Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 50
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR30
sport@frettabladid.is
ÍRIS GUÐMUNDSDÓTTIR , núverandi Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna
einungis 21 árs að aldri. Íris hefur verið í fremstu röð íslenskra skíðakvenna undanfarin ár, keppti á Ólympíuleikunum
í Vancouver árið 2010 og í vetur keppti hún á heimsmeistaramótinu á skíðum í Garmisch Partenkirchen. Meiðsli og
mikill kostnaður undanfarinna ára hefur áhrif á þessa ákvörðun.
Mér finnst milljón fyrir
18 ára leikmann vera
mikið þó svo að leikmaður-
inn sé afar efnilegur.
FRIÐJÓN R. FRIÐJÓNSSON
FORMAÐUR KNATTSPYRNUDEILDAR VALS
FÓTBOLTI Meistaraefnin í FH eru í
vandræðum í Pepsi-deild karla.
FH-ingar töpuðu mörgum stigum
í upphafi síðasta sumars og
töpuðu titlinum á markatölu.
Því bjuggust flestir við annars
konar byrjun FH-inga á mótinu í
ár en eftir tap í fyrsta leik og tvö
jafntefli í þeim tveimur síðustu
hafa FH-ingar dregist aftur úr
efstu liðunum annað árið í röð.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit
yfir það hvernig FH-liðið hefur
byrjað Íslandsmótið undanfarin
átta tímabil en FH-ingar hafa
öll þessi tímabil lent í annað af
tveimur efstu sætunum.
Á síðustu fjórum meistara-
sumrum liðsins hefur liðið unnið
þrjá leiki eða fleiri í fyrstu fjór-
um umferðunum en undanfarin
tvö sumur hefur FH-liðið aðeins
unnið samtals tvo af átta leikjum
sínum í umferðum 1 til 4. - óój
Staða FH eftir 4 umferðir
Meistaraár FH-inga
2004 5. sæti (1 sigur, 5 stig, 3-3)
2005 1. sæti (4 sigrar, 12 stig, 12-1)
2006 1. sæti (4 sigrar, 12 stig, 9-2)
2008 2. sæti (3 sigrar, 10 stig, 12-4)
2009 4. sæti (3 sigrar, 9 stig, 10-5)
Silfurár FH-inga
2003 7. sæti (1 sigur, 5 stig, 5-4)
2007 1. sæti (4 sigrar, 12 stig, 11-3)
2010 9. sæti (1 sigur, 4 stig, 5-7)
Staðan í dag
2011 7. sæti (1 sigur, 5 stig, 6-4)
Byrjanir FH 2010 og 2011:
Tveir sigrar í
átta leikjum
BYRJA ILLA Matthías Vilhjálmsson og
félgar í FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Það er ágætt að brjóta
svona blað í sögunni. Það eru alltaf
ákveðnar sögusagnir um þessi mál
og mér finnst sanngjarnt gagn-
vart öllum að greina frá þessu í
stað þess að slúðursögurnar taki
völdin,“ sagði Friðjón R. Friðjóns-
son, formaður knattspyrnudeildar
Vals, um þá ákvörðun sína að upp-
lýsa um kaupverðið á Ingólfi Sig-
urðssyni.
Venjulega er farið með slík
mál sem hernaðarleyndarmál í
íslenska boltanum en Friðjóni
fannst mikilvægara að slá á sögu-
sagnirnar sem margar hverjar
voru fjarri öllum raunveruleika.
„Erum við ekki tala um gegnsæi
og nýtt Ísland? Er þetta ekki hluti
af því?“
Friðjón viðurkennir fúslega að
honum þyki kaupverðið hátt en
segir að Valsmenn hafi getað látið
málið ganga upp þar sem leikmað-
urinn var tilbúinn til að taka á sig
launalækkun.
„Mér finnst milljón fyrir 18 ára
leikmann vera mikið þó svo að
leikmaðurinn sé afar efnilegur.
Við gerðum honum tilboð í upphafi
ársins sem hann hafnaði. Hann er
að fá lakari laun en honum var
boðið þá og mismunurinn brúar
kaupverðið. Þetta er því dugleg
lækkun sem hann tekur á sig,“
segir Friðjón og bætir við að Ing-
ólfur fái vasapeninga í laun.
„Það er enginn sem ég þekki
sem gæti lifað á þessum laun-
um,“ segir Friðjón sem vildi ekki
frekar ræða launamál Ingólfs
enda eru launin trúnaðarmál.
Þó svo að Ingólfur sé aðeins 18
ára gamall hefur hann komið víða
við og ekki alltaf verið auðveldur í
samskiptum. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins fór hann með
nokkrum látum frá Heerenveen
síðast og svo þarf ekki að fjölyrða
um lætin sem voru að baki þessum
félagaskiptum. Óttast Friðjón ekk-
ert að hann verði erfiður og geti
spillt þeim fína liðsanda sem kom-
inn er hjá Val?
„Það verður að koma í ljós. Ég
held að honum líði vel á Hlíðar-
enda og hann var tilbúinn að taka
á sig launalækkun til þess að koma
til okkar. Hann vill bara fá að spila
fótbolta. Ég hef fulla trú á því að
okkar þjálfarateymi geti hjálpað
honum að finna fjölina sína,“ sagði
Friðjón en Ingólfur fær væntan-
lega loksins að spila fótbolta um
næstu helgi þar sem meiðsli hrjá
Valsmenn um þessar mundir.
Erjurnar í kringum Ingólf leiddu
meðal annars til þess að KR lagði
inn kvörtun til KSÍ vegna Freys
Alexanderssonar, aðstoðarþjálf-
ara Vals, en KR-ingar vildu meina
að Freyr hefði rætt ólöglega við
Ingólf um að koma í Val. Eftir að
salan á Ingólfi gekk í gegn ákvað
KR að draga kvörtunina til baka.
Það var samt ekki hluti af samn-
ingi liðanna er Ingólfur var seldur
að kvörtunin yrði dregin til baka.
„Þetta var ekki hluti af pakkan-
um. Við höfðum orð Ingólfs fyrir
því að það var rætt við hann. Hann
dró reyndar síðar úr þeim orðum.
Sönnunarbyrði í svona málum er
líka erfið og það hefði þá þurft að
fá Ingólf til að taka þátt og lýsa
samskiptum sínum við aðstoðar-
þjálfara Vals sem er vinur hans.
Þar sem hann var leiður yfir öllu
líka þá var það að æra óstöðugan
með því að halda málinu. Við vild-
um ljúka málinu og halda áfram,“
sagði Baldur Stefánsson, varafor-
maður knattspyrnudeildar KR, en
hann var ánægður með milljónina
sem KR fékk.
„Það liggur í hlutarins eðli að
við hefðum ekki sent hann frá
okkur nema við værum sáttir við
það sem við fengum. Við vorum
sáttir við þessa upphæð sem Valur
greiddi.“ henry@frettabladid.is
Flaug yfir lækinn fyrir eina milljón
Blað var brotið í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær þegar formaður knattspyrnudeildar Vals, Friðjón R.
Friðjónsson, greindi frá kaupverði félagsins á hinum 18 ára gamla Ingólfi Sigurðssyni. Valur greiddi milljón
fyrir strákinn sem Friðjóni finnst hátt verð. KR ákvað sjálft að draga kvörtunina vegna Vals til baka.
KOSTAÐI VALSMENN EINA MILLJÓN Ingólfur Sigurðsson sést hér í búningi KR en
hann fékk aldrei að byrja inn á í úrvalsdeildarleik með KR. MYND/EVA BJÖRK ÆGISDÓTTIR
KÖRFUBOLTI Hrafn Kristjánsson,
þjálfari karla- og kvennaliðs KR,
verður áfram með bæði liðin eins
og í vetur og hann fékk frábæran
styrk í kvennaliðið í gær þegar
Keflvíkingurinn Bryndís Guð-
mundsdóttir ákvað að flytja sig
yfir í Vesturbæinn.
„Það er gaman að fá hana inn og
hún gefur okkur aukið bit í sóknar-
leikinn sem á eftir að gera okkur
gott. Við eyddum miklum tíma til
að finna leiðir til þess að stoppa
þessa stelpu í vetur og hún reynd-
ist okkur mjög erfið. Þetta er búið
að vera svolítið ferli að ræða við
hana en hún er að koma til okkar
algjörlega á réttum forsendum,“
segir Hrafn. Bryndís var með
14,0 stig, 8,1 fráköst og 3,4 stoð-
sendingar að meðaltali í Iceland
Express-deildinni í vetur en hún
skoraði síðan 15,1 stig að meðal-
tali í úrslitakeppninni.
„Ég var samningslaus eftir þetta
tímabil, KR-ingarnir höfðu sam-
band, mig langaði að prófa eitt-
hvað nýtt og ákvað því bara að slá
til,“ segir Bryndís sem segist fara
í góðu frá Keflavík. „Mér fannst
ég þurfa nýja áskorun. Ég var búin
að tala við Keflvíkingana og það
var allt í góðu. Þetta var góð tíma-
setning. Það er mjög skrýtið að
ákveða það að fara því ég er búin
að vera þarna síðan ég byrjaði að
æfa körfubolta. Þetta var pínu
erfitt,“ segir Bryndís.
„Hún er í námi í HR og það er
alveg að vinna með okkur í þessu.
Það er oft þegar fólk er búið að
vera á sama staðnum í einhvern
tíma þá blundar í þeim að breyta
aðeins til og skipta um umhverfi.
Það er frábært að fá svona gæða-
leikmann inn í prógrammið,“ segir
Hrafn og hann segir að með þessu
séu menn að eyða óvissuröddunum
í kringum liðið í kjölfarið að fyrir-
liðinn Hildur Sigurðardóttir fór til
Snæfells.
„Það hafa ekki verið mikil læti í
okkur hingað til en við höfum verið
að vinna okkar vinnu og pæla í því
hvernig við viljum hafa þetta. Við
ætlum okkur áð fullklára pakk-
ann á næstu dögum. Þá á ég endi-
lega við að fá nýja leikmenn held-
ur að festa sína eigin,“ segir Hrafn
en Margrét Kara Sturludóttir og
Hafrún Hálfdánardóttir skrifuðu
báðar undir nýjan samning í gær.
Bæði Bryndís og Kara voru í
úrvalsliði ársins í vetur og Kara
var kosin besti leikmaður deildar-
innar. - óój
KR krækti í Bryndísi Guðmundsdóttur, einn besta leikmann deildarinnar í vetur:
Frábært að fá svona gæðaleikmann
ALLAR MEÐ KR NÆSTA VETUR Bryndís Guðmundsdóttir með nýju liðsfélögum sínum
hjá KR, Margréti Köru Sturludóttur og Hafrúnu Hálfdánardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Reading er komið alla
leið í úrslitaleikinn um sæti í
ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0
útisigur á Cardiff í gær. Reading
mætir velska liðinu Swansea City
á Wembley 30. maí. Shane Long
skoraði tvö fyrstu mörkin í fyrri
hálfleik og Jobi McAnuff innsigl-
aði síðan sigurinn. Brynjar Björn
Gunnarsson sat allan tímann á
bekk Reading og Ívar Ingimars-
son var ekki í hóp. - óój
Enska b-deildin í gærkvöldi:
Reading í úrslit
FÓTBOLTI Carlos Tevez fór á kost-
um og skoraði tvö frábær mörk
fyrir Manchester City í 3-0 sigri
á Stoke í ensku úrvalsdeildinni
í gær. City-liðið tók með þessum
sigri þriðja sætið af Arsenal.
Tevez er nú jafn Dimitar
Berbatov hjá Manchester United
í baráttunni um gullskóinn. Hann
skoraði fyrra markið á 14. mín-
útu eftir snotran einleik og það
síðara á 65. mínútu með stórkost-
legu skoti beint úr aukaspyrnu.
Joleon Lescott kom City í 2-0. - óój
Manchester City í 3. sætið:
Tvö frábær
mörk hjá Tevez
CARLOS TEVEZ Hefur nú skorað jafnmörg
mörk og Dimitar Berbatov. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓTBOLTI Það verða margra augu
á Andre Villas-Boas, þjálfara
Porto, í kvöld þegar Porto og
Braga mætast í úrslitaleik
Evrópudeildarinnar í Dublin.
Uppkoma þessa portúgalska
þjálfara minnir mikið á landa
hans Jose Mourinho sem gerði
Porto að Evrópumeisturum
fyrir sjö árum síðan. Villas-
Boas er 33 ára og getur orðið
yngsti þjálfarinn til að gera lið
að Evrópumeisturum. Hann var
aðstoðarmaður Mourinho hjá
Porto, Chelsea og Inter áður en
hann fékk tækifæri til að taka við
Porto-liðinu þegar allt var í óefni
hjá félaginu í fyrra. Nú er allt
breytt og þrennan í sjónmáli.
„Ég ber mikla virðingu fyrir
Jose en ég er ekki og vil ekki
vera Mourinho-klóni,“ sagði
Villas-Boas. - óój
Villas-Boas hjá Porto:
Ég er ekki klóni
af Mourinho
ANDRE VILLAS-BOAS Getur unnið
þrennuna aðeins 33 ára gamall.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P