Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.05.2011, Qupperneq 12
12 28. maí 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Glöggt má merkja að Evr-ópuandstæðingar telja sjálfir að þeir hafi náð undirtökum í aðildar- umræðunni. Er það svo? Hefur eitthvað breyst frá því Alþingi ákvað að sækja um? Þetta þarf að skoða bæði í málefnalegu ljósi og eins í samhengi við pólitíska tafl- stöðu málsins. Á taflborði valdanna hafa orðið nokkrar breytingar. Þjóðin valdi meirihluta þingmanna úr þeim þremur flokkum sem höfðu aðild á dagskrá. Þingmenn Framsóknar- flokks og Borgarahreyfingar hafa að einhverju leyti snúið við blaðinu frá því sem þeir lofuðu kjósendum. Að þessu leyti hafa andstæð- ingar aðildar sótt í sig veðrið. Á hinn bóg- inn sýna skoð- anakannan- ir ótvírætt að meirihluti þjóð- arinnar vill að Alþingi standi við þá ákvörðun sem tekin var með aðildarumsókn- inni og láti á hana reyna til þraut- ar. Eftir stendur eins og áður að þjóðin getur ekki tekið endanlega afstöðu fyrr en fyrir liggur hvern- ig viðræðum lyktar. Andstæðingunum hefur ein- faldlega ekki tekist að fá meiri- hluta þjóðarinnar á þá skoðun að stöðva viðræðurnar. Allur áróður og málflutningur hefur þó verið mjög einhliða frá þeirra hlið og án teljandi andsvara eins og þeir hafa sjálfir vakið athygli á. Þó að pólitíska taflstaðan hafi veikst á Alþingi vegna ístöðuleysis sýnist hún vera óbreytt úti á meðal fólks- ins. Stuðningsmenn aðildar standa þannig nokkuð vel að vígi. Eng- inn þarf því að velkjast í vafa um að rétt er og skynsamlegt að ljúka þessu máli. Það væri glópska að snúa við í miðju straumvatninu. Hefur eitthvað breyst? ÞORSTEINN PÁLSSON Rökin fyrir aðild eru þau fyrst og fremst að halda áfram, í ljósi nýrra og breyttra aðstæðna, því samstarfi við Evrópuþjóðirnar sem við hófum með inngöngunni í Atlantshafsbandalagið. Mark- miðið er að treysta viðskiptafrels- ið og peningamálastjórnina í nánu samstarfi við þær þjóðir sem næst okkur standa í menningarlegum- og pólitískum efnum. Slíkt samstarf er besta leiðin til að skapa stöðugleika og traust á markaðslegum forsendum. Það er leiðin til hagvaxtar. Þetta snýst um þá spurningu í hvaða umhverfi hagsmunir Íslands eru best tryggðir til framtíðar. Evrópu- andstæðingar hafa í engu reynt að tala gegn þessum grundvallar- röksemdum. Þess í stað hafa þeir notast við hræðsluuppskriftir, ýmist nýjar eða gamlar, frá neihreyfingum aðildarlandanna. Sú elsta hefur verið notuð í meira en hálfa öld í öllum aðildarríkjunum. Það er hræðsluáróður um Bandaríki Evr- ópu. Kjarni málsins er sá að þessi staðhæfing er ekki enn orðin að veruleika og er því ólíklegri sem aðildarríkjunum fjölgar. Pólitískur og menningarlegur margbreyti- leiki aðildarríkjanna er nú meiri en áður og einsleitnin að sama skapi minni. Nýrri innflutt hræðslukenning felst í því að benda á alvarlegan efnahagsvanda nokkurra aðildar- ríkja. Síðan er aðstoð Evrópusam- bandsins við þau gerð tortryggileg. Hún á að sýna að þau hafi misst sjálfstæði sitt. Ísland lenti utan Evrópusambandsins í dýpri kreppu en nokkurt aðildarlandanna. Við þurftum á aðstoð að halda. Hún var bundin margs konar skilyrð- um meðal annars um fjárlög og peningastefnu. Þetta eru örlög skuldugra þjóða hvort sem þær eru innan eða utan ríkjabandalaga. Loks er þeim hræðsluvendi veif- að að þjóðir Evrópu sitji um Ísland og bíði þess eins að geta beitt þýs- kættuðum meðulum frá fjórða áratugnum til að knésetja landið. Röksemdir af þessu tagi eru of barnalegar til að taka þær alvar- lega. Rökfærslan Andstæðingar aðildar viðurkenna að brýnt er fyrir Ísland að dýpka samvinnu og samstarf Íslands við aðrar þjóðir. Þeir and- mæla því ekki að óbreytt staða er of þröng til að skapa sóknarmögu- leika. En hvað vilja þeir? Flestir fylgdu þeir forseta Íslands þegar hann talaði um frí- verslunarsamning við Kína í stað Evrópusambandsaðildar. Þær hug- myndir hafa ekki verið nefndar um hríð. Í vetur sem leið fylgdu þeir formanni Heimssýnar í tillögugerð um að fríverslunarsamningur við Bandaríkin kæmi í stað Evrópu- sambandsaðildar. Frjáls innflutn- ingur á landbúnaðarvörum var þá talinn sjálfsagður fyrst hann kæmi vestan að en ekki austan að. Þessi málflutningur hefur nú gufað upp. Eins og vindáttin stendur nú í sumarbyrjun er lausnarboðskapur- inn sá að Ísland taki forystu í Norður heimskautsráðinu og tryggi þannig hagsmuni sína gegn óvina- ríkjum í Evrópusambandinu. Þó að þátttaka Íslands í því samstarfi sé sjálfsögð geta aðildarandstæðing- ar varla vænst þess að menn ræði þennan kost sem alvöruleið til að komast hjá Evrópusambandsaðild. Þegar málefnastaðan er vegin og metin í heild er niðurstaðan skýr: Aðildarviðræðunum er meiri hætta búin af innri veikleikum ríkisstjórnarinnar en röksemdum Evrópu andstæðinga. Hvað annað?Öll afskorin blóm í stykkjatali 300kr/stk Aðeins EINGÖNGU ÍSLENSK BLÓM Aðeins í Blómavali Skútuvogi S agt er að staða barna sé góður mælikvarði á gæði og þroska samfélags, og má til sanns vegar færa. Meðal annars þess vegna ber að fagna því þegar teknar eru saman og birtar upplýsingar sem gefa mynd af stöðu barna. Þetta hefur Unicef á Íslandi gert í skýrslu sem birt var nú í vikunni. Skýrslan er ítarleg og byggð á niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið síðustu ár. Í skýrslunni er leitast við að gefa heildstæða mynd af stöðu barna á Íslandi á mörgum sviðum og sömuleiðis helstu ógnum sem að þeim steðja. Að mati forsvarsmanna Unicef á Íslandi er kynferðisofbeldi helsta ógnin við velferð barna á Íslandi. Þegar skýrslan var kynnt á fimmtudag kölluðu samtökin eftir opinberum forvörnum gegn kynferðisofbeldi, auk þess sem þau bentu á að þörf væri á heildstæðari rannsóknum á kynferðis- ofbeldi gegn börnum. Reynt hefur verið að varpa ljósi á umfang kynferðislegt ofbeldis gagnvart börnum í ýmsum rannsóknum. Þær sýna að allt að tuttugu prósent stúlkna og tíu prósent drengja verða fyrir slíku ofbeldi á barnsaldri og þótt farið sé í lægri mörkin er um meira en tíu prósent stúlkna og þrjú prósent drengja að ræða. Hér er því um verulegan fjölda barna að ræða. „Það er mikið unnið í grasrótinni og ýmsum félagasamtökum og það fólk á heiður skilinn,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Unicef á Íslandi, í frétt blaðsins í gær. Hann bendir hins vegar á að að þótt opinberir aðilar hafi gert ýmislegt gott í viðbrögðum sínum við kynferðisofbeldi gegn börnum skorti skýra forvarnarstefnu á sama hátt og til er skýr stefna um forvarnir gegn áfengisdrykkju og tóbaksnotkun, sem hefur skilað því að reykingar og áfengisdrykkja hafa dregist verulega saman síðustu ár. Til skamms tíma lá kynferðislegt ofbeldi í algeru þagnargildi. Um það var ekki rætt og á því sjaldnast tekið, jafnvel þótt einhverjir vissu af því. Það hefur komið í hlut ýmissa grasrótarsamtaka að velta við steinum og benda á að þetta ofbeldi var og er raunverulega til staðar í samfélaginu. Þessi samtök hafa unnið framúrskarandi brautryðjendastarf og framlag þeirra verður áfram mikilsvert í baráttunni gegn ofbeldinu. Hins vegar er hárrétt hjá Stefáni að brýnt er að yfirvöld móti sér markvissa stefnu í þessum efnum og áætlun um forvarnir gegn þeirri viðurstyggð sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er. Forvarnir og fræðsla á þessu sviði eiga fyrst og fremst að beinast að fullorðnum ábyrgðarmönnum barna; foreldrum, fjölskyldu, kenn- urum og öðrum þeim sem að uppeldinu koma. Það er á ábyrgð þessa fólks að verja barnið því enginn getur ætlast til að barn hafi tök á að verja sig sjálft gegn kynferðislegu ofbeldi, hvað þá þegar gerandinn er barninu nákominn og það treystir honum, eins og algengast er. Baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum verður að vera markviss og ákveðin. Ábending Unicef um þessa brotalöm á annars að mjög mörgu leyti góðri stöðu barna á Íslandi á að vera stjórn- völdum hvatning til að taka enn frekari ábyrgð á málaflokknum. Mikilvæg hvatning frá Unicef: Mesta ógnin við börn á Íslandi SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.