Fréttablaðið - 18.05.2011, Qupperneq 54
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR34
„Norðmennirnir eru mjög áhuga-
samir og endurgerðin lítur mjög
vel út þar. Það er meðal annars
ástæðan fyrir því að þeir hafa
ekki keypt sýningarréttinn, þeir
vilja gera sína eigin útgáfu,“ segir
Kjartan Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Saga Film. Norska ríkissjón-
varpið, NRK, hefur í hyggju að
endurgera hina íslensku Nætur-
vakt. Ekki liggur þó fyrir hvenær
það verður.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um endurgerð Næturvaktarinnar
í Bandaríkjunum í fjölmiðlum og
ekki er langt síðan greint var frá
því að gamanleikarinn Jack Black
væri þar með í ráðum. Nú stend-
ur hins vegar yfir hið svokallaða
„pilot“-tímabil þegar stóru sjón-
varpsstöðvarnar prófa nýja þætti,
en Næturvaktin var ekki meðal
hinna útvöldu. Kjartan segir að
Ameríkuævintýrið hafi komið
svolítið óvænt upp í hendurnar á
Vaktarmönnum og áhugi Banda-
ríkjamanna hafi komið þeim í
opna skjöldu; sjónvarpsstöðvar á
Norðurlöndunum hafi til að mynda
verið fyrri til að sýna áhuga. „Það
er búið að skrifa tvö mismunandi
handrit fyrir Ameríkumarkað og
samkvæmt þeim vildu þeir flækja
aðeins hlutina, fá inn fleiri pers-
ónur og hafa fleiri staði en bara
eina bensínstöð. Við vorum ekkert
allt of hrifnir af þeirri hugmynd;
vinsældir Næturvaktarinnar
byggja að mörgu leyti á einfald-
leika þáttanna.“ Kjartan bendir
jafnframt á endurgerð Glæpsins
eða Forbrydelsen í Bandaríkjun-
um og segist hafa viljað sjá Næt-
urvaktina fara í þá áttina. „Þeir
halda sig mjög nálægt upprunan-
um, aðalpersónurnar eru til dæmis
danskir innflytjendur og umhverfi
þáttanna er allt mjög „danskt“. Það
lék líka lykilhlutverk í vinsældum
þáttanna.“
Næturvaktin var sýnd á BBC
Four í síðustu viku og Kjartan
segir það nánast lygilegt hversu
miklum árangri það hafi skilað;
síminn hafi varla stoppað í höfuð-
stöðvum Saga Film. „Þegar við
vorum að reyna að selja þáttaröð-
ina á sínum tíma fengum við allt-
af að heyra að tungumálið myndi
vefjast fyrir áhorfendum. Með
þessu framtaki BBC eru aðrar
sjónvarpsstöðvar reiðubúnar að
endurskoða það, því það hefur aug-
ljóslega verið horft á þættina og
menn hafa myndað sér skoðanir á
þeim. Við vorum til að mynda í síð-
ustu viku að kynna þættina fyrir
43 dagskrárstjórum hjá sjónvarps-
stöðvum í Evrópu. Fyrir sýning-
arnar á BBC höfðum við ekki haft
aðgang að slíkum fundum.“
freyrgigja@frettabladid.is
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Metro, hann hefur hjálpað
mér að komast yfir þá sorg að
McDonald‘s sé ekki lengur til á
Íslandi.“
Júli Heiðar Halldórsson poppstjarna.
NORSK ÚTRÁS Næturvaktin verður væntanlega endurgerð í Noregi en norska ríkis-
sjónvarpið hefur ekki keypt sýningarréttinn að þáttunum þar sem það vill gera sína
eigin útgáfu. Þeir Georg, Daníel og Ólafur Ragnar gætu því eignast norska frændur í
náinni framtíð.
KJARTAN ÞÓRÐARSON: SÝNINGARNAR Á BBC SKILUÐU MIKLU
Norska ríkissjónvarpið vill
endurgera Næturvaktina
Breski leikstjórinn Ridley Scott virð-
ist hafa tekið miklu ástfóstri við Ísland.
Samkvæmt erlendum kvikmyndavefjum
tókust samningar milli framleiðslufyrir-
tækisins Headline Pictures og Scotts á
kvikmyndahátíðinni í Cannes um að hann
myndi leikstýra kvikmynd um leiðtoga-
fund Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík.
Það vakti mikla athygli á Íslandi fyrir
fjórum árum þegar Scott viðraði þá hug-
mynd sína um að gera kvikmynd um þenn-
an merkilega fund sem talinn er hafa lagt
grunninn að því að kalda stríðið lognaðist
út af. Fyrri framleiðendur myndarinnar
áttu fund með þáverandi borgarstjóra, Vil-
hjálmi H. Vilhjálmssyni, um að fá afnot af
Höfða en þeir eru nú horfnir á braut. Og
síðan hefur ekkert frést af gangi mála og
almennt var talið að Scott væri hreinlega
hættur við verkefnið og það dottið upp
fyrir.
Bloggsíða kvikmyndavefsíðunnar
Indiewire greinir frá þessu á heimasíðu
sinni og vitnar í kvikmyndaritið Screen
Daily. Þar kemur fram að vinnuheiti
myndarinnar sé Reykjavík. „Allir héldu
að þetta væri dautt en nú virðist hafa
verið blásið nýju lífi í það. Þetta gæti orðið
Frost/Nixon-mynd frá Scott. Ef það kemur
ekkert meira spennandi í staðinn,“ skrifar
blaðamaður Indie Wire.
Scott var staddur hér á landi fyrir
skemmstu að skoða tökustaði fyrir kvik-
mynd sína, Prometheus, og því gæti það
allt eins orðið að leikstjórinn yrði viðloð-
andi hérlendis í dágóðan tíma. - fgg
Leiðtogafundurinn á hvíta tjaldið
Íslenska Norska
Já sæll! ......... Ja, hej!
Eigum við að ræða það eitthvað? ......... Skal vi snakke om det, eller?
Gugga (gella) að smíða geimflaugar? ......... Er jenta at konstruera romskip?
Ég er með fimm háskólagráður. ......... Jeg har fem universitetsgrader.
Hvers konar steik (vitleysingur) ert þú? ......... Hva er du for en galen fyr?
NORSKIR FRASAR
SÖGULEGUR FUNDUR Fundur Ronalds
Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov í
Reykjavík var sögulegur í meira lagi. Nú
hyggst Ridley Scott gera kvikmynd um
hvað fór fram á bak við hinar luktu dyr
Höfða sem heimsbyggðin beið eftir að
myndu opnast.
„Hann var rosalega kammó og
fannst gaman að spjalla,“ segir
leikarinn Theódór Júlíusson, sem
hitti kollega sinn, hinn danska
Mads Mikkelsen, á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes.
Þeir hittust í hádegismat sem
skipuleggjendur eins af aðal-
flokkum keppninnar, Quinzaine
des Réalisateurs, stóðu fyrir. „Ég
heilsaði honum og sagði honum að
ég væri að leika í bíómynd sem
væri að keppa á hátíðinni og að
hann væri í miklu uppáhaldi hjá
mér,“ segir Theódór, sem fer með
aðalhlutverkið í myndinni Eld-
fjall. Mikkelsen er einn þekktasti
leikari Dana. Hann lék þorparann
í Bond-myndinni Casino Royale
fyrir nokkrum árum og einnig í
sjónvarpsþáttunum vinsælu Rejse-
holdet. Theódór sá fleiri stjörn-
ur á vappi í Cannes, þar á meðal
félagana Frank Hvam og Casper
Christensen úr þáttunum Klovn
og enska leikarann Jude Law, og
hafði gaman af.
„Þetta var æðislega gaman en
rosalega mikil vinna,“ segir Theó-
dór, sem hafði í nógu að snúast við
kynningu á Eldfjalli þá daga sem
hann var staddur í Cannes. „En ég
fann ekkert fyrir mikilli þreytu
fyrr en á leiðinni heim.“ - fb
Hitti Mads Mikkelsen í Cannes
HITTUST Í CANNES Theódór Júlíusson og
Mads Mikkelsen á kvikmyndahátíðinni
í Cannes.
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Verð 5.800 kr.
Skráning á
mottaka@heilsuborg.is
eða í síma 560 1010
Erla Gerður Sveinsdóttir,
yfirlæknir HNLFÍ
og Heilsuborgar
Magna Fríður Birnir,
hjúkrunarforstjóri HNLFÍ
Sigrún Ása Þórðardóttir,
sálfræðingur og verkefna-
stjóri HNLFÍ
og Heilsuborgar
Hvað er til ráða?
DANSLEIKHÚSVEISLA 20.-21. maí
Einstakt hátíðarverð:
5000 kr. fyrir miða á báðar sýningarnar.
Verði þér að góðu
20. maí kl. 22
21. maí kl. 22
Við sáum skrímsli
20. maí kl. 19
21. maí kl. 20 Miðasölusími: 551 1200