Fréttablaðið - 21.05.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 21.05.2011, Síða 18
18 21. maí 2011 LAUGARDAGUR Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leið- ara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar sam- keppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamal- kunnugt og nánast ósjálfrátt við- bragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörk- uðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræði- leg einangrun, smæð hagkerfis- ins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnu- lífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaður- inn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráð- andi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frös- um, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Mark- aðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnu- greinum og hvetja til nýliðun- ar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæð- ismenn gera af mikilli hugsjóna- gleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að ein- hverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnu- grein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auð- lindinni sem endurspegli eðli- lega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé full- komin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörp- um í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættan- legar út frá hagsmunum útgerð- arinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnis- hæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokks- hesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman. Að styðja við samkeppni í raun Þann 31. mars sl. var haldinn fundur í Garðabæ, þar sem fyrsti áfangi að deiliskipulagi Arn- arness var kynntur. Vil ég hér með þakka það vandaða starf sem arki- tektastofan Hornsteinar vinnur í tengslum við þessa þróun. Fund- urinn var áhugaverður, m.a. var gaman að fá kynningu á hinum ýmsu menningarverðmætum sem eru á nesinu, hversu vel skipulagt Arnarnes var á sínum tíma og mikil vinna lögð í að skapa þessa vel heppnuðu byggð. Mesta athygli vakti þó umræða um útivistarmál í Arnarnesi. Garðbæingur steig á svið og studdi þá hugmynd að leggja tvo stíga á Arnarnesi til að beina umferð fólks, hvort sem er hjólamanna eða gangandi, frá umferðargöt- um. Annar stígurinn yrði lagður austan hljóðmanar við Hafnar- fjarðarveg, einkum fyrir hraða hjólaumferð. Hinn stígurinn yrði strandstígur í kringum nesið. Þessi stígur yrði mikil framför, þar sem allir íbúar Garðabæjar fengju jafnan aðgang að stórkost- legu útsýni og náttúru á nesinu. Nokkrir eldri Arnarnesbúar hafa sagt möguleikana á því að sjá fallegt sólarlagið nú enga þar sem trén byrgja víða sýn. Þeir komast ekki niður torfæran sjávarkamb- inn og í fjöruna og má það sama auðvitað segja um hreyfihamlaða. Arnarnesbúi á fundinum lýsti því yfir að hann vildi ekki hrófla við neinu á Arnarnesinu, síst af öllu opna fyrir verslun eða aðra þjón- ustu á Arnarnesinu, þar sem Arn- arnesbúar gætu sótt þá þjónustu annars staðar í Garðabæinn. Hér koma nokkrar spurningar til íbúa Arnarness: Eiga nokkrar sjávarlóðir í Garðabæ einkarétt á útsýni yfir Arnarnesvoginn? Þó að fullfrískt fólk geti klöngr- ast niður í Arnarnesfjöru eins og ástandið er nú, er þar víða erfitt yfirferðar og útsýnispunktar eða stikur sem eiga að þjóna sem ein- hver millibilslausn koma engan veginn í staðinn fyrir útsýnisstíg, þar sem fólk getur valið sjálft hvar það staldrar við. Önnur spurning: Finnst Arn- arnesbúum það sanngjarnt að sækja alla þjónustu, hvort sem er til verslunar, mennta, úti- veru eða menningar, í aðra hluta Garðabæjar og á sama tíma neita öðrum Garðbæingum um að njóta strandarinnar og útsýnis þaðan í sínu eigin byggðarlagi? Og í framhaldinu: Myndi það ekki auðga Arnarnesið að fá til sín líf frá öðrum hverfum bæjarins, líf sem hefur auðgað önnur nes sem hafa verið í svipaðri stöðu, s.s. Kársnes. Að lokum þetta: Á fundinum steig fuglaáhugamaður á svið, sem hefur auðgað fuglalíf í kring- um sig í fjölda ára með fram- kvæmdum við hús sitt, m.a. með stórum krana í fuglslíki, og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir sam- lífi fugla og manna yrði slíkur stígur lagður. Þessi hugulsemi er þó óþörf þar sem í næsta hverfi, Sjálandinu, njóta íbúar hins fjöl- breytta fuglalífs sem þar ríkir með greiðum aðgangi strand- stígsins sem þar er. Kannski er mannlífið ekki síður mikilvægt en fuglalíf ef út í það er farið. Á fundinum kom fuglaáhugamað- urinn jafnframt fram með niður- stöður framhaldsrannsókna sinna um að mun minna fuglalíf væri í Kársnesi en í Arnarnesi. Gæti ekki bara verið að fuglunum þyki jafnvel ennþá betra að búa í Garðabæ? Arnarnes fyrir alla Deiliskipulag Jóhannes Kári Kristinsson íbúi í Garðabæ Sjávarútvegur Árni Páll Árnason efnahags- og sjávarútvegsráðherra Björgun ehf. til sölu landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Björgun ehf. Björgun rekur sanddæluskip og búnað til að stunda verktöku, einkum hafnardýpkanir, og er umfangsmikill efnissali til þeirra sem sinna mannvirkjagerð á Íslandi. og sýnt geta fram á fjárfestingargetu að upphæð 400 milljónum króna. Skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu er að fjárfestar fylli út upplýsinga- þau gögn ásamt frekari upplýsingum um söluferlið og félagið á vef Landsbankans, www.landsbankinn.is. Tímafrestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rennur út kl. 12:00, föstudaginn 3. júní 2011. Þeim fjárfestum sem skila inn hagstæðustu tilboðunum að mati seljanda verður boðin þátttaka í öðru stigi söluferlisins. Tímafrestur til að skila inn skuldbindandi tilboðum rennur út kl. 12:00, miðvikudaginn 29. júní 2011. Stefnt er að því að söluferlinu ljúki fyrir lok júlí 2011. Um Björgun Björgun var stofnað 11. febrúar árið 1952. Félagið er leiðandi framleiðandi úr námum, bæði á hafsbotni með uppdælingu efnisins og á landi með athafnasvæði félagsins við Sævarhöfða í Reykjavík. Björgun hefur um árabil stundað verktöku af ýmsu tagi, svo sem hafnar- dýpkun, uppdælingu á efni til landfyllinga og uppdælingu á efni til frekari nýtingar á vegum annarra. Á síðari árum hefur Björgun staðið að landa- þróunarverkefnum, bæði á eigin vegum og í samvinnu við aðra. Verkefnin eiga það sammerkt að felast í uppbyggingu sjávarlóða á höfuðborgarsvæðinu. Lagerhúsnæði til leigu. Lagerhúsnæði er til leigu að Fosshálsi1, 110 Reykjavík og er til afhendingar fljótlega. Um er að ræða samtals 1.069,3 m2 að grunnfleti sem skiptast í 189,4 m2 kæli, 138,6 m2 frystigeymslu og 741,3 m2 vörulager. Vörulagerinn inniheldur hillurekka fyrir 669 vörubretti. Ein rafdrifin innkeyrsluhurð er inn á sameiginlegan gang og eru dyrnar 3,7 m á hæð og 5,5 m á breidd. Frá þessum gangi eru dyr inn í kælinn sem eru 2,4 m á breidd og 2,3 m á hæð og inn í vörulagerinn sem eru 1,8 m á breidd og 2,4 á hæð. Gengið er inn í frystinn úr kælinum í gegn um dyr sem eru 1,8 m breidd og 2,1 m á hæð. Lofthæð í rýmunum þremur er 4,3 m. Aðgangur er að salerni í sameign og að sameiginlegu mötuneyti. Næg bifreiðastæði. Nánari upplýsingar gefur Bjarni Stefánsson í síma 575-6000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.