Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 2
28. maí 2011 LAUGARDAGUR2 SAMFÉLAGSMÁL Greiddar hafa verið á þriðja hundrað milljónir króna úr ríkissjóði til Breiðavíkurdrengja frá því að greiðslur hófust í apríl- byrjun. Meðalbæturnar til vist- manna eru um 3,6 milljónir króna, að sögn Halldórs Þormars Hall- dórssonar, lögfræðings hjá Sýslu- manninum á Siglufirði sem ákvarð- ar bæturnar. „Þessum greiðslum er að mestu lokið. Alls barst 121 umsókn en vistmenn á Breiðavíkurheimilinu, sem starfrækt var frá 1952 til 1979, voru að minnsta kosti 155 en jafn- vel 159,“ greinir Halldór frá. Hann segir sáttaboð hafa verið send út í mars en þar sem enn hafi ekki borist svör við þeim öllum sé óljóst um niðurstöðu í nokkrum málum. Eftir er að afgreiða fjórar umsóknir. „Einn einstaklingur hefur þegar sent erindi til úrskurðanefndar um sanngirnisbætur sem getur ákvarð- að hærri bætur eða talið sáttaboð fullnægjandi. Óvíst er um nokkur sáttaboð en þau eru innan við tíu. Aðrir hafa samþykkt sáttaboðin.“ Að sögn Halldórs voru greiddar tvær milljónir strax til hvers ein- staklings. „Samkvæmt lögum ber að geyma allt umfram tvær millj- ónir í 18 til 36 mánuði. Það fengu þó nokkrir sáttaboð upp á fjórar milljónir króna eða meira, en það er ekki útilokað að sumir fái síðar viðbótar bætur, hafi þeir orðið fyrir miska á öðrum vistheimilum.“ Áætlað var að heildarbætur gætu numið 300 milljónum króna. „Þessi tala hefur verið svolítið á reiki þar sem fjárþörfin hefur verið metin svolítið eftir því sem málið hefur unnist. Þetta er á sérstökum fjárlaga lið. Tengiliður vistheimila er á sama fjárlagalið. Rannsóknar- nefndin er á öðrum fjárlagalið,“ tekur Halldór fram. Hann getur þess jafnframt að sýslumannsembættið á Siglufirði hafi ekki fengið neina aukafjárveit- ingu vegna þessa verkefnis. Á næstu dögum verða send sátta- boð til þeirra sem voru vistmenn á Kumbaravogi. „Vistmenn þar voru 32 en 15 sóttu um bætur. Sumir vistmanna greindu frá harðræði en aðrir sögðu vistina hafa verið ágæta.“ Alls hafa 120 af þeim 175 sem voru í Heyrnleysingjaskólanum sótt um bætur, segir Halldór. Auglýst verður í sumar vegna bóta til þeirra sem dvöldu í Reykja- hlíð og á Bjargi. ibs@frettabladid.is Yfir 200 milljónir til Breiðavíkurdrengja Meðalbætur til vistmanna eru um 3,6 milljónir. Alls barst 121 umsókn um bætur. Flestir hafa samþykkt sáttaboðin og er greiðslum að mestu lokið. Helm- ingur á Kumbaravogi sótti um og meirihlutinn úr Heyrnleysingjaskólanum. BREIÐAVÍKURHEIMILIÐ Flestir vistmenn hafa samþykkt sáttaboðin sem þeim voru send. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Arnar, klikkaðir þú að á að toppa á hárrréttum tíma? „Það er alveg hárrétt hjá þér.“ Arnar Gunnlaugsson setti upp hárkollu í auglýsingu vegna þátttöku U21-landsliðs karla í úrslitakeppni EM í næsta mánuði. Í auglýsingunni eru eldri knattspyrnu- hetjur að reyna að smygla sér inn í hið sigursæla ungmennalið. MANNRÉTTINDI Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra baðst í gær afsökunar, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, á meðferð sem Falun Gong-iðkendur máttu þola í tengslum við Íslandsheimsókn Jiangs Zemins, forseta Kína sum- arið 2002. Afsökunarbeiðnin kom úr ræðu- stól Alþingis eftir fyrirspurn Mar- grétar Tryggvadóttur, þingkonu Hreyfingarinnar. Hún sagði meðal annars í ræðu sinni: „Íslensk stjórnvöld brutu á mannréttindum, mál- og tjáningar- frelsi og ferðafrelsi þessa fólks og bæði Persónuvernd og umboðs- maður Alþingis úrskurðuðu síðar að lög hefðu verið brotin um þessa gesti okkar.“ Hún spurði síðan hvort ekki væri tímabært að biðja viðkom- andi formlega afsökunar. Össur sagði alveg víst að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig á meðan þessi ríkisstjórn sæti og tók svo Margréti á orðinu. „Ég get, fyrir hönd íslensku ríkis stjórnarinnar, héðan úr þess- um stóli, beðið þá sem þá komu og urðu fyrir brotum af þessu tagi, afsökunar.“ Össur sagðist hafa talað gegn framferðinu gegn Falun Gong bæði í stjórnarandstöðu og sem ráðherra og taldi að þarna hefði verið farið út fyrir heimildir. „Mér fannst þetta að öllu leyti vera mjög ranglega að farið,“ bætti hann við. Margrét fagnaði orðum Össurar en hvatti ríkisstjórnina í heild til að biðja formlega afsökunar. Össur svaraði því til að hann teldi að ekki væri til einlægari eða formlegri boðleið fyrir afsökunar- beiðni ríkisstjórnar en úr ræðu- stóli Alþingis. - þj Utanríkisráðherra í ræðustóli á Alþingi í gær um viðbúnað vegna komu kínverska forsetans árið 2002: Össur bað iðkendur Falun Gong afsökunar AFSÖKUNARBEIÐNI Össur bað iðkendur Falun Gong afsökunar á þingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, leiðtogi vélhjóla- samtakanna Black Pistons, hefur hafið afplánun eftirstöðva tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir brennu haustið 2009. Ríkharð hafði setið í gæslu- varðhaldi í tvær vikur grunaður um hrottalega handrukkun og fleiri brot. Með því er hann talinn hafa rofið skilyrði reynslulausn- ar sinnar. Félagi Ríkharðs, Davíð Freyr Rúnarsson, hefur einnig setið í varðhaldi vegna málsins. Það var í gær framlengt til 23. júní. - sh Grunaðir um misþyrmingar: Félagar í Black Pistons verða áfram í haldi NÁTTÚRA Mun gróðursælla er hér á landi nú heldur en á undanförn- um árum. Greining á gögnum frá gervitunglum NOAA-stofn- unarinnar í Bandaríkjunum, sem greina blaðgrænu og grósku gróðurs á yfirborði jarðar, sýna að gróður á Íslandi hefur aukist um tæp 50 prósent síðan árið 1982. Á vef Náttúrufræðistofn- unar kemur fram að þetta séu líklega fyrstu mæliniðurstöður af þessu tagi sem birtar eru fyrir landið í heild. Líklegt er að aukningu gróðurs á landinu megi rekja til hlýnandi veðurfars, minnkandi búfjárbeit- ar og aukinnar landgræðslu og skógræktar. - sv Gervitungl mæla gróður: Gróðursælla land en áður ATVINNUMÁL Bæjarráð Akureyrar lýsti í gær megnri óánægju með ákvörðun Já Upplýsingaveitna að loka starfsstöð ja.is á Akureyri. „Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við stjórnarformann og for- stjóra fyrir- tækisins að þær komi á fund bæjarráðs vegna þessar- ar lokunar, en þær hafa ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk til þessa,“ sagði í bókun bæjarráðsins. Fyrirtækið hefði um áraraðir, bæði fyrir og eftir einkavæðingu, notið þjónustu góðs og trausts starfsfólks sem nú yrði fyrir barðinu á þeirri ákvörðun fyrir- tækisins að flytja störf á suð- vesturhorn landsins. „Bæjarráði þykir miður að fyrirtækið skuli ekki hafa samband við bæjar- yfirvöld, áður en ákvörðunin var tekin.“ - gar Harma lokun hjá ja.is: Já-menn ekki á fund bæjaráðs EIRÍKUR S. BJÖRGVINSSON FERÐAÞJÓNUSTA Harpa og Iceland- air undirrituðu í gær samstarfs- samning til tveggja ára. Mark- miðið er að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum sem koma til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóð- legum áfangastað. Samningurinn felur það í sér að Icelandair verður aðal- styrktaraðili Hörpu næstu tvö árin og styður við tónlistarstarf og ráðstefnuhald í húsinu. Einnig verður náið samstarf með stjórn- endum beggja aðila varðandi markaðssetningu og kynningar- starf erlendis. - shá Icelandair og Harpa: Fjölbreytt sam- vinna í tvö ár TÓNLISTARHÚS Til stendur að laða fleiri gesti til landsins með víðtæku samstarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar leggur til að sett verði á laggirnar svokölluð siða- og sáttanefnd innan flokks- ins, sem eigi að hafa það hlutverk að fylgjast með því hvort flokks- menn, kjörnir fulltrúar og forystu- menn víki frá stefnu flokksins með gjörðum sínum og taki að öðru leyti á erfiðum málum innan hans. Þetta er meðal tillagna sem framkvæmdastjórnin hefur unnið upp úr starfi umbótanefnd- ar flokksins, sem skilaði af sér skýrslu í desember síðastliðn- um. Fréttablaðið hefur tillögurn- ar undir höndum, en þær verða kynntar á flokksstjórnarfundi nú um helgina. Einnig er lagt til að nefnd verði falið að smíða siðareglur fyrir kjörna fulltrúa flokksins, þar sem kveðið verði á um skuldbindingu við grunngildi og samþykkta stefnu flokksins og vandaða stjórnsýslu- hætti, svo sem við mannaráðningar. Tillögurnar snúa að miklu leyti að innra starfi flokksins, funda- höldum, nefndastarfi og félagslífi. Einn kaflinn fjallar um styrkja- mál flokksins og einstakra flokks- manna. Framkvæmdastjórnin tekur undir það með umbótanefnd- inni að brýn nauðsyn sé að setja skýrar og þröngar reglur um fjár- mál flokksins og fjáröflun próf- kjörsframbjóðenda. Umbótanefndin lagði til að Sam- fylkingin bannaði auglýsingar í prófkjörsbaráttu og beitti sér einn- ig fyrir því að kosningaauglýsingar stjórnmálaflokka í ljósvakamiðlum yrðu bannaðar. Í umsögn fram- kvæmdastjórnar segir að mikil eining hafi verið um bann við próf- kjörsauglýsingum, en ekki um hið síðarnefnda. Framkvæmdastjórnin vísar svo hvoru tveggja í nefnd. - sh Vill banna prófkjörsauglýsingar og setja þröngar reglur um fjármál flokksins: Samfylkingin siðar fulltrúa sína SAMFYLKINGIN Framkvæmdastjórn flokksins vill vanda til mannaráðninga í stjórnsýslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS lax með strengjabaunum, tómötum og kryddjurtasósu Muna að kreista sítrónuna yfir laxinn Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.