Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 64
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR40
folk@frettabladid.is
Hasarleikritið Tortím-
andi fjallar um sjálfsmynd
karla. Verkið er lokaverk-
efni Dóra DNA úr LHÍ og
hann lofar miklum hasar.
„Tíðarandinn er að breytast og
sýningin er uppgjör okkar við karl-
mennskuna og feðraveldið sem ól
okkur upp,“ segir Halldór Hall-
dórsson, Dóri DNA, útskriftar-
nemi úr fræðum og framkvæmd í
Listaháskóla Íslands.
Lokaverkefni Dóra, Tortímandi,
verður frumsýnt í Kúlu Þjóðleik-
hússins á sunnudaginn. Snorri
Engilbertsson og Hjörtur Jóhann
Jónsson fara með aðalhlutverk í
sýningunni, en þeir eru með Dóra
í sviðslistahópnum Cobra Kai, sem
dregur nafn sitt af slæmu strákun-
um í kvikmyndinni Karate Kid. Þá
fer grínistinn Steindi Jr. með lítið
hlutverk. „Ég mátti ekki blaðra
þessu, en hann er að stíga hænu-
skref á leiksviðið í sýningunni,“
segir Dóri, sem lofar miklum
hasar. „Við erum með rosalegasta
bardagaatriði í sögu sviðslistar á
Íslandi.“
Cobra Kai-hópurinn vinnur með
form sem hann kallar hasarleik-
hús. „Við drögum spennumyndir
inn í leikhúsformið,“ útskýrir Dóri.
„Núna völdum við okkur Termin-
ator 2 til að sviðsetja. Svo fáum við
margt að láni annars staðar frá, þó
að þetta sé algjörlega frumsamið
efni.“
Tortímandi fjallar um sjálfs-
mynd karla, sem má rekja til
spennumynda sem Dóri og félagar
í Cobra Kai ólust upp við. „Við erum
strákar sem ólust upp við Rambo,
Terminator og massaðar hasarfíg-
úrur,“ segir Dóri. „Við ákváðum að
nota það sem efnivið í sýninguna.
Karlmennska í dag er tómt hugtak
sem stendur ekki fyrir neitt leng-
ur. Það er bara hallærislegt í dag ef
einhver er talinn karlmannlegur.“
Dóri segist líta á hasarhetjur
níunda áratugarins sem síðustu
móhíkanana. „Karlmennska í dag
er farin að snúast um mann sem
skilar skattskýrslunni á réttum
tíma og sækir börnin sín í skól-
ann tíu mínútum fyrr,“ segir hann
ákveðinn. „Eins og segir í sýning-
unni, þá er fólki drullusama um
hvað þú ert laghentur því það getur
fengið ódýrari Pólverja.“
Ekkert kostar inn á sýninguna og
miðasala fer fram í síma 552 5020
og í gegnum netfangið leiklist@lhi.
is. atlifannar@frettabladid.is
Rosalegt bardagaatriði í Tortímanda
Benedikt Brynleifsson úr Vinum Sjonna sat í hnakki
þegar hann flutti lagið Coming Home í úrslitum
Eurovision í Þýskalandi. „Þetta átti að vera tenging-
in við hestamennskuna sem var áhugamál Sjonna og
tenging í myndbandið sem var gert í hlöðu,“ segir
Benedikt.
Þórunn Erna Clausen, ekkja Sjonna, fékk hnakk-
inn lánaðan heima á Íslandi og hópurinn flaug svo
með hann út. „Það kom á óvart hvað þetta var þægi-
legt,“ segir Benedikt spurður hvernig það hafi verið
að sitja í hnakkinum. „Ég hélt að þetta yrði óþægi-
legt og að hann væri valtur en hann haggaðist ekki.“
Benedikt var líkt við Ryan Giggs úr Manchester
United meðan á keppninni stóð og var það ekki í
fyrsta sinn sem honum er líkt við fótboltakappann.
Sjálfur fylgist hann ekkert með fótbolta. „Tengda-
fjölskyldan mín er United-fólk þannig að ég skal
bara halda með þeim,“ segir Benedikt og hlær.
Þetta var í annað sinn sem hann tekur þátt í
úrslitum Eurovision því hann fór til Serbíu með
Eurobandinu árið 2008. Þá fór hann ekki upp á svið
líkt og á laugardaginn. „Núna var ég í fyrsta skipti
að syngja á sviði. Auðvitað var það mikil áskorun
fyrir mig, með þessa frábæru söngvara í kringum
mig að standa sig.“
Hnakkurinn haggaðist ekki
SAT Í HNAKKI Í EUROVISION Benedikt Brynleifsson sat í hnakki
þegar hann trommaði með Vinum Sjonna í Þýskalandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HASAR Dóri miðar byssu
á skelfingu lostinn Snorra
Engilbertsson í sýningunni
Tortímandi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Söngkonan Cheryl Cole hefur neitað
að hafa látið stækka á sér brjóstin,
eftir að orðrómur þess efnis fór af
stað.
Barmur Cole þótti breyttur þar
sem hún sást skokka í Los Ang-
eles á dögunum og í kjölfarið birtu
nokkrir fjölmiðlar vangaveltur um
meinta brjóstastækkun hennar.
Talsmaður Cole sendi út
yfirlýsingu fyrir henn-
ar hönd í gær þar
sem fram kom að hún
hefði aldrei farið
í brjóstastækkun
og að slík aðgerð
væri ekki á stefnu-
skránni.
Brjóstin eru
raunveruleg
Þegar leikarinn Brad Pitt var lítill
drengur vildi hann eignast stóra
fjölskyldu þegar hann yrði eldri.
„Vinur minn átti stóra fjölskyldu
þegar ég var lítill. Ég hafði gaman
af látunum í kringum morgun-
verðarborðið, öllum slagsmálunum
og þegar mamman eða pabbinn
bökuðu pönnukökur handa öllum,“
sagði Pitt. „Ég ákvað þá að ef ég
eignaðist fjölskyldu sjálfur myndi
ég fara þessa leið.“ Pitt, sem er 47
ára, á nú sex börn með leikkon-
unni Angelinu Jolie, þau Maddox,
Zahöru, Shiloh, Pax og tvíburana
Knox og Vivienne. „Ég veit að
þetta virkar öfgafullt út á við en
ég hef alltaf verið svona. Þegar ég
er viss um hlutina er ég bara viss.
Af hverju að bíða?“ Hann vonast
einnig til að leika aftur á móti Jolie
í kvikmynd en síðast léku
þau saman í grínhas-
arnum Mr. and
Mrs. Smith.
Ástæðan er
sú að þá geta
þau eytt
meiri tíma
saman með
börnunum
sínum.
Vildi stóra
fjölskyldu
VILDI FJÖL-
SKYLDU
Leikarinn Brad
Pitt ásamt
Angelinu Jolie
og Maddox.
NÁTTÚRULEG Fegurð
Cheryl Cole er nátt-
úruleg, ef marka á
yfirlýsingu hennar.
5. SCREAM -myndin verður framleidd, samkvæmt nýjustu fréttum. Fjórða myndin var frumsýnd á dögunum og hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í Bandaríkjunum, en nógu vel á heimsvísu til að fimmta myndin
verði framleidd.
FÍFA (Húsgagnahöllinni) – Sími 552 2522 – www.fifa.isOpið: Mán. - Fös: 10-18 Lau.: 10-17 - Sun.: 13-17
Allt fyrir börnin
FIMMTUDAG – MÁNUDAGS
VORSPRENGJA