Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 4
28. maí 2011 LAUGARDAGUR4
ELDGOS Yfir hundrað manna lið
slökkviliðs- og björgunarsveita-
manna víðs vegar að tóku þátt í
hreinsunarstarfi á Kirkjubæjar-
klaustri og nærsveitum í gær.
Hreinsa þarf hundruð húsa allt
frá Álftaveri austur að Lóma-
gnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum
dvínar stöðugt en áfram er fólki
ráðið frá því að fara nærri eld-
stöðinni.
Vagn Kristjánsson, verk-
efnastjóri þjónustumiðstöðvar
almannavarna á Klaustri, segir
að hreinsunarstarfið hafi gengið
vonum framar. „Hér er afar öfl-
ugt lið slökkviliðs- og björgunar-
sveitarmanna við störf. Þetta
eru fagmenn og eins og þeir hafi
aldrei gert annað; samstarfið er
frábært.“
Vagn segir að hér sé samstillt
átak á ferðinni því slökkvilið af
höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesj-
um, Hveragerði, Selfossi, Hellu,
Vík, Klaustri og Öræfum var
að störfum í gær auk þess sem
Mjólkursamsalan á Selfossi lán-
aði mjólkurbíl með tengivagni til
að keyra vatn til að fylla á bílana.
Vagn segir verkefnið fram
undan vera ærið. „Það þarf að
skoða og þvo allt húsnæði frá
Álftaveri austur að Lómagnúpi.
Ég áætla að þetta séu nokkur
hundruð hús sem gæta þarf að.“
Vagn segir útilokað að meta hve-
nær hægt sé að segja hreinsunar-
störfum lokið enda sé það veður-
guðanna að ákveða það. „Það fer
eftir því hvað gerist þegar næst
hreyfir vind, núna er rigning og
allt gott.“
Fólk á hamfarasvæðinu hefur
nokkrar áhyggjur af því ef hvess-
ir úr óhagstæðri vindátt, enda
kom það fram í viðtali við Magnús
Tuma Guðmundsson jarðeðlis-
fræðing, í Fréttablaðinu í gær
að óheyrilegt magn gjósku er á
jöklinum. Í átta kílómetra fjar-
lægð frá eldstöðinni er þykkt
gjóskunnar 170 sentimetrar.
Samkvæmt stöðuskýrslu
almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra í gær dvínar gosvirkni
í Grímsvötnum enn. Þó komu
fram stöku óróapúlsar á nokk-
urra klukkustunda fresti. Ekki
hefur sést til gosmakkar frá því
í fyrradag á ratsjám Veðurstofn-
unnar.
Viðbúnaðarstig hefur verið
lækkað og ástand búfjár er metið
almennt gott. Starfsmenn Land-
græðslunnar og fleiri munu meta
ástand afréttar í næstu viku og
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
fylgist með neysluvatni á svæð-
inu. svavar@frettabladid.is
GENGIÐ 27.05.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,7817
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,42 115,98
189,59 190,51
164,22 165,14
22,023 22,151
21,131 21,255
18,431 18,539
1,4234 1,4318
183,84 184,94
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Tölur víxluðust í skífuriti sem fylgdi
frétt um skoðanakönnun vegna
kvótakerfisins í Fréttablaðinu í gær.
Eins og lesa mátti í texta fréttarinnar
vildu 67,5 prósent þeirra sem afstöðu
tóku að kvótinn yrði í ríkiseigu.
LEIÐRÉTTING
Borgartúni 12-14.
105 Reykjavík
www.umhverfissvid.is
Laugavegur – lifandi gata
- opinn fundur mánudaginn 30. maí kl. 18.10
Opinn fundur vegna tillögu Reykjavíkurborgar um
að breyta Laugavegi frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg
í göngu götu hluta sumars í Ráðhúsi Reykjavíkur,
Tjarnarsal, mánudaginn 30. maí kl. 18.10.
Tillaga Reykjavíkurborgar verður kynnt og opnað fyrir umræður.
Karl Sigurðsson formaður umhverfis- og samgönguráðs er
fundarstjóri.
Allt áhugafólk um lifandi miðborg velkomið.
Umhverfis- og samgöngusvið
Bílar tíu slökkviliða
við hreinsunarstörf
Hreinsunarstarf á hamfarasvæðinu á Suðurlandi gekk að óskum í gær. Slökkvi-
lið frá mörgum sveitarfélögum voru við störf með hjálp björgunarsveita. Gos-
virkni í Grímsvötnum dvínar enn og viðbúnaðarstig hefur verið lækkað.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
22°
19°
14°
20°
21°
15°
15°
22°
16°
29°
27°
32°
13°
18°
15°
15°
Á MORGUN
5-13 m/s.
MÁNUDAGUR
5-10 m/s.
5
6
7
10
6
7
3
10
9
10
9
8
5
8
8
8
5
2
8
7
10
5
4
4
10
8
5
2
1
3
7
8
BEST SYÐRA
Norðaustanáttin
verður ríkjandi
næstu daga með
úrkomu einkum
norðaustan og
austan til á landinu
og kólnar þar í
veðri. Ögn sumar-
legra sunnanlands
en þá léttir til og
hitinn fer líklega
víða í 12-14°C.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
HERJÓLFSSTAÐIR HREINSAÐIR Slökkvilið og vatnsbíll Mjólkursamsölunar við
hreinsunarstörf í Skaftárhreppi í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Það þarf að skoða
og þvo allt húsnæði
frá Álftaveri austur að Lóma-
gnúpi. Ég áætla að þetta séu
nokkur hundruð hús sem
gæta þarf að.
VAGN KRISTJÁNSSON
VERKEFNASTJÓRI ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
ALMANNAVARNA Á KLAUSTRI
UMHVERFISMÁL Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra varpaði
þeirri spurningu fram á aðal-
fundi Landverndar á fimmtudag
hvort það væri uppeldislegt atriði
að umgengni við landið er ábóta-
vant, eins og nýleg dæmi sönn-
uðu. Jóhanna sagði umgengnina
við landið endurspeglast í því sem
fólk skildi eftir sig á víðavangi,
frágangi sorps, efnamenguðum
jarðvegi, óhreinu vatni og því
sem við slepptum út í andrúms-
loftið.
Hún staldraði sérstaklega við
mengun frá sorpbrennslustöðv-
um og frá ein-
stökum verk-
smiðjum sem
hefur verið til
umfjöllunar í
fjölmiðlum frá
áramótum.
„Þegar slík
m á l k o m a
upp er rétt að
staldra við og
spyrja hvað
veldur. Hvers vegna umgengni
okkar við landið er svo ábóta-
vant sem raun ber vitni. Er það
af hreinni græðgi eða kemur
hugsunarleysi eða þekkingar-
leysi við sögu? Hvað stýrir því að
við erum á stundum skeytingar-
laus og of værukær þegar kemur
að okkar eigin umhverfi? Er eitt-
hvað að viðhorfi okkar til náttúr-
unnar – eitthvað í uppeldinu sem
skortir?“ spurði forsætisráðherra
aðalfundargesti.
Hún bætti við að auðvitað
væri uppeldi einstaklingsbundið
og rangt að alhæfa um uppeldi
heillar þjóðar í þessum efnum;
skólarnir gegndu mikilvægu
hlutverki og á síðustu árum hefði
margt breyst til batnaðar. - shá
Forsætisráðherra spyr áleitinna spurninga vegna mengunar frá sorpbrennslum:
Efast um umhverfisuppeldið
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
FÉLAGSMÁL Stofnþing ungliða-
hreyfingar Alþýðusambands
Íslands (ASÍ-UNG) var haldið í
gær. Helgi Einarsson, frá Félagi
nema í rafiðnum, var kjörinn for-
maður hreyfingarinnar sem er
ætlað að efla og samræma starf
ungs launafólks innan aðildar-
félaga ASÍ.
Í ályktun fundarins um
menntamál segir að skoða þurfi
lengingu á skyldunámi um tvö ár,
eða til 18 ára aldurs. Þá þurfi að
efla starfsnám í grunnskólum.
Í fjölskyldumálum var lögð
áhersla á dregið væri úr tekju-
tengingu barnabóta og minnk-
aður munur á fjárhagsstuðningi á
milli einstæðra foreldra og hjóna
eða sambúðarfólks. - shá
Hreyfingin ASÍ-Ung stofnað:
Ungliðar ASÍ
þétta raðirnar
DÓMSTÓLAR Ungur maður sem
setið hefur í gæsluvarðhaldi,
grunaður um að hafa nauðgað
tveimur stúlkum, skal sitja áfram
í varðhaldi til 24. júní samkvæmt
úrskurði héraðsdóms. Hann kærði
úrskurðinn til Hæstaréttar.
Maðurinn er grunaður um að
hafa, í félagi við annan mann,
nauðgað nítján ára stúlku í heima-
húsi og beitt hana öðru ofbeldi.
Hafi hann haft frumkvæði að
ofbeldisverkinu. Hann er einnig
grunaður um að hafa nauðgað
sautján ára stúlku í lok mars. - jss
Gæsluvarðhald framlengt:
Grunaður um
tvær nauðganir
LÍBÍA Múammar Gaddafí Líbíu-
leiðtogi er sagður vera á stans-
lausum flótta í höfuðborginni
Trípolí. Hann er sagður sofa á
sjúkrahúsum til að forðast árás-
ir Atlantshafsbandalagsins, og
aldrei á sama sjúkrahúsinu tvær
nætur í röð.
Breska leyniþjónustan MI6
hefur heimildir fyrir þessu og
segir hann skelfingu lostinn
vegna hertra árása á borgina.
Rússnesk stjórnvöld hafa nú
boðist til að hafa milligöngu í
samningaviðræðum um brott-
hvarf Gaddafís frá Líbíu til
annars lands, þar sem hann gæti
fengið hæli. - gb
Gaddafí sagður í felum:
Rússar bjóðast
til milligöngu
UPPREISNARMENN Í LÍBÍU Harðar
loftárásir hafa verið á Trípolí undanfarna
daga. NORDICPHOTOS/AFP
PAKISTAN Hillary Clinton, utan-
ríkis ráðherra Bandaríkjanna,
segir bandarísk stjórnvöld ekki
vita um neitt
sem bendi til
þess að ein-
hverjir pak-
istanskra
ráðamanna
hafi vitað um
fylgsni Osama
bin Laden.
Þetta sagði
hún í Pakistan í
gær, en samskipti þjóðanna höfðu
versnað eftir að bandarískir sér-
sveitarmenn réðust inn í landið
og réðu þar hryðjuverkaleiðtog-
ann bin Laden af dögum.
Hún sagði nýtt skeið nú hafið í
samskiptum ríkjanna. Pakistan
hefði eftir sem áður fullan stuðn-
ing Bandaríkjanna í baráttu við
hryðjuverkahópa. - gb
Hillary Clinton í Pakistan:
Hafa ráðamenn
ekki undir grun
HILLARY CLINTON