Fréttablaðið - 19.05.2011, Side 36
04 maí 2011
ERUM Á LEIÐ
30 ÁR AFTUR
Í TÍMANN
Íslendingum fjölgar, þeir drekka meira og verr, ólöglegi vímuefnamarkaðurinn
styrkist og sjúklingarnir sem koma á Vog þurfa enn meiri þjónustu, en stjórnvöld
SKERA NIÐUR FÉ TIL MEÐFERÐARMÁLA. Nú þegar er það fé sem varið er til
SÁÁ komið niður fyrir það sem það var árið 2000.
HEILDARÚTGJÖLD AUKAST EKKI Dregið er úr heildarútgjöldum til
heilbrigðismála á Íslandi þrátt fyrir að Íslendingum eldri en 15 hafi fjölgað
um 40 þúsund á sama tíma.
SKARPUR NIÐURSKURÐUR HJÁ LANDSPÍTALA Fé til Land-
spítala nálgast það sem það var 2000 og ef fer sem horfir í niðurskurði til
meðferðarmála gæti ástandið hjá Landspítalanum orðið skelfilegt.
HEILDARÚTGJÖLD TIL HEILBRIGÐISMÁLA
140
160
100
120
60
80
20
40
0
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
FRAMLÖG TIL LSP
46000000
48000000
42000000
44000000
40000000
36000000
38000000
34000000
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
700000
800000
900000
500000
600000
300000
400000
100000
200000
0
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
MINNA FÉ EN ÁRIÐ 2000 Þrátt fyrir að Íslendingum hafi verulega
fjölgað og sjúklingahópurinn sé að mörgu leiti veikari og þurfi meiri meðferð
er haldið áfram að skera niður til meðferðarmála.
„Á sama tíma og meðalneysla ein-
staklinga á áfengi og vímuefnum hef-
ur vaxið, íbúum fjölgað og vandamál
tengd áfengisneyslu aukist, hefur hið
opinbera dregið úr framlögum sínum
til SÁÁ,“ útskýrir Þórarinn Tyrfings-
son, framkvæmdastjóri SÁÁ og yfir-
læknir á Vogi.
Tímarnir framundan eru skelfi-
legir ef ekki næst að auka skilning
stjórnvalda á mikilvægi starfseminn-
ar. Þeir sem leita sér hjálpar vegna
áfengis- og vímuefnafíknar verða sí-
fellt yngri. Hörðu efnin eru að ná enn
fastari fótfestu, sprautusjúklingum
fjölgar og sá skaði sem áfengis- og
vímuefnasjúklingar valda sjálfum sér
og samfélaginu verður meiri.
Samtökin á krossgötum
„Eftir að ríkið hætti að fjármagna
ófaglegar meðferðir ævintýramanna
hefur þeim fjármunum ekki verið ráð-
stafað á skárri staði,“ segir Þórarinn en
skemmst er að minnast Byrgisins í því
samhengi.
Fyrir rúmum þrjátíu árum kom
hugsjónafólk á Íslandi af stað fjölda-
hreyfingu til baráttu gegn áfengisböl-
inu. Hreyfingin varð fljótt að öfluðu
almannafélagi og í dag hafa ólögleg
vímuefni sett mark sitt á samtökin
og meðferðarstarf SÁÁ. Á skömmum
tíma tókst að gjörbreyta viðhorfi al-
mennings og stjórnvalda til áfengis-
og vímuefnasjúklinga og bæta hag
þeirra. Nú er komið að öðrum kafla í
þeirri barráttu því SÁÁ standa á kross-
götum vegna fjárskorts.
„Rekstur SÁÁ er óráðinn og svo
gæti farið að Ísland færist rúm 30 ár
aftur í tímann,“ segir Þórarinn en í þá
daga var um helmingur þeirra sem
innrituðust á geðdeildir áfengissjúk-
lingar.
47 dóu í fyrra
Áfengis- og vímuefnaneysla er al-
gengasti áhættuþátturinn fyrir glöt-
uð góð æviár á Íslandi. Í fyrra dóu 47
manns á Íslandi ótímabærum dauða
vegna sjúkdómsins. Í ljósi þess er
furðulegt hversu litlum tíma og fjár-
munum er eytt til beinna forvarna
og meðferðar gegn vímuefnavand-
anum.
Vandamál áfengis- og vímuefna-
neyslu einskorðast ekki bara við sjúk-
linga með heilasjúkdóminn fíkn. Fólk
sem notar þessi efni lendir beinlínis í
slysum vegna neyslunnar þótt ekki sé
um fíkla að ræða. Algengasta dánar-
orsök þeirra sem eru yngri en 25 ára
er áfengisneysla beint eða óbeint. Í
þessu samhengi valda löglegu vímu-
efnin tóbak og áfengi langmestum
skaða þó að ólögleg vímuefni og
ávanalyf valdi líka miklum líkamleg-
um skaða og þjóðfélagsvanda.
Fíknisjúkdómar valda víðtæku
heilsutjóni og dauða. Áfengis- og
vímuefnafíklar slasast oft, fremja
sjálfsvíg, nota óhreinar sprautur og
verða fyrir ofbeldi. Sjúklingarnir
valda öðrum heilsutjóni með ofbeldi,
ölvunarakstri og óbeinum reykingum
svo dæmi séu tekin.
Vandamálið er stórt og ósýnilegi
kostnaður samfélagsins gríðarlegur.
Fíknisjúkdómar eru heilasjúkdómur
og samkvæmt viðurkenndum banda-
rískum rannsóknum kosta þeir sam-
félagið jafn mikið heilasjúkdómarnir
geðklofi, altzheimers og heilablóðföll
samanlagt.
Er stríðið að tapast?
Í ljósi niðurskurðar stjórnvalda má lít-
ið út af bera á stofnunum SÁÁ. Með-
ferðarstarf á Íslandi er að færast aftur
um áratugi og samkvæmt tölum frá
OECD eru stjórnvöld búinn að koma
Íslandi á tossalista hvað meðferðar-
mál varðar.
„Er það álitleg framtíðarsýn að
alkóhólistar eigi ekki í önnur hús að
vernda en geðsjúkdómasvið Land-
spítalans, sem einnig glímir við stjór-
nlausan niðurskurð?“ spyr Þórar-
inn sem segir að vandamálið í dag sé
einnig að erfiðara sé að fanga athygli
stjórnvalda sem gefa hryllilegri stöðu
í meðferðarmálum ekki gaum. -MT
FRAMLÖG TIL SJÚKRAREKSTURS SÁÁ
Á milli fimmtán og tuttugu prósent
Íslendinga eru alkóhólistar:
3 AF HVERJUM
20 UNGLINGUM
MUNU FARA Á VOG
Íslendingum fjölgar stöðugt á sama tíma og fjárframlög til SÁÁ
minnka og sókn í þjónustuna sem samtökin veita eykst.
Gagnagrunnur Vogs er einstakur og samkvæmt honum eru
um 15-20% líkur á áfengis- og/eða vímuefnasjúkdómum. Viður-
kenndar erlendar rannsóknir staðfesta þetta.
Ef nýgengistölur frá Vogi eru skoðaðar nánar kemur í ljóst að
líkurnar á því að einstaklingur á Íslandi leiti til sjúkrahússins
eru um 15,6% sem merkir að 3 af hverjum 20 Íslendingum munu
fara á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni.
Að sjálfsögðu eru líkurnar mismunandi eftir aldri og kyni en
samkvæmt niðurstöðunum eru 18,6% líkur á því að karlmaður,
sem nú er 15 ára, leiti sér meðferðar vegna áfengissýki eða ann-
arrar vímuefnaneyslu. Þegar konur eiga í hlut eru líkurnar 9,6%
að þær innritist á Vog.
Sjúklingahópur SÁÁ hefur breyst mikið frá upphafi og sífellt
fleiri stórneytendur á önnur vímuefni en áfengi koma á sjúkra-
húsið. Samt minnkar áfengisdrykkja ekki en þróaðri ólöglegur
vímuefnamarkaður hefur sett mark sitt á starf SÁÁ og íslenskt
samfélag.
FJÖLDI ÍSLENDINGA 15 ÁRA OG ELDRI
250.000,00
260.000,00
230 000 00
240.000,00
220.000,00
. ,
200.000,00
210.000,00
190.000,00
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
ÍSLENDINGUM FJÖLGAR
Á sama tíma og stjórnvöld skera
niður fé til SÁÁ fjölgar þeim sem
þurfa á þjónustunni að halda.
HELMINGUR SJÚKLINGA Á BÓTUM
Starfsemi SÁÁ stendur á tímamótum. Samtökin fá nú hlutfallslega
minna fé til áfengis- og vímuefnameðferðar en árið 2000 en vandamálin
eru meiri og erfiðari viðfangs. „Einstaklingum yfir 25 ára hefur fjölgað
um 40 þúsund síðan 2000,” segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, sem tekur á móti yngra fólki en áður og mun fleiri sjúklingar sem
koma á Vog eru félagslega óvirkir vegna geð- eða hegðunarvandamála.
Frá 1990 hefur sjúklingahópurinn á Vogi breyst mjög mikið. Það ár
voru til dæmis einungis 2% sjúklinga á örorkubótum en þeir eru nú
25%. Í heildina eru 55% sjúklinga á Vogi annað hvort atvinnulausir eða
á örorkubótum.
Á SAMA TÍMA OG MEÐALNEYSLA
EINSTAKLINGA Á ÁFENGI OG
VÍMUEFNUM HEFUR VAXIÐ,
ÍBÚUM FJÖLGAÐ OG VANDAMÁL
TENGD ÁFENGISNEYSLU AUKIST,
HEFUR HIÐ OPINBERA DREGIÐ ÚR
FRAMLÖGUM SÍNUM TIL SÁÁ