjálfan mig. Og hvernig stendur á því að senjoríturnar eru svo staðfastar í því að skarta sínu fegursta fyrir okkur jafnvel þó að við séum á mörkum þess að flokkast undir sjónmengun? Hvernig stendur á því að konur láta bjóða sér því- líkt óréttlæti, hugsaði ég áður en síðasti sunnudagur gekk í garð. EN ÞVÍ MIÐUR fékk ég svar við þess- ari ráðgátu síðastliðinn sunnudag þegar ég var að bora í nefið fyrir utan eina kirkjuna hér í Priego de Córdoba. Allt í einu glumdu kirkjuklukkur og út kom kvennastraumur og ég komst ekki hjá því að heyra tal þeirra meðan þær struku kjólinn hver hjá annarri. „MIKIÐ ROSALEGA er þetta flottur kjóll hjá þér, María. Hann er þó heldur þrengri en sá sem þú varst í í fyrra, já en ertu búin að sjá kjólinn hennar Pene- lope? Hún hefur aldrei verið jafn glæsi- leg. En finnst þér kjóllinn minn ekki lekker?“ ÞAÐ VAR ÞÁ sem ég áttaði mig á því að þær eru hreint ekkert að þessu fyrir okkur. „Það hlaut að vera,“ hugsaði ég með mér og klóraði mér í pungnum. Ráðgátan um senjoríturnar Sími 562 4250 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF Borgartún 31 - 105 Reykjavík - www.fjarfesting.is - fjarfesting@fjarfesting.is Pétur Þ. Sigurðsson hrl. löggiltur fasteignasali

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.