Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 10
28. maí 2011 LAUGARDAGUR10 ATVINNUMÁL Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjöru- tíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könn- un Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópu- landi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finn- ar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlend- is. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlend- is voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfið leikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlut- fall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rann- sóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytj- ast búferlum á einhverjum tíma- punkti,“ segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma,“ segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göng- unum hjá okkur enn þá eftir hrun- ið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að kom- ast í eitthvað betra og prófa eitt- hvað nýtt.“ sunna@frettabladid.is Ungt fólk vill vinna í Evrópu Um 85 prósent íslenskra ungmenna vilja flytja til útlanda til að vinna. Um 40 prósent vilja flytja til lengri tíma. Hlutfall ungs fólks í Evrópu sem vill flytja til útlanda er hæst meðal Íslendinga. VELKOMIN Á BIFRÖST – áhersla á nýsköpun og frumkvöðlastarf Alhliða viðskiptanám sem ætlað er að búa nemendur undir ábyrgðar- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Boðið er upp á allar helstu greinar viðskiptafræðinnar, fjármál, stjórnun og markaðsmál, auk almennra námsgreina. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári. Háskólinn á Bifröst býður einnig tvær námslínur í viðskiptafræði í fjarnámi. Nánari upplýsingar á bifrost.is. Viðskiptafræði BS-BBA Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is Ísland Svíþjóð Finnland Danmörk Noregur ESB meðaltal Holland Ítalía Tyrkland 0% 20 40 60 80 100 Ungt fólk er skilgreint innan ESB sem einstaklingar á aldurs- bilinu 15 til 30 ára. Haft var samband símleiðis við 812 manns á Íslandi, en í flestum ESB ríkjunum var úrtakið 1.000 manns. Gallup sá um öll viðtölin, sem voru alls 30.312, í öllum 27 aðildarríkj- unum ásamt Íslandi, Króatíu, Noregi og Tyrklandi. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. til 30. janúar 2011.Já, í stuttan tíma Já, í lengri tíma Nei Veit það ekki Vilji ungmenna til þess að flytja erlendis og stunda vinnu Vilja vinna í útlöndum Heimild: Eurobarometer ESB FRAKKLAND, AP Leiðtogar átta helstu hagvelda heims (G8) stofnuðu í gær sjóð til styrktar lýðræðis- þróun í arabaríkjunum. Lagðar verða 40 milljarðar Bandaríkja- dala í sjóðinn, en það samsvarar nærri fimm þúsund milljörðum króna. Enn á eftir að útfæra úthlut- unarreglur úr sjóðnum, en leið- togar Túnis og Egyptalands gera sér vonir um væna upphæð til að festa í sessi þá lýðræðisþróun sem hófst með því að einræðisherrum var steypt af stóli í vetur. Túnis hefur óskað eftir að fá 25 milljarða dala á fimm árum, en Egyptaland segist þurfa tíu til tólf milljarða fyrir næsta fjárlagaár. Á fundinum voru átökin í Líbíu einnig rædd. Leiðtogarnir voru sammála um að Múammar Gaddafí yrði að fara frá völdum þar. Þá voru sýrlensk stjórnvöld hvött til þess að láta af kúgun íbúa sinna. - gb Leiðtogar G8 vilja styrkja lýðræði í arabaríkjum: Milljarðar fara í sjóð VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi mæld- ist 8,1 prósent í apríl. Atvinnulaus- um fækkaði því um 0,5 prósentustig milli mánaða. Atvinnulausir voru að meðaltali 13.262 í mánuðinum. Á höfuðborgarsvæðinu mæld- ist atvinnuleysi 8,7 prósent en á landsbyggðinni var það 6,9 pró- sent. Meðal karla var atvinnuleysi 8,6 prósent en kvenna 7,4 prósent. Þá hefur 59 prósent atvinnulausra verið það í meira en sex mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum tölum frá Vinnu- málastofnun sem lagðar voru fyrir í ríkisstjórn í gær en staðan á vinnumarkaði var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Dregið hefur hægar úr atvinnu- leysi hér á landi en spár gerðu ráð fyrir en undanfarna mánuði hefur ríkisstjórnin sett fram ýmis úrræði til að vinna gegn atvinnuleysinu. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra mælti í gær fyrir frum- varpi um málefni atvinnulausra. Meðal þess sem þar kemur fram er að atvinnulausir fái greidda desember uppbót sem gæti orðið allt að 63 þúsund krónur á þessu ári. Einnig er gert ráð fyrir ríkari upplýsingaskyldu atvinnulausra og stofnana til Vinnumálastofnun- ar með það að markmiði að gera stofnun inni betur kleift að hafa eftirlit með réttmæti umsókna um bætur auk fleiri atriða. Þá mun atvinnuleitandi sem tekur þátt í starfstengdu vinnumarkaðs- úrræði ekki skerða rétt sinn til atvinnuleysisbóta með þátttökunni, verði frumvarpið samþykkt. - mþl Atvinnuleysi dróst saman um hálft prósentustig í apríl og eru nú alls ríflega þrettán þúsund án atvinnu: Atvinnulausir fái desemberuppbót FRUMVARP Desemberuppbót atvinnu- lausra gæti orðið 63 þúsund krónur að hámarki samkvæmt frumvarpi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR „Ég bendi Gunn- ari vinsamlega á að spyrja vini sína í Sjálfstæðisflokknum um þetta mál enda fór allur undir- búningur þess fram á valdatíma fyrri meirihluta í bæjarstjórn,“ bókaði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, á síðasta fundi ráðsins. Tilefnið var að Gunnar I. Birgis son, fyrrverandi bæjar- stjóri, lagði til að endurskoðunar- fyrirtækið Deloitte færi yfir ferli við gerð heimasíðu og kostnað vegna hennar. Meirihluti bæjar- ráðs felldi tillögu Gunnars með fyrrgreindri athugasemd bæjar- ráðsformannsins. - gar Gunnar I. Birgisson spyr um heimasíðu Kópavogs: Gunnar tali við vini sína ÞVEGINN Tígurinn Malea þvær einn af nýfæddum hvolpum sínum þar sem þau dvelja í dýragarði í þýsku borginni Frankfurt. NORDICPHOTO/AFP FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI VIÐSKIPTI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.