Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2011, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 19.05.2011, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 19. maí 2011 Norræni tískutvíæringurinn verð- ur haldinn í annað sinn í haust. Við- burðurinn fer í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum, í Nordic Heritage- safninu í Seattle. „Þetta verður rosalega stór kynning á norrænni fatahönnun, sérstaklega íslenskri, grænlenskri og færeyskri,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefna- stjóri Norræna tískutvíæringsins. „Við höfum strax fundið fyrir mikl- um áhuga úti í Seattle þótt við séum bara nýfarin af stað með að kynna þetta.“ Norræni tískutvíæringurinn er sýning á norrænni tísku- og skart- gripahönnun með sérstaka áherslu á Ísland, Færeyjar og Grænland. Viðburðurinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2009 samhliða Hönnunar- Mars, að frumkvæði Norræna húss- ins. Hann fékk mikla athygli bæði innanlands sem utan og Ilmur býst ekki við minni áhuga nú. „Norræni tískutvíæringurinn snýst um að setja upp sýningu á tísku á myndlistarlegum forsend- um. Tíska er ekki bara tíska, hún getur verið listræn og við erum að kanna það,“ segir Ilmur og bætir við að með því sé verið að miðla tísku á nokkuð annan hátt en á tískupöllunum. Viðburðurinn er haldinn á mismunandi stöðum í hvert sinn. „Við teljum að með því fáum við alltaf nýjan markhóp. Þannig kynnast fleiri og fleiri nor- rænni tísku.“ Ilmur segir að til að kynna við- burðinn hafi verið ákveðið að halda fatahönnunarkeppni sem hönnunar- nemendur frá vesturströnd Banda- ríkjanna og Kanada geta tekið þátt í. „Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér norræna hönnun og noti hana sem innblástur,“ segir Ilmur og heldur áfram: „Við höfum fengið nokkur viðbrögð við keppninni og spurningar vegna hennar.“ Aðspurð segir Ilmur að fólk hafi mikinn áhuga á Norræna tísku- tvíæringnum og framsetningu sýn- ingarinnar. „Þetta er fra m a nd i fyrir amerísk- an markað og sérstaklega Seattle. Þetta nær að standa upp úr. Það eru náttúrulega tísku- veislur haldnar um allan heim í höfuð- borgum tískunnar sem hönnuðir þekkja vel. Við erum að vona að með því að taka þátt í svona sérstöku sam- hengi skapist óvenju- leg tækifæri..“ martaf@frettabladid.is Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, hönnuðurinn á bak við barnafatamerkið Sunbird, kynnti sína fyrstu sumarlínu með tónlistarmyndböndum sem hún vann í sam- vinnu við hljómsveitina Stop Wait Go. Myndböndin skiluðu henni bæði umfjöll- un í erlendum tímaritum á borð við Vogue bambini og Small Magazine og hilluplássi í verslunum í London og New York. „Búðin í New York heitir Babesta, stór og flott verslun í hjarta Tribecca-hverf- isins. Nú bíð ég bara eftir að frægu leikarabörnin fari að sjást í fötunum,“ segir Sunna og hlær. Hún ákvað að búa til myndbönd frekar en taka ljósmyndir til að hugmyndafræðin á bak við línuna skilaði sér sem best. „Fötin eru bæði lifandi og hreyfanleg og ég vildi sýna það. Tónlistin var samin sérstaklega og er allt öðruvísi en hljómsveitin er þekkt fyrir, en ég treysti þeim fullkomlega í verkið, bræður mínir eru í hljómsveitinni,“ segir Sunna. Myndböndin má skoða á heimasíðunni, www.sunbirdkids.com en von er á nýju sumarlínunni í verslanir í vikunni. Á döfinni hjá Sunnu er svo að auka vöruúrvalið. „Í haust mun ég senda frá mér ungbarnaföt og eins langar mig til að hanna á unglinga.“ - rat Selur Sunbird í New York MYNDBÖND VIÐ TÓNLIST STOP WAIT GO LÖNDUÐU NÝJUSTU LÍNU SUNBIRD-BARNAFATALÍNUNNAR HILLUPLÁSSI Í NEW YORK. Fyrsta sumarlína Sunbird kemur í versl- anir í vikunni, meðal annars í Rumpu- tusku á Laugavegi og Sirku á Akureyri. Íslensk hönnun í Seattle Norræn hönnun verður í brennidepli í Seattle í Bandaríkjunum í haust á Norræna tískutvíæringnum. Ilmur Dögg Gísladóttir segir að sýningin sé góð kynning fyrir íslenska hönnun og mikill áhugi sé á henni. Ilmur Dögg Gísladóttir segir að Norræni tískutvíæringurinn snúist um að setja upp sýningu á myndlistar- legum forsendum. Íslensku hönnuðirnir Hildur Yeoman, Mundi og Vík Prjónsdóttir munu meðal annarra taka þátt í Norræna tískutvíæringnum. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is vertu vinur á facebook Erum fluttar í Skeifuna 8 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Opið mán.fim 12–18, fös. 12–16, Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. TÍMI KLOSSANNA RUNNINN UPP! VANDAÐIR SÆNSKIR KLOSSAR Í MÖRGUM LITUM. SUSHI OG SÓL ! 60 BITA VEISLUBAKKI VERÐ KR. 8900,- OSUSHI -THE TRAIN Lækjargötu 2a og Borgartúni 29 sími 561 0562 / www.osushi.is Kjólar fyrir öll tilefni • Útskriftir • Brúðkaup • Afmæli • Eða bara sumarið • Ótrúlegt úrval af nýjum sumarkjólum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.