Fréttablaðið - 19.05.2011, Qupperneq 78
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR54
„Ég hef alltaf séð eftir því að hafa
ekki lært íslensku þegar ég var lít-
ill en ég ætla mér að læra tungu-
málið í framtíðinni,“ segir Fredrik
Kristján Jónsson Ferrier, hálfís-
lensk fyrirsæta sem er að slá í
gegn í raunveruleikaþættinum
Made in Chelsea í Bretlandi.
Þættirnir Made in Chelsea
fjalla um líf þrettán ungmenna
frá einu af fínni hverfum Lund-
únaborgar, nánar tiltekið Chelsea.
Samkvæmt lýsingum á þáttaröð-
inni á heimasíðu stöðvarinnar E4
eiga þættirnir að varpa ljósi á líf
ungmenna þar sem hraðskreið-
ir bílar, kampavín og sundlauga-
partí eru hluti af hversdagsleik-
anum.
„Fyrst þvertók ég fyrir að vera
með, þar sem raunveruleika-
þættir hafa frekar neikvætt orð
á sér hér í Bretlandi. Svo lét ég
til leiðast en einungis til að sýna
fram á að þó að við búum í fínu
hverfi þurfum við að takast á við
sömu vandamálin og allir hinir.
Þátturinn er fullur af drama-
tík og innbyrðisdeilum. Eins og
raunveruleg útgáfa af Gossip
Girl sjónvarpsþáttunum,“ segir
Fredrik en um leið og fyrsti þátt-
urinn fór í loftið í byrjun maí varð
hann umtalaðasti þáttur í heimi á
Twitter-samskiptasíðunni.
„Ég fór út að skemmta mér um
síðustu helgi og endaði með að
gera ekkert annað en skrifa eigin-
handaráritanir og láta taka af mér
myndir allt kvöldið. Mjög furðu-
legt en ég nýt þess í botn,“ segir
Fredrik, sem ætlar að reyna að
draga tökuliðið með sér til Íslands
næsta haust þegar upptökur hefj-
ast á annarri þáttaröð Made in
Chelsea.
Faðir Fredriks, Jón Arnór Ferr-
ier, er íslenskur en móðir hans er
ensk. Systir hans býr hér á landi
og sjálfur segist Fredrik reyna að
koma til Íslands einu sinni á ári.
„Það er alltaf verið að kalla mig
íslenskan víking og ég er mjög
ánægður með það. Ég held sam-
bandi við ömmu og afa á Íslandi
og á stóra fjölskyldu en við eydd-
um miklum tíma þar þegar ég var
barn.“
Fredrik, sem er 22 ára gamall,
er í tónlistar- og tungumálanámi
við Bristol-háskóla ásamt því
að vinna fyrir sér sem fyr-
irsæta. „Ég hef starfað í
New York og Mílanó nokk-
ur sumur í röð og finnst
gaman að vera fyrir
framan myndavélina
en námið á samt hug
minn allan núna,“
segir Fredrik, sem
spilar á fiðlu og gítar
ásamt því að tala
spænsku og arabísku.
„Ég er mjög stoltur
af því að vera íslensk-
ur og kynni mig allt-
af sem hálfan Íslend-
ing, enda skapar það
sérstöðu og vekur
áhuga fólks á mér,“ segir
Fredrik en hann ætlar í
sumar til Ísafjarðar, sem
er hans uppáhaldsstaður á
Íslandi. alfrun@frettabladid.is
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Það eru klárlega fótboltaþætt-
irnir Sunnudagsmessan og
Pepsi-mörkin enda elska ég að
horfa á sjálfan mig tala um
fótbolta.“
Hjörvar Hafliðason knattspyrnusér-
fræðingur
Myndir eftir áhugaljósmyndarann Skarphéðin Þráins-
son af eldgosunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjalla-
fjökli hafa verið birtar víða í breskum dagblöðum síð-
ustu daga. Blöðin The Guardian, The Independent,
Daily Mirror, Daily Express og Daily Telegraph hafa
öll birt stórar myndir af eldgosunum í blöðum sínum,
Skarphéðni til mikillar ánægju.
„Ég gerði samning við fréttaþjónustu í Bretlandi
og lét hana hafa myndir og upplýsingar um eldgosin.
Þeir höfðu samband um síðustu helgi og síðan hefur
þetta farið eins og eldur í sinu um blöðin í Bretlandi,“
segir Skarphéðinn, sem starfar sem véltæknifræð-
ingur. Áður hafði hann sett myndir sínar á ljósmynda-
síðuna 1x.com og vöktu þær athygli fréttaþjónust-
unnar. Myndir Skarphéðins hafa einnig verið birtar
í bandaríska blaðinu USA Today og í þýskum og nor-
rænum blöðum, auk þess sem stór eldgossmynd hans
var keypt af skrifstofu EFTA í Brussel.
Ljósmyndadella Skarphéðins hófst af fullum krafti
fyrir fjórum árum þegar hann keypti sér sína fyrstu
alvöru myndavél. Síðan þá hefur hann verið duglegur
við að mynda, sérstaklega í kringum eldgosin þegar
hann fór meðal annars upp í þyrlu og myndaði.
Spurður hvort hann fái ekki mikið borgað fyrir
myndirnar segist hann fá aðeins upp í bensínkostnað
og tækjakaup. Annars sé þetta fyrst og fremst gert
ánægjunnar vegna.
Skarphéðinn vonast til að mynda eldfjöll á Havaí
í framtíðinni en hefur ekki ákveðið hvenær af því
verður. - fb
Áhugaljósmyndari hittir í mark
VINSÆLAR MYNDIR Myndir Skarphéðins Þráinssonar hafa
vakið mikla athygli í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta kom okkur skemmtilega á
óvart,“ segir tónlistarmaðurinn
Magnús Þór Sigmundsson.
Hann og Jóhann Helgason,
sem skipa dúettinn Magnús og
Jóhann, hita upp fyrir bandarísku
hljómsveitina Eagles í Nýju Laug-
ardalshöllinni 9. júní.
„Það voru sendar út upptökur
af íslenskum hljómsveitum og
þeir völdu Magnús og Jóhann,
okkur næstum því til undrunar
því það er mikið af frambærilegu
fólki hérna heima,“ segir Magn-
ús Þór. Hann hefur lengi verið
aðdáandi Eagles. „Ég man eftir
því að einhvern tímann fór ég
til New York til að kynna mig og
Jóhann. Ég fór og talaði við Merc-
ury Records og fleiri útgefendur
og spilaði fyrir þá Mary Jane.
Þeir voru mjög hrifnir en á einum
staðnum man ég eftir því að einn
starfsmaður sagði við mig: „Jú,
þetta hljómar mjög vel en það
sem við erum að leita að er eitt-
hvað svona.“ Þá „blastaði“ hann
á mig Take It Easy með Eagles,“
segir Magnús Þór.
Jóhann Helgason er að vonum
spenntur fyrir tónleikunum.
„Eagles hefur trónað á topp
tíu hjá mér. Þetta eru frábærir
lagasmiðir, söngvarar og hljóð-
færaleikarar,“ segir hann og
viðurkennir að raddanir hljóm-
sveitarinnar hafi haft áhrif á
lagasmíðar hans og Magnúsar.
Ísleifur B. Þórhallsson tón-
leikahaldari upplýsir að enn séu
eftir 200 miðar á A-svæði. „Þetta
er tilkomið af því að það voru
ósóttar pantanir sem við getum
sett í sölu og við munum tilkynna
það innan nokkurra daga hvernig
þessu verður hagað.“ - fb
Magnús og Jóhann hita upp fyrir Eagles
ÓVÆNT ÁNÆGJA Magnús og Jóhann hita
upp fyrir Eagles í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FREDRIK KRISTJÁN JÓNSSON FERRIER: NÝT ÞESS Í BOTN
Íslenskur strákur stjarna
í breskum sjónvarpsþætti
NÝTUR FRÆGÐAR-
INNAR Hinn hálfíslenski
Fredrik Kristján Jónsson Ferrier er
ein af stjörnum raunveruleikaþátt-
arins Made in Chelsea í Bretlandi.
Fredrik gerir mikið úr íslenskum
uppruna sínum, sem hann segir
að veki mikla athygli.
Sun 29.5. Kl. 20:00
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Mið 18.5. Kl. 20:00 Síð. sýn. Sun 5.6. Kl. 20:00 Aukasýn. Lau 11.6. Kl. 20:00 Aukasýn.
Sun 22.5. Kl. 14:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fim 19.5. Kl. 20:00
Fös 3.6. Kl. 20:00
Lau 4.6. Kl. 20:00
Fim 9.6. Kl. 20:00
Fös 10.6. Kl. 20:00U Ö
Ö
Ö
Brák (Kúlan)
Fös 3.6. Kl. 20:00 Aukasýn.
Fös 20.5. Kl. 22:00
Lau 21.5. Kl. 22:00
Fös 3.6. Kl. 19:00
Lau 4.6. Kl. 20:00
Verði þér að góðu (Kassinn)
Ö
Ö
Haze (Stóra sviðið)
Fim 2.6. Kl. 20:00
Við sáum skrímsli (Stóra sviðið)
Fös 20.5. Kl. 19:00 Lau 21.5. Kl. 20:00
Big Wheel Café (Stóra sviðið)
Subtales – Söngur millistéttarinnar (Kassinn)
Þri 24.5. Kl. 18:00
Ö
Góði dátinn Svejk (Stóra sviðið)
Fim 26.5. Kl. 20:00 Fös 27.5. Kl. 20:00
„Þessi leiksýning hefur allt
sem þarf til að skapa vel heppnað
og eftirminnilegt leikverk.“
I.Þ., Mbl.
„Critics choice“
Time Out, London
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
AUKASÝNINGAR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.