Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 19.05.2011, Qupperneq 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 UMHVERFISMÁL „Þeir tala um áhrif aukning- ar brennisteinsvetnis á virkjanasvæðinu en minnast lítið á höfuðborgarsvæðið þar sem meginþorri landsmanna býr,“ segir Árný Sigurðardóttir hjá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur um frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráu- hnúka í Bláfjöllum. Orkuveitan hyggst nýta jarðhita frá Gráuhnúkum til að bæta 45 MW við gufu- aflsvirkjun sína á Hellisheiði. Fyrirtækið Mannvit vann frummatsskýrslu vegna fram- kvæmdarinnar. Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur gagnrýnir vinnubrögðin í skýrslunni harðlega og er þar í takti við Heilbrigðis- eftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Áhrif brennisteinsmengunar séu vanmetin og aðeins stuðst við spálíkön í stað þess að nota mælingar og rannsóknir sem þó liggi fyrir. „Okkur finnst ákaflega óeðlilegt að í frummatsskýrslunni sé ekkert tekið á stærsta íbúasvæði landsins sem þó er ekki langt frá virkjuninni,“ segir Árný. Hún bendir á að samkvæmt mati heilbrigðiseftir- litsins geti vinnslan við Gráuhnúka aukið brennisteinsmagn í lofti um 40 prósent. Aukningin hefur þegar verið mæld um 140 prósent við Hvaleyrarholt frá því að Hellis- heiðarvirkjun var tekin í notkun árið 2006. „Í skýrslunni er ekkert minnst á veðurfar en hér eru austanáttir og þá leggur brenni- steinslyktina yfir bæinn,“ útskýrir Árný sem kveður það ekki síst valda vonbrigð- um að ekki sé minnst á niðurstöður nýlegra meistaraprófsrannsókna við Háskóla Íslands um áhrif loftmengunar á heilsufar. Nið- urstöðurnar bendi til aukinnar notkunar astma lyfja og lyfja við hjartaöng í tengslum við aukna brennisteinsvetnismengun. „Það er alveg vitað hver eitrunaráhrif brennisteinsvetnis eru en það þarf að rann- saka miklu betur áhrifin af lágum gildum brennisteinsvetnis á heilsufar fólks yfir lengri tíma,“ segir Árný og gagnrýnir enn fremur að allt vanti í skýrsluna um nauðsyn- legar aðgerðir til að vinna gegn menguninni. „Orkuveitan er að vinna að tilraunum með hreinsibúnað en ekkert er vitað um árang- ur af honum. Það er til hreinsibúnaður sem hentar en hann er dýr og spurning hver vilj- inn er til að koma honum upp.“ - gar Fimmtudagur skoðun 20 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 19. maí 2011 115. tölublað 11. árgangur Kvarta vegna óþæginda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær reglulega kvartanir frá einstak- lingum sem telja sig verða fyrir óþægindum vegna aukins styrks H2S í andrúmslofti. Úr umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Skóhönnuðurinn Giuseppe Zanotti er þekktur fyrir íburðarmikla skóhönn- un. Nú hefur hann hannað í samvinnu við skartgripaframleiðandann Chopard glæsilegt og rándýrt skópar. Á því verða gullkeðjur, demantar, rúbínsteinar og bleikir safírar. Fyrirsætan Anja Rubik átti að klæðast skónum á rauða dregl- inum í Cannes í gærkvöldi en síðan verða þeir boðnir upp í góðgerðaskyni. Skórnir á myndinni eru eftir Zanotti en þó ekki umræddir demantsskór. Georg Kári Hilmarsson er ekki leðurtýpa en kann vel við herramannsstíl á flík sem vinur hans hannaði. Fatnaður fyrir hljómsveitarstjóraÞ etta er stórglæsilegur leðurfatnaður frá honum Guðmundi Jörundssyni sem er að útskrifast úr fatahönnun við Listaháskólann,“ segir Georg Kári Hilmarsson, bassaleikari og tónskáld, um dressið sem hann klæðist á myndinni. „Vestið er úr leðri og ull, buxurnar stungnar og þröngar og jakkinn með bambus-skreytingum. Þetta er reyndar ekki alveg minn stíll, sem er svona frekar hefðbundinn, en mig langar í vestið og er búinn að leggja inn pöntun. Það er annar sem ætlar að kaupa það, en ef hann hættir við hreppi ég hnoss-ið. Og þrátt fyrir að þetta sé leðurdress er á því viss svona herramannsstíll sem ég kann vel við.“Þeir Georg Kári og Guðmundur hafa þekkst síðan í Menntaskólanum við Hamrahlíð og urðu perluvin-ir þegar þeir hófu að leika með hinu merka knatt-spyrnufélagi Mjöðm. Hefur vinátta þeirra haft áhrif á fatastíl Georgs Kára? „Engin spurning. Ég á rosafalleg grá jakkaföt sem hann hannaði fyrir Kormák og Skjöld. Þau föt eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég mun vonandi ganga í fötum frá honum um ókomna tíð. Draumurinn er að stjórna einhvern tíma sinfóníuhljómsveitinni í Hörp-unni í fötum eftir Guðmund,“ segir Georg Kári sem er að klára sitt fyrsta ár í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands, auk þess að vera að semja tónlist við útskriftarverkefni nemanda í Fræði og framkvæmd og leika á bassa með hljómsveit-inni Marcus and the Diversion Sessions. fridrikab@frettabladid.is 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM STÍGVÉLUM teg. 98880 - mjög mjúkur og þægilegur í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is Vertu vinur S T Ó R G L Æ S I L E G U R SÁÁ bjargaði lífi mínu Álfurinn til bjargar Ég var enginn alki BLAÐ IÐ 1228 Erum á leið 30 ár aftur í tímann SÁÁ blaðið fylgir í dag www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! GRENSÁSVEGI 10 108 Reykjavík www.rizzo.is 577-7000 Kringlukast 20–50% afsláttur Nýtt kortatímabil Opið til 21 í kvöld Hita upp fyrir Eagles Magnús og Jóhann hita upp fyrir Eagles á tónleikum í Nýju Laugardalshöllinni. fólk 54 Rússnesk kvenremba Elísa Björg Þorsteinsdóttir ræðir um konur í rússneskri myndlist. tímamót 28 SNJÓKOMA eða slydda norðanlands en rigning eða skúrir sunnanlands. Strekkingur eða all- hvasst vestan og norðan til annars hægari vindur. Kólnandi veður. VEÐUR 4 8 2 3 4 8 Óttast áhrif brennisteinsgufu á heilsufar höfuðborgarbúa Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir heilsufarsógn stafa af brennsteinsvetni frá jarðhitavirkjunum. Frum- matsskýrsla vegna áætlaðrar vinnslu Orkuveitunnar við Gráuhnúka fær falleinkunn og er sögð illa unnin. Ætla að vinna riðilinn Stelpurnar okkar mæta Búlgaríu á Laugardalsvell- inum í kvöld. sport 46 Á HVOLFI Fimleikafélagið Björk fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af því verður haldin afmælissýning í íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardaginn kemur. Þessir ungu parkour-piltar voru við stífar æfingar fyrir sýninguna þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í Bjarkarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL „Höftin endur- spegla trú stjórnvalda á eigin verki,“ segir Páll Harðarson, for- stjóri Kauphallarinnar. Hann telur gjaldeyrishöft halda gengi krónunnar óeðlilega lágu. Afnám þeirra muni líklega styrkja krón- una og leiða til þess að lánshæfis- mat ríkissjóðs hækki. Páll flutti erindi á fundi Varð- ar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, í gær. Hann segir mikilvægt að endurskoða áætlun um afnám gjaldeyris- hafta. Þau valdi efnahagslíf- inu skaða; fjármagnskostnaður þjóðarinnar hækki, þau dragi úr tiltrú á hagkerfið og takmarki aðgang landsins að fjármagni. „Á Austurvelli er enginn mælir sem tifar og sýnir hversu mörg- um milljörðum þjóðarbúið verður af í hverjum mánuði,“ segir Páll og bendir á að erfitt sé að meta kostnaðinn við höftin, sem búi til hvata til að viðhalda þeim. - jab / Sjá síðu 18 Afnám gjaldeyrishafta myndi styrkja krónuna, segir forstjóri Kauphallarinnar: Þjóðin verður af milljörðum BEIRÚT, AP Forseti Sýrlands, Bashar Assad, segir að öryggis- sveitir ríkisins hafi gert mis- tök í aðgerðum sínum gegn mótmælendum í landinu. Hann kenndi illa þjálfuðum lögreglu- mönnum að hluta til um harka- leg viðbrögð sem orðið hafa 850 manns að bana undanfarna tvo mánuði. Í viðtali í blaðinu Al- Watan sagði hann að verið væri að endurþjálfa þúsundir lög- reglumanna. Í gær birtust þó frásagnir af því að sýrlenskir hermenn hefðu notað þungar vélbyssur til að ráðast á hverfi í borginni Homs. Drápin á almennum borgur- um hafa vakið hörð viðbrögð á alþjóðavettvangi og undirbúa Bandaríkin og Evrópusamband- ið nú nýjar refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Sýrlands. -kh Sýrlandsforseti í viðtali: Segir morðin vera mistök
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.