Fréttablaðið - 19.05.2011, Side 16
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR16 16
hagur heimilanna
Til að viðhalda ferskleika aspas sem lengst þarf
að meðhöndla hann svipað og nýafskorin blóm.
Skolið aspasinn og skerið aðeins neðan af stöngl-
unum með beittum hníf. Látið aspasinn
standa í háu glasi með smá vatni í
botninum, breiðið plastpoka lauslega
yfir og stingið inn í ísskáp.
GÓÐ HÚSRÁÐ ferskur aspas
Hvernig geyma á aspas
Mikilvægt er að láta fryst
kjöt þiðna vel áður en það
er sett á grillið. Sé kjúk-
lingur ekki alveg þiðnaður
getur hann verið hálfhrár
að innan þótt svo líti út sem
hann sé fulleldaður á grill-
inu. Þá er hætta á að mögu-
legar bakteríur í kjúklingn-
um geti valdið sýkingu.
Þetta eru nokkur þeirra atriða
sem hafa ætti í huga nú þegar
grillvertíðin er hafin. Best er
að þíða fryst kjöt í ísskáp en það
getur tekið um sólarhring.
Marinering bætir oft bragðið en
það geta leynst bakteríur úr kjöt-
inu í marineringunni. Þess vegna
á ekki að pensla kjöt sem tilbúið
er á grillinu með vökvanum. Það
á heldur ekki að nota mariner-
inguna sem efni í sósu nema tek-
inn hafi verið frá sérstaklega
hluti til sósugerðarinnar.
Mikilvægt er að steikja í gegn
svínakjöt, kjúkling, hráar pyls-
ur og hamborgara. Bakteríur,
sem eru á yfirborði kjötstykkis,
dreifast um allt kjötið þegar það
er hakkað og þess vegna er nauð-
synlegt að steikja í gegn alla rétti
úr hakki. Gæta þarf þess þó að
maturinn brenni ekki því að þá
geta heilsuskaðleg efni myndast.
Sé kolagrill notað á að bíða þar
til kolin verða grá. Ekki þarf að
steikja í gegn nautakjöt og lamba-
kjöt sem ekki hefur verið hakkað.
Nota á önnur áhöld og ílát
undir kjötið sem búið er að grilla
en þau sem notuð voru undir hráa
kjötið.
Hafi afgangar verið lengur í
stofuhita en í tvær klukkustund-
ir á að fleygja þeim.
Skiptar skoðanir eru um hvort
betra sé að grilla á kolagrilli eða
gasgrilli. Gasgrill þykja þægi-
legri og verða æ algengari en
mörgum finnst sem ekki komi
almennilegt grillbragð af matn-
um nema grillað sé á kolum. Lóð-
rétt kolagrill þykja góður kostur
ef menn eru óþolinmóðir.
Þeir sem vilja losa sig við gas-
kúta fyrir fullt og allt geta yfir-
leitt fengið þá endurgreidda eða
innleggsnótu samkvæmt upplýs-
ingum frá söluaðilum sem hafa
lækkað verð á vinsælustu stærð-
inni af málmkútum. Það mun
hafa verið gert til þess að draga
úr áhuga þjófa á þeim.
Steikja á grillkjötið vel
en ekki láta það brenna
Gaskútar og áfylling
Verslun
2 kg málmkútur
tómur áfylling
5 kg plastkútur
tómur áfylling
6 kg málmkútur
tómur áfylling
9 kg málmkútur
tómur áfylling
10 kg plastkútur
tómur áfylling
11 kg málmkútur
tómur áfylling
Byko 12.500 2.350 12.500 4.490
Ellingsen 1.829 1.516 12.590 2.236 3.500 3.022 13.310 3.996 2.005 4.380
Húsasmiðjan 12.590 3.168 13.311 5.449 2.999 5.753
N1 1.500 1.720 12.550 2.855 3.735 3.430 2.000 4.785 13.305 5.320 4.230 5.840
Olís 1.829 1.516 12.590 2.236 3.500 3.022 13.310 3.996 2.005 4.380
Skeljungur 2.020 1.900 12.950 3.000 3.018 3.340 2.000 4.730 13.390 5.000 4.275 5.480
Allar tölur eru í krónum
57
GRILLMATUR Grilla á rétt til þess að komast hjá sýkingum og veikindum vegna
heilsuspillandi efna.
þúsund krónum eyðir hvert heimili að meðaltali í
mat í hverjum mánuði samkvæmt vef Hagstofu Íslands.
„Verstu kaupin munu vera Marc Jacobs skór
sem ég keypti í New York fyrir sex árum,“
segir Ástríður Viðarsdóttir skrifta í Kastljósi
á RÚV. „Sagan er sem sagt þannig að ég var
stödd í Saks á Fifth Avenue, flott á því með
Valdísi vinkonu minni. Nema hvað, ég sé
þessa yndislegu skó og afgreiðslumaður sem
var eldri maður, frekar virðulegur og fallega
klæddur, kemur til mín og dásamar skóna og
spyr hvort ég vilji ekki máta. Ég hélt það nú og
lagið „Move on up“ byrjaði að hljóma í höfð-
inu á mér. Svo kemur hann með skóna og
klæðir mig mjúklega úr skónum sem ég var í
og í nýju, fínu skóna. Ég stend upp og finn þá
strax að þeir eru vægast sagt óþægilegir – en
horfi á starfsmanninn, lít á verðmiðann og
bara keypti skóna á 550 dollara. Ég hef einu
sinni notað þá í barnaafmæli sem var á milli
fimm og sjö.“
Ástríður er líka viss um hver bestu kaupin hafi verið. „Það er auðvitað
iPhone 4 síminn. Það er hægt að gera allt í þessum síma. Ég læt hann
minna mig á alls konar mikilvæga hluti, er með myndavél og upptökuvél
í góðum gæðum, sem hefur oft komið sér vel.“ Þar að auki segist Ástríður
nota símann eða forrit í símanum sem hluta af skemmtiatriði, og nefnir sér-
staklega forritið Cassius. „Svo er auðvitað hægt að skella sér hvar sem er og
hvenær sem er á netið, en það sem mér finnst ótrúlegast er forritið Shazam
sem virkar þannig að ef þú heyrir gott lag geturðu notað forritið og síminn
segir þér hvað lagið heitir. Svo er síminn líka svo smart!“
NEYTANDINN: ÁSTRÍÐUR VIÐARSDÓTTIR
Hægt að gera allt í iPhone 4
tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags
skila atkvæði þínuMundu að
FLÓABANDALAGIÐ
ATH! Atkvæði í póst skilist í síðasta lagi 20. maí
24. maí er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana
Samkvæmt lögum um neytendakaup (þegar neytandi kaupir af fyrirtæki) er
kvörtunarfrestur vegna hluta sem ætlaður er verulega lengri endingartími ýmist
tvö eða fimm ár, að því er fram kemur á vef Neytendasamtakanna. Ekki má
semja um styttri tíma eða nefna styttri frest í skilmálum eða á kvittun. Þetta
þýðir að ef neytandi kaupir gallaðan hlut getur hann
kvartað ef gallinn kemur fram innan tveggja ára frá
kaupunum. Þessi tveggja ára regla gildir því jafnt um
rafhlöður og hleðslutæki eins og annað.
Hins vegar þarf að leiða líkur að því að um galla sé
að ræða, en ekki til dæmis eðlilegt slit eða skemmdir
vegna rangrar notkunar. Komi galli fram innan sex
mánaða frá kaupum er þó litið svo á að gallinn hafi
verið til staðar við kaupin, nema seljandi sanni annað.
Ef um galla er að ræða ber því seljanda að bæta
úr því ef hleðslutæki eða rafhlaða í fartölvu eða
síma reynist gölluð. Sú skylda fellur hins
vegar niður ef ekki er um galla að ræða,
ef til að mynda sýnt er fram á að þessi
tæki séu notuð vitlaust eða skemmd
eða ef um eðlilegt slit er að ræða.
■ Rafhlöður og hleðslutæki
Minnst tveggja ára ábyrgð
Hafi afgangar verið
lengur í stofuhita en í
tvær klukkustundir á að
fleygja þeim.