Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 41
09maí 2011 ur og ólatur við að elda fyrir vini og kunningja. „Ég elska fjölskylduna mína og hef aftur náð að tengja við mömmu, fósturpabba og bræður mína yndis- legu,“ segir Marteinn aðspurður um hvað gefi lífinu gildi. „Ég hef líka gaman af því að veiða og hlakka til að fara seint í sumar, norður í Kolku og Hjaltadalsá að veiða sjóbirting með fjölskyldunni. Eva gaf mér píanó sem ég stefni á að læra einhvern tíma að spila á, svona þegar ég kemst yfir Pla- ystation fíknina.“ Hann drakk bara mikið Lífið hefur verið mikið ferðalag hjá Marteini Þórssyni. Hann byrjaði sjálfur að drekka sextán ára og fannst það ekki gott þótt hann hafi fljótlega komist upp á lagið með það. „Fyrsta alvöru fylleríið mitt var á árshátíð Lúðrasveitar Verkalýðsins og þau urðu ansi mörg áður en yfir lauk. Áfengi var geðlyf fyrir mér, ég öðlaðist frið við að drekka, losnaði við minnimáttarkennd, þunglyndi og feimni. Ég lærði að elska Bakkus meira en allt annað en ég bar þetta ágætlega (þrátt fyrir mörg slæm fyll- erí) þangað til uppúr þrítugu. Ég fékk hreinlega nóg og ég var orðinn mjög mjög slæmur undir það síðasta og bara gafst upp, en það tók nokkrar tilraunir eins og ég hef sagt þér. Tvö föll og ég vona innilega að ég falli aldrei aftur. Ég er ekki búinn að vera edrú nema í tæplega 2 ár.“ Það þyrfti fleiri síður til að fara yfir feril Marteins. Hann menntaði sig í Ryerson University og starf- aði lengi í Kanada eins og fyrr seg- ir. Hann vann einnig við gerð Sigla himinfley eitt sumarið og átti við- komu í gamla góða Dagsljósi Sjón- varpsins og framleiddi og þróaði fréttaskýringarþáttinn Kompás með Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, en þeir félagar hlutu Edduna fyrir þáttinn árið 2006. Honum er minnistætt að hafa látið blóðföður sinn gera sig gjald þrota sumarið 1993. Karlinn var nýbúinn að kaupa Kjörbúð Pétu horni Laugavegs og Skólavörðust (þar sem nú er pöbbinn Kofi Tó asar frænda). „Ég hafði ekki hugmynd um að pabbi væri alkóhólisti á þessum tíma. Hann drakk bara mikið,“ segir Marteinn án nokkurrar beiskju. Fræðsla um alkóhólisma Sjálfur vissi Marteinn lengi ekki hvað það var að vera alkóhólisti og honum finnst skorta á fræðslu hvað varðar ungt fólk og sjúkdóminn. „Þetta er nefnilega sjúkdómur,” segir Marteinn og mikilvægt að Ís- lendingar geri sér grein fyrir því: „Al- veg frá barnaskóla og upp úr. Enn þann dag í dag laumumst við mik- ið með þennan sjúkdóm, alkóhól- isma.” Marteini datt til dæmis ekki í hug að hann væri alki af því að honum gekk vel í skóla og vinnu og bara í líf- inu almennt. „Alkar voru í mínum huga fólk sem var í ræsinu og/eða á geðdeild- um. Þegar ég var í Kanada, þar sem ég byrjaði að drekka daglega, þá drakk ég bara eins og aðrir Kanada- menn. Maður fór og fékk sér bjór eftir vinnu, fékk áfengi í öllum partí- um, enda snérust öll vinnupartí um áfengi. Það var auðvitað fullt af ölk- um í kring (þar á meðal ég) en þarna var samt enginn einasti alkóhólisti.” Þakklátur reynslunni Margir alkóhólistar ná síðan aldrei að kynnast batanum frá sjúkdómnum. Pabbi Marteins var drykkjumaður þar til hann lést fyrir rúmum tveimur árum. Hann fór þó á Silungapoll í af- vötnun nokkrum sinnum. „Hann fann aldrei friðinn sem fylgir sannri edrúmennsku en hann hef ég fundið. Ég elska að vera edrú, ég elska að finna hjartað slá í takt við lífið sjálft. Það gerist eitthvað stór- kostlegt þegar maður losnar við böl- ið, því þetta er böl fyrir alkóhólista. Við erum öðruvísi en annað fólk. Í dag finnst mér gaman að vera alkó- hólisti og mér finnst gaman að taka þátt í starfi SÁÁ og tólf spora sam- tökum almennt. Ég hefði ekki vilj- að missa af þessu. Þetta er alveg stórkostlegt líf ef maður losnar við áfengið. Ég get ekki þakkað nógu oft né nógu mikið fyrir SÁÁ og það starf sem er unnið á Vogi. Það bjargaði lífi mínu.“ Þú saknar ekki Bakkusar? „Nei. En ég er þakklátur fyrir reynsluna sem Bakkus fylgdi. Í mínu starfi er það eitthvað sem nýtist óendanlega,“ segir Marteinn og bætir því við að lokum að maður verði svo að geta horft kómískum augum á líf- ið: „Þau eru svo mörg höggin en þau mýkjast ef maður getur brosað að því hvað þetta er allt saman skrýtið.” MT - þá rs á ígs m- - NDINA ROKLAND VIÐ GÓÐAR VIÐTÖKUR OG HANN ER MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM ENDA MIKLU ORKUMEIRI EN HANN HEFUR VERIÐ ÁRUM SAMAN. VOGUR ER DÁSAMLEGASTA STOFNUN SEM HÆGT ER AÐ HUGSA SÉR. LITLI KÚTUR Marteinn ólst upp í Mosfellsbæ og hér er hann sakleysið uppmálað. ÁSTRÍÐAN Marteinn og vinur hans Jeff (með skeggið) við tökur á One Point O en hún fór alla leið í aðalkeppni Sundance kvikmyndhátíðarinnar. Á GLÖÐUM DEGI Það er auðvitað allt annað líf að vera án áfengis. Hér eru bræðurnir Matti, Jói og Palli að syngja fyrir mömmu, Guðrúnu Sigursteinsdóttur. ROKLAND Bíómyndin fékk góðar viðtökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.